Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2017 06:30 Jón Daði Böðvarsson stýrði víkingaklappinu fræga eftir frækinn sigur Wolves á Liverpool í ensku bikarkeppninni um helgina. Jón Daði spilaði síðustu 19 mínútur leiksins, lét vel að sér kveða og var í tvígang nálægt því að skora. vísir/getty Fastlega má reikna með að stuðningsmenn Liverpool vilji aldrei heyra víkingaklappið fræga aftur eftir tvo ósigra í röð fyrir Íslendingaliðum. Stuðningsmenn Wolves fetuðu í fótspor stuðningsmanna Swansea og fögnuðu vel og innilega í leikslok undir styrkri stjórn Jóns Daða Böðvarssonar eftir frækinn sigur liðsins á Liverpool í fjórðu umferð FA-bikarsins um helgina. Líkt og gegn Swansea bjuggust fáir við ósigri Liverpool um helgina en heimaliðið átti fá svör við öguðu og gríðarlega vel skipulögðu liði gestanna. Paul Lambert, stjóri Wolves, stýrði liði sínu af mikilli festu og átti keppinautur hans, Jürgen Klopp, fá svör við varnarleik Wolves. Það tók Liverpool um klukkustund að hitta rammann og fyrir utan uppbótarmark Divock Origi undir lok leiksins átti Liverpool engin teljandi færi.Öflug innkoma Jóns Daða Það voru liðnar 70 mínútur þegar Jón Daði fékk að spreyta sig. Hann fór beint í fremstu víglínu og fékk það hlutverk að létta á þrýstingnum sem lá á vörn Wolves undir lok leiksins. Óhætt er að segja að Jón Daði hafi unnið fyrir kaupi sínu en varnarmenn Liverpool fengu enga hvíld með Selfyssinginn á hælum sér. Litlu munaði að Jón Daði fetaði í fótspor Gylfa Sigurðssonar og kláraði leikinn fyrir gestina á Anfield en hann fékk tvö góð færi til að skora þriðja mark Wolves. Það síðara bjó hann til upp úr þurru með ekkert nema áræðið að vopni. Djöflaðist hann inn í teiginn án aðstoðar frá liðsfélögum sínum og aðeins löppin á Lucas Leiva kom í veg fyrir að Jón Daði ætti minningu sem hefði enst honum út ævina.Jón Daði í baráttu við Loris Karius, markvörð Liverpool.vísir/gettyVinsæll þrátt fyrir markaþurrð Það er augljóst að Jón Daði, eða Bod líkt og stuðningsmenn Wolves kalla hann, er mjög vinsæll meðal þeirra. Um sex þúsund stuðningsmenn gestanna yfirgnæfðu Anfield með söngvum um Jón Daða er hann kom inn á og í hvert skipti sem hann létti á þungri pressu heimamanna með því að halda boltanum í fremstu víglínu fékk hið fræga „húh“ að hljóma. Mörkin hafa þó látið á sér standa í vetur eftir frábæra byrjun hjá Jóni Daða sem skoraði tvö mörk í ágúst. Síðan hefur Jón Daði tekið þátt í 25 leikjum án þess að skora mark. Framherjar sem ekki skora mörk eiga sjaldnast upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum en það andstæða virðist eiga við um Jón Daða og stuðningsmenn Wolves. Ástæðan er einföld líkt og stuðningsmenn íslenska landsliðsins þekkja enda gefur Jón Daði allt sitt inn á vellinum. Það er eitthvað sem stuðningsmenn elska, sérstaklega þeir ensku, og það er hægt að fyrirgefa framherjum ýmislegt ef þeir vinna fyrir liðið sitt á öðrum vígstöðvum, líkt og Jón Daði gerir svo vel. „Sýndi nákvæmlega hvernig á að leiða framlínuna og átti skilið að skora. Ef hann væri markamaskína spilaði hann hvern einasta leik en í augnablikinu er hann samt besti kosturinn í framlínunni,“ skrifaði einn stuðningsmanna Wolves um Jón Daða á spjallborði þeirra eftir sigurinn á Anfield.Ráða ekki við leikjaálagið Tapið fyrir Wolves kórónaði afleitan janúar hjá Liverpool sem hefur aðeins unnið einn leik af átta, gegn Plymouth í þriðju umferð FA-bikarsins. Ólíkt undanförnum mánuðum hefur Liverpool mátt þola það að spila leiki á 3-5 daga fresti allan janúar. Klopp hefur reynt að halda mönnum ferskum með því að hvíla lykilmenn. Það hefur ekki gengið upp og er Liverpool nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea og dottið út úr báðum bikarkeppnunum með aðeins 78 klukkustunda millibili. Ákveðin krísa virðist hafa myndast á Anfield þar sem setja má stórt spurningarmerki við breiddina sem Liverpool býr yfir. Liðið virðist ekki þola álagið sem felst í því að leika á 3-5 daga fresti viku eftir viku, eitthvað sem öll topplið verða að geta ráðið við ætli þau sér stóra hluti. Til þess að bæta gráu ofan á svart virðast stjórar Swansea og Wolves hafa fundið hina fullkomnu leið til þess að núlla út leikskipulag Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. Liðin hafa einbeitt sér að því að beina öllu spili Liverpool inn á miðju vallarins þar sem þau hafa komið fyrir þéttum pakka og þannig náð að stífla allan sóknarleik liðsins.Fjarvera Manés hefur sett stórt strik í reikning Liverpool.vísir/gettyMissir að Mané Ljóst er að liðið hefur mjög saknað Senegalans Sadio Mané sem verið hefur fjarverandi í janúar vegna Afríkukeppninnar. Mané sá sjálfur um að skjóta Senegal út úr keppninni um helgina og gæti komið inn í liðið fyrir stórleikinn gegn Chelsea í vikunni . Mané er ólíkur samherjum sínum að því leyti að hann vill halda sig á kantinum og gæti því breytt flötum sóknarleik Liverpool. Hvort endurkoma Mané dugi Liverpool, sem aðeins hefur sigrað í einum af síðustu átta leikjum liðsins, til að snúa genginu við verður að koma í ljós. Erfitt getur reynst fyrir lið að komast upp úr slíku hjólfari og ljóst að mikil pressa er á hinum snjalla Þjóðverja, Jürgen Klopp, að sýna hvað í honum býr, þannig að enn eitt tímabilið fari ekki í vaskinn á Anfield. Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Fastlega má reikna með að stuðningsmenn Liverpool vilji aldrei heyra víkingaklappið fræga aftur eftir tvo ósigra í röð fyrir Íslendingaliðum. Stuðningsmenn Wolves fetuðu í fótspor stuðningsmanna Swansea og fögnuðu vel og innilega í leikslok undir styrkri stjórn Jóns Daða Böðvarssonar eftir frækinn sigur liðsins á Liverpool í fjórðu umferð FA-bikarsins um helgina. Líkt og gegn Swansea bjuggust fáir við ósigri Liverpool um helgina en heimaliðið átti fá svör við öguðu og gríðarlega vel skipulögðu liði gestanna. Paul Lambert, stjóri Wolves, stýrði liði sínu af mikilli festu og átti keppinautur hans, Jürgen Klopp, fá svör við varnarleik Wolves. Það tók Liverpool um klukkustund að hitta rammann og fyrir utan uppbótarmark Divock Origi undir lok leiksins átti Liverpool engin teljandi færi.Öflug innkoma Jóns Daða Það voru liðnar 70 mínútur þegar Jón Daði fékk að spreyta sig. Hann fór beint í fremstu víglínu og fékk það hlutverk að létta á þrýstingnum sem lá á vörn Wolves undir lok leiksins. Óhætt er að segja að Jón Daði hafi unnið fyrir kaupi sínu en varnarmenn Liverpool fengu enga hvíld með Selfyssinginn á hælum sér. Litlu munaði að Jón Daði fetaði í fótspor Gylfa Sigurðssonar og kláraði leikinn fyrir gestina á Anfield en hann fékk tvö góð færi til að skora þriðja mark Wolves. Það síðara bjó hann til upp úr þurru með ekkert nema áræðið að vopni. Djöflaðist hann inn í teiginn án aðstoðar frá liðsfélögum sínum og aðeins löppin á Lucas Leiva kom í veg fyrir að Jón Daði ætti minningu sem hefði enst honum út ævina.Jón Daði í baráttu við Loris Karius, markvörð Liverpool.vísir/gettyVinsæll þrátt fyrir markaþurrð Það er augljóst að Jón Daði, eða Bod líkt og stuðningsmenn Wolves kalla hann, er mjög vinsæll meðal þeirra. Um sex þúsund stuðningsmenn gestanna yfirgnæfðu Anfield með söngvum um Jón Daða er hann kom inn á og í hvert skipti sem hann létti á þungri pressu heimamanna með því að halda boltanum í fremstu víglínu fékk hið fræga „húh“ að hljóma. Mörkin hafa þó látið á sér standa í vetur eftir frábæra byrjun hjá Jóni Daða sem skoraði tvö mörk í ágúst. Síðan hefur Jón Daði tekið þátt í 25 leikjum án þess að skora mark. Framherjar sem ekki skora mörk eiga sjaldnast upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum en það andstæða virðist eiga við um Jón Daða og stuðningsmenn Wolves. Ástæðan er einföld líkt og stuðningsmenn íslenska landsliðsins þekkja enda gefur Jón Daði allt sitt inn á vellinum. Það er eitthvað sem stuðningsmenn elska, sérstaklega þeir ensku, og það er hægt að fyrirgefa framherjum ýmislegt ef þeir vinna fyrir liðið sitt á öðrum vígstöðvum, líkt og Jón Daði gerir svo vel. „Sýndi nákvæmlega hvernig á að leiða framlínuna og átti skilið að skora. Ef hann væri markamaskína spilaði hann hvern einasta leik en í augnablikinu er hann samt besti kosturinn í framlínunni,“ skrifaði einn stuðningsmanna Wolves um Jón Daða á spjallborði þeirra eftir sigurinn á Anfield.Ráða ekki við leikjaálagið Tapið fyrir Wolves kórónaði afleitan janúar hjá Liverpool sem hefur aðeins unnið einn leik af átta, gegn Plymouth í þriðju umferð FA-bikarsins. Ólíkt undanförnum mánuðum hefur Liverpool mátt þola það að spila leiki á 3-5 daga fresti allan janúar. Klopp hefur reynt að halda mönnum ferskum með því að hvíla lykilmenn. Það hefur ekki gengið upp og er Liverpool nú tíu stigum á eftir toppliði Chelsea og dottið út úr báðum bikarkeppnunum með aðeins 78 klukkustunda millibili. Ákveðin krísa virðist hafa myndast á Anfield þar sem setja má stórt spurningarmerki við breiddina sem Liverpool býr yfir. Liðið virðist ekki þola álagið sem felst í því að leika á 3-5 daga fresti viku eftir viku, eitthvað sem öll topplið verða að geta ráðið við ætli þau sér stóra hluti. Til þess að bæta gráu ofan á svart virðast stjórar Swansea og Wolves hafa fundið hina fullkomnu leið til þess að núlla út leikskipulag Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. Liðin hafa einbeitt sér að því að beina öllu spili Liverpool inn á miðju vallarins þar sem þau hafa komið fyrir þéttum pakka og þannig náð að stífla allan sóknarleik liðsins.Fjarvera Manés hefur sett stórt strik í reikning Liverpool.vísir/gettyMissir að Mané Ljóst er að liðið hefur mjög saknað Senegalans Sadio Mané sem verið hefur fjarverandi í janúar vegna Afríkukeppninnar. Mané sá sjálfur um að skjóta Senegal út úr keppninni um helgina og gæti komið inn í liðið fyrir stórleikinn gegn Chelsea í vikunni . Mané er ólíkur samherjum sínum að því leyti að hann vill halda sig á kantinum og gæti því breytt flötum sóknarleik Liverpool. Hvort endurkoma Mané dugi Liverpool, sem aðeins hefur sigrað í einum af síðustu átta leikjum liðsins, til að snúa genginu við verður að koma í ljós. Erfitt getur reynst fyrir lið að komast upp úr slíku hjólfari og ljóst að mikil pressa er á hinum snjalla Þjóðverja, Jürgen Klopp, að sýna hvað í honum býr, þannig að enn eitt tímabilið fari ekki í vaskinn á Anfield.
Enski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira