Skoða greiðsluþátttöku vegna ferðalaga til læknis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. desember 2017 20:30 Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira