Rússneskir þjálfarar sem láta íþróttamenn nota ólögleg lyf eru enn að störfum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 19:00 Rússar eru líklega ekki færir um að uppræta kerfisbundna lyfjamisferlið sem hélt frjálsíþróttafólki þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta segir rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um spillingu Rússanna en hann hélt erindi á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR um lyfjamál í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þjóðverjinn Hajo Seppelt gerði fræga heimildamynd fyrir ARD árið 2014 þar sem hann sannaði kerfisbundið og ríkisstyrkt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum. Út frá því fór í gang mikil rannsóknarvinna sem varð til þess að fjölda rússneskra íþróttamanna, þar á meðal nær öllu frjálsíþróttafólki Rússlands, var meinuð þátttaka á ÓL í Ríó í fyrra. „Þetta er nánast án vafa stærsta kerfisbundna lyfjamisferli sögunnar í frjálsíþróttum sem vitað er núna að teygir anga sína inn í fleiri íþróttir í Rússlandi. Það er bara hægt að bera þetta saman við lyfjakerið í Austur-Þýskalandi sem við upplifðum árið 1989,“ segir Seppelt í viðtali við íþróttadeild. Þrátt fyrir uppljóstranir Seppelts og McClaren-skýrsluna sýndi ný heimildamynd ARD um síðustu helgi að ekki margt hefur breyst hjá Rússunum. Sumir þjálfarar, sem vitað er að dæla lyfjum í íþróttamenn sína, eru enn að stöfum. „Það sýnir á ný hversu djúpt í rússneskt íþróttalíf þetta lyfjamisferli og spilling nær. Þetta er í raun lyfjamenning sem hefur átt sér stað í ár og áratugi,“ segir hann, en eru Rússar þá ekki hæfir til að kljást við þetta vandamál ef þeir hafa áhuga á því yfir höfuð? „Kannski er rússneska sambandið ekki hæft eða hreinlega getur ekki leyst þetta vandamál. Það sem gerist í Moskvu er eitt en svo er það sem gerist í Síberíu eða Ural-héraði allt annað. Rússar geta ekki stjórnað þessu og fólkinu fyrir utan Moskvu er alveg sama um hvað höfuðborgin segir því að gera.“ „Einhver sem er vanur að vinna svona alla sína ævi sem þjálfari og kannski áður sem íþróttamaður heldur kannski að lyf séu nauðsynleg fyrir íþróttir. Hvernig er hægt að breyta þeim hugsunarhætti á vikum eða mánuðum? Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Hajo Seppelt. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Rússar eru líklega ekki færir um að uppræta kerfisbundna lyfjamisferlið sem hélt frjálsíþróttafólki þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta segir rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um spillingu Rússanna en hann hélt erindi á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR um lyfjamál í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þjóðverjinn Hajo Seppelt gerði fræga heimildamynd fyrir ARD árið 2014 þar sem hann sannaði kerfisbundið og ríkisstyrkt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum. Út frá því fór í gang mikil rannsóknarvinna sem varð til þess að fjölda rússneskra íþróttamanna, þar á meðal nær öllu frjálsíþróttafólki Rússlands, var meinuð þátttaka á ÓL í Ríó í fyrra. „Þetta er nánast án vafa stærsta kerfisbundna lyfjamisferli sögunnar í frjálsíþróttum sem vitað er núna að teygir anga sína inn í fleiri íþróttir í Rússlandi. Það er bara hægt að bera þetta saman við lyfjakerið í Austur-Þýskalandi sem við upplifðum árið 1989,“ segir Seppelt í viðtali við íþróttadeild. Þrátt fyrir uppljóstranir Seppelts og McClaren-skýrsluna sýndi ný heimildamynd ARD um síðustu helgi að ekki margt hefur breyst hjá Rússunum. Sumir þjálfarar, sem vitað er að dæla lyfjum í íþróttamenn sína, eru enn að stöfum. „Það sýnir á ný hversu djúpt í rússneskt íþróttalíf þetta lyfjamisferli og spilling nær. Þetta er í raun lyfjamenning sem hefur átt sér stað í ár og áratugi,“ segir hann, en eru Rússar þá ekki hæfir til að kljást við þetta vandamál ef þeir hafa áhuga á því yfir höfuð? „Kannski er rússneska sambandið ekki hæft eða hreinlega getur ekki leyst þetta vandamál. Það sem gerist í Moskvu er eitt en svo er það sem gerist í Síberíu eða Ural-héraði allt annað. Rússar geta ekki stjórnað þessu og fólkinu fyrir utan Moskvu er alveg sama um hvað höfuðborgin segir því að gera.“ „Einhver sem er vanur að vinna svona alla sína ævi sem þjálfari og kannski áður sem íþróttamaður heldur kannski að lyf séu nauðsynleg fyrir íþróttir. Hvernig er hægt að breyta þeim hugsunarhætti á vikum eða mánuðum? Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Hajo Seppelt.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00
Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00
Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30