Rússneskir þjálfarar sem láta íþróttamenn nota ólögleg lyf eru enn að störfum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 19:00 Rússar eru líklega ekki færir um að uppræta kerfisbundna lyfjamisferlið sem hélt frjálsíþróttafólki þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta segir rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um spillingu Rússanna en hann hélt erindi á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR um lyfjamál í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þjóðverjinn Hajo Seppelt gerði fræga heimildamynd fyrir ARD árið 2014 þar sem hann sannaði kerfisbundið og ríkisstyrkt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum. Út frá því fór í gang mikil rannsóknarvinna sem varð til þess að fjölda rússneskra íþróttamanna, þar á meðal nær öllu frjálsíþróttafólki Rússlands, var meinuð þátttaka á ÓL í Ríó í fyrra. „Þetta er nánast án vafa stærsta kerfisbundna lyfjamisferli sögunnar í frjálsíþróttum sem vitað er núna að teygir anga sína inn í fleiri íþróttir í Rússlandi. Það er bara hægt að bera þetta saman við lyfjakerið í Austur-Þýskalandi sem við upplifðum árið 1989,“ segir Seppelt í viðtali við íþróttadeild. Þrátt fyrir uppljóstranir Seppelts og McClaren-skýrsluna sýndi ný heimildamynd ARD um síðustu helgi að ekki margt hefur breyst hjá Rússunum. Sumir þjálfarar, sem vitað er að dæla lyfjum í íþróttamenn sína, eru enn að stöfum. „Það sýnir á ný hversu djúpt í rússneskt íþróttalíf þetta lyfjamisferli og spilling nær. Þetta er í raun lyfjamenning sem hefur átt sér stað í ár og áratugi,“ segir hann, en eru Rússar þá ekki hæfir til að kljást við þetta vandamál ef þeir hafa áhuga á því yfir höfuð? „Kannski er rússneska sambandið ekki hæft eða hreinlega getur ekki leyst þetta vandamál. Það sem gerist í Moskvu er eitt en svo er það sem gerist í Síberíu eða Ural-héraði allt annað. Rússar geta ekki stjórnað þessu og fólkinu fyrir utan Moskvu er alveg sama um hvað höfuðborgin segir því að gera.“ „Einhver sem er vanur að vinna svona alla sína ævi sem þjálfari og kannski áður sem íþróttamaður heldur kannski að lyf séu nauðsynleg fyrir íþróttir. Hvernig er hægt að breyta þeim hugsunarhætti á vikum eða mánuðum? Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Hajo Seppelt. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Sjá meira
Rússar eru líklega ekki færir um að uppræta kerfisbundna lyfjamisferlið sem hélt frjálsíþróttafólki þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta segir rannsóknarblaðamaðurinn sem kom upp um spillingu Rússanna en hann hélt erindi á ráðstefnu ÍSÍ og ÍBR um lyfjamál í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku. Þjóðverjinn Hajo Seppelt gerði fræga heimildamynd fyrir ARD árið 2014 þar sem hann sannaði kerfisbundið og ríkisstyrkt lyfjamisferli í rússneskum frjálsíþróttum. Út frá því fór í gang mikil rannsóknarvinna sem varð til þess að fjölda rússneskra íþróttamanna, þar á meðal nær öllu frjálsíþróttafólki Rússlands, var meinuð þátttaka á ÓL í Ríó í fyrra. „Þetta er nánast án vafa stærsta kerfisbundna lyfjamisferli sögunnar í frjálsíþróttum sem vitað er núna að teygir anga sína inn í fleiri íþróttir í Rússlandi. Það er bara hægt að bera þetta saman við lyfjakerið í Austur-Þýskalandi sem við upplifðum árið 1989,“ segir Seppelt í viðtali við íþróttadeild. Þrátt fyrir uppljóstranir Seppelts og McClaren-skýrsluna sýndi ný heimildamynd ARD um síðustu helgi að ekki margt hefur breyst hjá Rússunum. Sumir þjálfarar, sem vitað er að dæla lyfjum í íþróttamenn sína, eru enn að stöfum. „Það sýnir á ný hversu djúpt í rússneskt íþróttalíf þetta lyfjamisferli og spilling nær. Þetta er í raun lyfjamenning sem hefur átt sér stað í ár og áratugi,“ segir hann, en eru Rússar þá ekki hæfir til að kljást við þetta vandamál ef þeir hafa áhuga á því yfir höfuð? „Kannski er rússneska sambandið ekki hæft eða hreinlega getur ekki leyst þetta vandamál. Það sem gerist í Moskvu er eitt en svo er það sem gerist í Síberíu eða Ural-héraði allt annað. Rússar geta ekki stjórnað þessu og fólkinu fyrir utan Moskvu er alveg sama um hvað höfuðborgin segir því að gera.“ „Einhver sem er vanur að vinna svona alla sína ævi sem þjálfari og kannski áður sem íþróttamaður heldur kannski að lyf séu nauðsynleg fyrir íþróttir. Hvernig er hægt að breyta þeim hugsunarhætti á vikum eða mánuðum? Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Hajo Seppelt.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00 Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00 Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Sjá meira
Sér ekki eftir að hafa svindlað allan ferilinn Ráðstefnugestum ofbauð afstaða danska hjólreiðamannsins Michael Rasmussen sem sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni. 27. janúar 2017 19:00
Sagan segir okkur að ekki er hægt að vinna Tour de France án ólöglegra lyfja Danski hjólreiðamaðurinn Michael Rasmussen sér ekki eftir því að hafa notað árangursbætandi efni allan sinn feril. Daninn gat ekki horft upp á menn sem hann vissi að voru ekki betri en hann stinga af á lyfjum. 28. janúar 2017 06:00
Fæðubótarefni geta verið hættuleg fyrir íþróttafólk og almenna neytendur Dr. Ron Maughan fræðir fólk um hættur fæðubótarefna á ráðstefnu um lyfjamál á morgun. 25. janúar 2017 19:30