Sport

Ponzinibbio rotaði Gunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Santiago Ponzinibbio fagnar sigrinum.
Santiago Ponzinibbio fagnar sigrinum. vísir/getty
Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.

Argentínumaðurinn náði að rota Gunnar með nánast sínu fyrstu höggum í bardaganum. Afar svekkjandi því Gunnar var mjög góður og leit vel út fram að því.

Í næstsíðast bardaga kvöldsins var heimakonan og Íslandsvinurinn Jojo Calderwood gegn Cynthia Calvillo.

Bardagi þeirra var mjög jafn og skemmtilegur en Calvillo vann á stigum. Það líkaði engum og síst Calderwood sem var mjög ósátt við þennan dómaraúrskurð.

Viðtal við Gunnar kemur á Vísi síðar í kvöld.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.