Nokkuð um að skemmdir á Austurlandi fáist ekki bættar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Vatnsmagn í Hlíðarendaá á Eskifirði var rúmlega tvöfalt þar sem vatni úr nærliggjandi á hafði verið veitt í hana meðan unnið var að hreinsun á árfarvegi hennar. Snör handtök lögreglu og verktaka björguðu miklu. MYND/KRISTINN ÞÓR JÓNASSON Um helmingur tjóns af völdum vatnsveðursins á Austfjörðum síðastliðinn föstudag sem tilkynnt var til Viðlagatryggingar Íslands fellur utan gildissviðs tryggingarinnar. Alls nemur tjón á Eskifirði og Seyðisfirði tugum milljóna króna. Gífurleg úrkoma var á Austurlandi síðastliðinn föstudag og laugardag. Til að mynda mældist úrkoma um 200 millimetrar á Seyðisfirði frá föstudegi fram á laugardag. Afleiðingarnar voru þær að skriða féll úr Þófalæk á laugardag. Skriðan lenti á tveimur húsum, annað var mannlaus skemma en hitt hafði verið rýmt fyrr um daginn vegna skriðuhættu. Mikill vöxtur var í lækjum og ám sem að auki urðu fullir af framburði. Á Eskifirði stóð glæný brú yfir Hlíðarendaá tæpt en með snarræði tókst að bjarga henni. Vatn flæddi sums staðar inn í kjallara. „Það fóru tveir starfsmenn frá okkur austur í gær auk sjálfstæðra matsmanna. Nú er búið að fara í rúmlega helming af þeim tjónaskoðunum sem þarf að fara í,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands. Tjón af völdum svokallaðra „force majeure“ atburða, til að mynda náttúruhamfara, er almennt undanskilið í vátryggingaskilmálum vátryggingafyrirtækja. Viðlagatrygging Íslands bætir tjón af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjó- og vatnsflóða. Hjá einstaklingum bætir tryggingin brunatryggt innbú og fasteignir en hjá sveitarfélögum ábyrgist Viðlagatrygging að auki veitumannvirki, brýr lengri en 50 metra, raforku- og hafnarmannvirki.Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands. Vísir/Vilhelm„Þetta eru alls 23 tjónstaðir sem við förum í tjónaskoðanir á,“ segir Hulda Ragnheiður. „Okkur er kunnugt um fleiri tjónsatburði sem hins vegar falla utan gildissviðs viðlagatryggingar. Það tjón er óbætt tjón og engin leið til að tryggja það neins staðar.“ Að tjónaskoðunum loknum tekur við ferli matsgerða og útreikninga á tjónaupphæðum. Sú vinna tekur líklega tvær til þrjár vikur. Nákvæm tjónsupphæð liggi því ekki fyrir en reikna megi með því að það hlaupi á tugum milljóna króna. „Það flæddi inn í nokkra kjallara en skriðan er það mesta af þessu. Það er óhemju verk fram undan að moka henni burt og hreinsa,“ segir Kristján Kristjánsson, staðgengill bæjarverkstjóra Seyðisfjarðar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Um helmingur tjóns af völdum vatnsveðursins á Austfjörðum síðastliðinn föstudag sem tilkynnt var til Viðlagatryggingar Íslands fellur utan gildissviðs tryggingarinnar. Alls nemur tjón á Eskifirði og Seyðisfirði tugum milljóna króna. Gífurleg úrkoma var á Austurlandi síðastliðinn föstudag og laugardag. Til að mynda mældist úrkoma um 200 millimetrar á Seyðisfirði frá föstudegi fram á laugardag. Afleiðingarnar voru þær að skriða féll úr Þófalæk á laugardag. Skriðan lenti á tveimur húsum, annað var mannlaus skemma en hitt hafði verið rýmt fyrr um daginn vegna skriðuhættu. Mikill vöxtur var í lækjum og ám sem að auki urðu fullir af framburði. Á Eskifirði stóð glæný brú yfir Hlíðarendaá tæpt en með snarræði tókst að bjarga henni. Vatn flæddi sums staðar inn í kjallara. „Það fóru tveir starfsmenn frá okkur austur í gær auk sjálfstæðra matsmanna. Nú er búið að fara í rúmlega helming af þeim tjónaskoðunum sem þarf að fara í,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands. Tjón af völdum svokallaðra „force majeure“ atburða, til að mynda náttúruhamfara, er almennt undanskilið í vátryggingaskilmálum vátryggingafyrirtækja. Viðlagatrygging Íslands bætir tjón af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjó- og vatnsflóða. Hjá einstaklingum bætir tryggingin brunatryggt innbú og fasteignir en hjá sveitarfélögum ábyrgist Viðlagatrygging að auki veitumannvirki, brýr lengri en 50 metra, raforku- og hafnarmannvirki.Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands. Vísir/Vilhelm„Þetta eru alls 23 tjónstaðir sem við förum í tjónaskoðanir á,“ segir Hulda Ragnheiður. „Okkur er kunnugt um fleiri tjónsatburði sem hins vegar falla utan gildissviðs viðlagatryggingar. Það tjón er óbætt tjón og engin leið til að tryggja það neins staðar.“ Að tjónaskoðunum loknum tekur við ferli matsgerða og útreikninga á tjónaupphæðum. Sú vinna tekur líklega tvær til þrjár vikur. Nákvæm tjónsupphæð liggi því ekki fyrir en reikna megi með því að það hlaupi á tugum milljóna króna. „Það flæddi inn í nokkra kjallara en skriðan er það mesta af þessu. Það er óhemju verk fram undan að moka henni burt og hreinsa,“ segir Kristján Kristjánsson, staðgengill bæjarverkstjóra Seyðisfjarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira