Eyjamenn fá 80 stiga hita úr sjónum og kælivatn í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2017 20:30 Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með smíði næststærstu varmadælustöðvar heims. Verkefnið kostar tólfhundruð milljónir króna. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, en þar var rætt við Ívar Atlason, tæknifræðing hjá HS veitum. Það varð heimsfrægt þegar Eyjamenn lögðu hraunhitaveituna úr rjúkandi hrauninu. Nú verður sjórinn hitaveita þeirra Eyjamanna. Hafnarsvæðið í kringum Friðarhöfn er sundurgrafið þessa dagana. Jarðvinnuverktakar, byggingamenn og hönnuðir er að smíða varmadælu fyrir HS veitur upp á ellefu megavött. „Þetta verður næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi. Einungis stöðin í Drammen í Noregi er stærri,” segir Ívar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við ætlum að nota sem varmagjafa sjóinn. Auðlindin okkar er Atlantshafið. Við höfum nær endalaust magn af sjó.” Við sprönguna undir Hánni rís kyndistöð en í hana verður dælt miklu magni af sjó þar sem nokkrar hitagráður verða kreistar úr sjónum með varmaflutningi og dælt inn á hitaveitukerfi bæjarbúa sem 80 stiga heitt vatn. Það ferli mun koma útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins til góða, sem kælivatn fyrir vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjórinn fer úr 7-8 gráðum niður í um það bil tvær gráður og fiskvinnslan þarf þá ekki að eyða orku í að kæla sjóinn. Frá framkvæmdum við Friðarhöfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að verkefnið kosti tólfhundruð milljónir króna og það er talið borga sig. „Með því að nota sjó sem varmagjafa og varmadælur erum við að spara tvo þriðju í raforkukaupum. Við þurfum minna rafmagn til að hita upp vatn. Tveir þriðju af orkuþörfinni koma úr sjónum, sem er ókeypis orka,” segir Ívar. Áformað er að varmadælustöðin verði tilbúin næsta vor. Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sjórinn umhverfis Vestmannayjar verður nýttur til að hita upp hýbýli Eyjamanna með smíði næststærstu varmadælustöðvar heims. Verkefnið kostar tólfhundruð milljónir króna. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, en þar var rætt við Ívar Atlason, tæknifræðing hjá HS veitum. Það varð heimsfrægt þegar Eyjamenn lögðu hraunhitaveituna úr rjúkandi hrauninu. Nú verður sjórinn hitaveita þeirra Eyjamanna. Hafnarsvæðið í kringum Friðarhöfn er sundurgrafið þessa dagana. Jarðvinnuverktakar, byggingamenn og hönnuðir er að smíða varmadælu fyrir HS veitur upp á ellefu megavött. „Þetta verður næst stærsta sjóvarmadælustöð í heimi. Einungis stöðin í Drammen í Noregi er stærri,” segir Ívar.Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS veitum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við ætlum að nota sem varmagjafa sjóinn. Auðlindin okkar er Atlantshafið. Við höfum nær endalaust magn af sjó.” Við sprönguna undir Hánni rís kyndistöð en í hana verður dælt miklu magni af sjó þar sem nokkrar hitagráður verða kreistar úr sjónum með varmaflutningi og dælt inn á hitaveitukerfi bæjarbúa sem 80 stiga heitt vatn. Það ferli mun koma útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum bæjarins til góða, sem kælivatn fyrir vinnslustöðvar og fiskiskip. Sjórinn fer úr 7-8 gráðum niður í um það bil tvær gráður og fiskvinnslan þarf þá ekki að eyða orku í að kæla sjóinn. Frá framkvæmdum við Friðarhöfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að verkefnið kosti tólfhundruð milljónir króna og það er talið borga sig. „Með því að nota sjó sem varmagjafa og varmadælur erum við að spara tvo þriðju í raforkukaupum. Við þurfum minna rafmagn til að hita upp vatn. Tveir þriðju af orkuþörfinni koma úr sjónum, sem er ókeypis orka,” segir Ívar. Áformað er að varmadælustöðin verði tilbúin næsta vor.
Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00
Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. 19. júní 2017 22:15