Vilja þyngri refsingar við mútum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2017 14:09 Dómsmálaráðherra leggur fram drögin vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum, en reglurnar ná til allra opinberra starfsmanna. vísir/ernir Lögð hafa verið fram drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningarlaga um mútur. Breytingarnar fela í sér hertari viðurlög við mútubrotum en markmiðið er að uppfylla tilmæli vinnuhóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um erlend mútubrot. Gert er ráð fyrir að hámarksrefsing fyrir brot um mútuboð gagnvart opinberum starfsmönnum verði þyngd úr fjögurra ára fangelsi í sex ára fangelsi. Þá er lagt til að hámarksrefsing fyrir mútubrot í atvinnurekstri verði þyngd úr þriggja ára fangelsi í fimm ára fangelsi. Frumvarpsdrögin fela jafnframt í sér að hugtakið opinber starfsmaður geti átt við stjórnendur og starfsmenn lögaðila sem séu að hluta eða heild í opinberri eigu eða lúta stjórn hins opinbera. Stjórnandinn og starfsmenn þurfa þá að vera í þeirri stöðu að hafa heimildir í lögum til að taka eða hafa áhrif á ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila og að þeir geti ráðstafað eða haft áhrif á ráðstöfun opinberra hagsmuna eða fjármuna, að því er segir í drögunum. Þá segir í drögunum að rökin fyrir þyngingu refsinga vegna mútubrota almennt þau að um sé að ræða alvarleg brot sem meðal annars veikja traust á stjórnkerfinu. Brotin stríði gegn almannahagsmunum og heilbrigðu viðskipta- og atvinnulífi, bæði hérlendis og í alþjóðaviðskiptum. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarpið en það er unnið í samráði við stýrihóp hans um eftirfylgni vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Lögð hafa verið fram drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningarlaga um mútur. Breytingarnar fela í sér hertari viðurlög við mútubrotum en markmiðið er að uppfylla tilmæli vinnuhóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um erlend mútubrot. Gert er ráð fyrir að hámarksrefsing fyrir brot um mútuboð gagnvart opinberum starfsmönnum verði þyngd úr fjögurra ára fangelsi í sex ára fangelsi. Þá er lagt til að hámarksrefsing fyrir mútubrot í atvinnurekstri verði þyngd úr þriggja ára fangelsi í fimm ára fangelsi. Frumvarpsdrögin fela jafnframt í sér að hugtakið opinber starfsmaður geti átt við stjórnendur og starfsmenn lögaðila sem séu að hluta eða heild í opinberri eigu eða lúta stjórn hins opinbera. Stjórnandinn og starfsmenn þurfa þá að vera í þeirri stöðu að hafa heimildir í lögum til að taka eða hafa áhrif á ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila og að þeir geti ráðstafað eða haft áhrif á ráðstöfun opinberra hagsmuna eða fjármuna, að því er segir í drögunum. Þá segir í drögunum að rökin fyrir þyngingu refsinga vegna mútubrota almennt þau að um sé að ræða alvarleg brot sem meðal annars veikja traust á stjórnkerfinu. Brotin stríði gegn almannahagsmunum og heilbrigðu viðskipta- og atvinnulífi, bæði hérlendis og í alþjóðaviðskiptum. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarpið en það er unnið í samráði við stýrihóp hans um eftirfylgni vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira