Minnast krossfórnarinnar með Terminator-maraþoni í Laugarneskirkju Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2017 11:04 Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, sér ansi mörg trúarstef í Terminator-myndunum. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur efnir til Terminator-maraþons í safnaðarheimili Laugarneskirkju þar sem sýndar verða þrjár myndir úr þessari kvikmyndaseríu og fjallað um trúar- og biblíustef í þeim. „Þessi minni eru svo sterk í Terminator-myndunum og þess vegna langaði mig að hafa Terminator-maraþon. Það er löng hefð fyrir því innan kirkjunnar að fastan sé notuð til fræðslu og á föstudeginum langa, í lok föstunnar, komi kristnir menn saman og íhugi og hugleiði krossfórnina,“ segir Davíð Þór í samtali við Vísi. Maraþonið hefst klukkan þrjú með sýningu á fyrstu myndinni í seríunni sem heitir einfaldlega Terminator. Terminator 2: Judgment Day verður sýnd klukkan 17 og Terminator: Salvation klukkan 19:30. Davíð Þór segist vera mikill áhugamaður um trúar- og biblíustef í kvikmyndum. „Mér finnst það mjög skemmtilegt og það þýðir ekki endilega að við séum að leita að trúarboðskap í myndunum, heldur þýðir það meira að við horfum á myndir í gegnum þau gleraugu að sjá hvernig minni og stef úr biblíunni og trúararfinum eru notuð til að segja söguna sem myndin er að segja,“ segir Davíð Þór.Ofurhetjan Þór skólabókardæmi um kristgerving Hann segist vera mikill áhugamaður um ofurhetju- og hasarmyndir og vísindaskáldskap en þegar hann horfir á slíkar myndir segist hann ekki nánast ekki geta gert það öðruvísi en með trúar- og biblíustefsgleraugunum. „Mesta skólabókardæmið sem ég hef séð nýlega er fyrsta kvikmyndin um ofurhetjuna Þór. Þar gerist guð maður, fórnar lífi sínu fyrir vina sína, rís upp í mætti og dýrð, sigrar dauða og djöful og endar meira segja á að stíga upp til himins og við væntum endurkomu hans í dýrð. Það er söguþráður þeirrar myndar í grófum dráttum.“ Hann segist hafa mjög gaman að því að koma auga á og benda fólki á hvort kvikmyndagerðarmennirnir eru meðvitað eða dulvitað að nota þau. „Hvað biblían og biblíusögurnar eru mikil leikmynd á bak við allan okkar kúltúr. Við getum málað hann upp á nýtt og byggt við hann en grunnleikmyndin er svo að miklu leyti þaðan,“ segir Davíð. Terminator-serían segir frá baráttu mannkynsins við gervigreindina Skynet. Eftir að mannkynið hafði náð yfirhöndinni í baráttunni við þann ógnvald undir forystu uppreisnarmannsins John Connor ákveður Skynet að senda vélmennið T-800 aftur til ársins 1984 til að myrða móður Johns, Sarah Connor. Til að koma í veg fyrir það sendir mannkynið Kyle Reese aftur til ársins 1984.Mæðginin Sarah og John Connor í Terminator 2: Judgment day.IMDBSarah ættmóðirin og John Connor með upphafsstafi Krists En hvaða trúar- og biblíustef sér Davíð Þór í Terminator-seríunni? „Sarah er náttúrlega ættmóðirin, hún er móðir framtíðarinnar, eins og í gamla testamentinu. Og það er engin tilviljun að hún heiti Sarah en ekki Jennifer eða Ashley,“ segir Davíð Þór. „John Connor hefur náttúrlega upphafsstafina J.C., eins og títt er um kristgervinga,“ segir Davíð og nefnir sem dæmi John Cobb úr Green Mile, John Carter úr samnefndri kvikmynd og Jiminy Cricket, samvisku Gosa. „Í annarri myndinni leikur Arnold Schwarzenegger kristgervingin sem er verndarengillinn og endar á að deyja píslarvættisdauða fyrir mannkynið,“ segir Davíð Þór.John Connor getinn af veru að handan Hann segir Kyle Reese kristgervingin í fyrstu myndinni sem fórnar sér fyrir mannkynið, en í myndinni fellur hann fyrir Söruh Connor. „Þar með er John Connor getinn, ef ekki beinlínis af handan veru, þá allavega getinn af manni sem er ekki úr okkar raunveruleika, gagngert til að bjarga mannkyninu frá tortímingu. Ef þú horfir á fyrstu myndina er það gegnum gangandi spádómsþema úr gamla testamentinu: Sjá mær verður þunguð og sonur hennar mun verða kallaður friðarhöfðingi og undraráðgjafi og bjarga mannkyninu frá glötun,“ segir Davíð.Getur ekki sýnt allar fimm Fimm myndir eru í Terminator-seríunni en aðeins þrjár sýndar í safnaðarheimili Laugarneskirkju í dag. Það þýðir að myndunum Terminator 3: The Rise of the Machines og Terminator: Genisys verður sleppt en Davíð segir það ekki vera einhverskonar yfirlýsing frá sér um gæði myndanna. „Það er fyrst og fremst tímaklemma. Ég hef ekki tíma til að sýna þær allar fimm. Fyrsta er náttúrlega nauðsynleg. Hún leggur grunninn og svo er spurning hvaða tvær myndir átti að velja. Ég vildi síður sýna þá nýjustu, þó hún heiti vissulega Genisys, þannig að ég valdi þessar einfaldlega út frá hugmyndinni um trúarstefin. Ef þú ert að leita að trúarstefi í kvikmynd sem heitir Judgment Day, þá þarftu ekki annað en að lesa plakatið, myndin heitir Judgement Day, og ef þú ætlar að finna trúarstef í kvikmynd sem heitir Salvation, þá er það það sama. Það er ekki einu sinni eins og það sé verið að reyna að fela trúarstefin, þau koma fyrir í heiti myndanna.“Ævisaga Jesú Krists blóði drifin Og þó svo að Terminator-myndirnar séu ofbeldisfullar segir Davíð það vel við hæfi að sýna þær í safnaðarheimili Laugarneskirkju. „Ævisaga Jesú Krists er ansi skuggaleg og hann deyr býsna ofbeldisfullum dauðdaga sjálfur. Það hefur verið reynt að sykurhúða líf hans og boðskap í gegnum tíðina. Ég held að tilhneigingin sé svolítið í hina áttina í þetta skiptið. Til að skilja samfélagsboðskap Jesú Krists verðum við að skilja að hann bjó í samfélagi þar sem ríkti mjög miskunnarlaus, grimmúðleg fasistastjórn sem ofsótti og arðrændi alþýðuna með morðum og ofbeldi. Ef þú ætlar að gera mynd um trúverðugan kristgerving, hvernig getur hann þá verið að berjast gegn öðru en morðum og ofbeldi?“ Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Davíð Þór Jónsson sóknarprestur efnir til Terminator-maraþons í safnaðarheimili Laugarneskirkju þar sem sýndar verða þrjár myndir úr þessari kvikmyndaseríu og fjallað um trúar- og biblíustef í þeim. „Þessi minni eru svo sterk í Terminator-myndunum og þess vegna langaði mig að hafa Terminator-maraþon. Það er löng hefð fyrir því innan kirkjunnar að fastan sé notuð til fræðslu og á föstudeginum langa, í lok föstunnar, komi kristnir menn saman og íhugi og hugleiði krossfórnina,“ segir Davíð Þór í samtali við Vísi. Maraþonið hefst klukkan þrjú með sýningu á fyrstu myndinni í seríunni sem heitir einfaldlega Terminator. Terminator 2: Judgment Day verður sýnd klukkan 17 og Terminator: Salvation klukkan 19:30. Davíð Þór segist vera mikill áhugamaður um trúar- og biblíustef í kvikmyndum. „Mér finnst það mjög skemmtilegt og það þýðir ekki endilega að við séum að leita að trúarboðskap í myndunum, heldur þýðir það meira að við horfum á myndir í gegnum þau gleraugu að sjá hvernig minni og stef úr biblíunni og trúararfinum eru notuð til að segja söguna sem myndin er að segja,“ segir Davíð Þór.Ofurhetjan Þór skólabókardæmi um kristgerving Hann segist vera mikill áhugamaður um ofurhetju- og hasarmyndir og vísindaskáldskap en þegar hann horfir á slíkar myndir segist hann ekki nánast ekki geta gert það öðruvísi en með trúar- og biblíustefsgleraugunum. „Mesta skólabókardæmið sem ég hef séð nýlega er fyrsta kvikmyndin um ofurhetjuna Þór. Þar gerist guð maður, fórnar lífi sínu fyrir vina sína, rís upp í mætti og dýrð, sigrar dauða og djöful og endar meira segja á að stíga upp til himins og við væntum endurkomu hans í dýrð. Það er söguþráður þeirrar myndar í grófum dráttum.“ Hann segist hafa mjög gaman að því að koma auga á og benda fólki á hvort kvikmyndagerðarmennirnir eru meðvitað eða dulvitað að nota þau. „Hvað biblían og biblíusögurnar eru mikil leikmynd á bak við allan okkar kúltúr. Við getum málað hann upp á nýtt og byggt við hann en grunnleikmyndin er svo að miklu leyti þaðan,“ segir Davíð. Terminator-serían segir frá baráttu mannkynsins við gervigreindina Skynet. Eftir að mannkynið hafði náð yfirhöndinni í baráttunni við þann ógnvald undir forystu uppreisnarmannsins John Connor ákveður Skynet að senda vélmennið T-800 aftur til ársins 1984 til að myrða móður Johns, Sarah Connor. Til að koma í veg fyrir það sendir mannkynið Kyle Reese aftur til ársins 1984.Mæðginin Sarah og John Connor í Terminator 2: Judgment day.IMDBSarah ættmóðirin og John Connor með upphafsstafi Krists En hvaða trúar- og biblíustef sér Davíð Þór í Terminator-seríunni? „Sarah er náttúrlega ættmóðirin, hún er móðir framtíðarinnar, eins og í gamla testamentinu. Og það er engin tilviljun að hún heiti Sarah en ekki Jennifer eða Ashley,“ segir Davíð Þór. „John Connor hefur náttúrlega upphafsstafina J.C., eins og títt er um kristgervinga,“ segir Davíð og nefnir sem dæmi John Cobb úr Green Mile, John Carter úr samnefndri kvikmynd og Jiminy Cricket, samvisku Gosa. „Í annarri myndinni leikur Arnold Schwarzenegger kristgervingin sem er verndarengillinn og endar á að deyja píslarvættisdauða fyrir mannkynið,“ segir Davíð Þór.John Connor getinn af veru að handan Hann segir Kyle Reese kristgervingin í fyrstu myndinni sem fórnar sér fyrir mannkynið, en í myndinni fellur hann fyrir Söruh Connor. „Þar með er John Connor getinn, ef ekki beinlínis af handan veru, þá allavega getinn af manni sem er ekki úr okkar raunveruleika, gagngert til að bjarga mannkyninu frá tortímingu. Ef þú horfir á fyrstu myndina er það gegnum gangandi spádómsþema úr gamla testamentinu: Sjá mær verður þunguð og sonur hennar mun verða kallaður friðarhöfðingi og undraráðgjafi og bjarga mannkyninu frá glötun,“ segir Davíð.Getur ekki sýnt allar fimm Fimm myndir eru í Terminator-seríunni en aðeins þrjár sýndar í safnaðarheimili Laugarneskirkju í dag. Það þýðir að myndunum Terminator 3: The Rise of the Machines og Terminator: Genisys verður sleppt en Davíð segir það ekki vera einhverskonar yfirlýsing frá sér um gæði myndanna. „Það er fyrst og fremst tímaklemma. Ég hef ekki tíma til að sýna þær allar fimm. Fyrsta er náttúrlega nauðsynleg. Hún leggur grunninn og svo er spurning hvaða tvær myndir átti að velja. Ég vildi síður sýna þá nýjustu, þó hún heiti vissulega Genisys, þannig að ég valdi þessar einfaldlega út frá hugmyndinni um trúarstefin. Ef þú ert að leita að trúarstefi í kvikmynd sem heitir Judgment Day, þá þarftu ekki annað en að lesa plakatið, myndin heitir Judgement Day, og ef þú ætlar að finna trúarstef í kvikmynd sem heitir Salvation, þá er það það sama. Það er ekki einu sinni eins og það sé verið að reyna að fela trúarstefin, þau koma fyrir í heiti myndanna.“Ævisaga Jesú Krists blóði drifin Og þó svo að Terminator-myndirnar séu ofbeldisfullar segir Davíð það vel við hæfi að sýna þær í safnaðarheimili Laugarneskirkju. „Ævisaga Jesú Krists er ansi skuggaleg og hann deyr býsna ofbeldisfullum dauðdaga sjálfur. Það hefur verið reynt að sykurhúða líf hans og boðskap í gegnum tíðina. Ég held að tilhneigingin sé svolítið í hina áttina í þetta skiptið. Til að skilja samfélagsboðskap Jesú Krists verðum við að skilja að hann bjó í samfélagi þar sem ríkti mjög miskunnarlaus, grimmúðleg fasistastjórn sem ofsótti og arðrændi alþýðuna með morðum og ofbeldi. Ef þú ætlar að gera mynd um trúverðugan kristgerving, hvernig getur hann þá verið að berjast gegn öðru en morðum og ofbeldi?“
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira