Erfingjar nóbelsskáldsins gefast upp gagnvart síðustu aðförinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Guðný Halldórsdóttir, Auður Laxness og Halldór Kiljan Laxness. vísir/gva Leikstjórinn Guðný Halldórsdóttir Laxness segir að ofsóknir íslenskra skattayfirvalda gegn föður hennar nái út yfir gröf og dauða. Erfingjar nóbelsskáldsins hafa deilt við skattayfirvöld síðastliðin fjögur ár vegna skipta á dánarbúi hans. Í október 2012 lést Auður Laxness en hún hafði setið í óskiptu búi eftir eiginmann sinn frá því að hann lést í febrúar 1998. Í kjölfar andláts hennar óskuðu erfingjar eftir því að ljúka einkaskiptum á búi hjónanna en sýslumannsembætti hafnaði því þar sem það taldi verðmæti höfundaréttar vanmetinn í erfðafjárskýrslu erfingja. Í skýrslunni var höfundarétturinn metinn á 500 þúsund krónur. Samtímis synjuninni lagði sýslumaður það til að skipaður yrði matsmaður til að meta verðmæti höfundaréttarins. Reiknaði sá út vegið meðaltal teknanna árin 2010-13 og komst að þeirri niðurstöðu að verðmætið væri 28 milljónir króna. Þetta sættu erfingjarnir sig ekki við og kærðu niðurstöðuna til yfirskattanefndar. Í greinargerð þeirra kom fram að höfundarétturinn væri óseljanlegur sæmdarréttur og því myndaði hann ekki skattstofn. Þeir „hafi metið höfundaréttinn á 500.000 kr. í einkaskiptabeiðni og hafi það verið meira gert af kurteisi við íslenska ríkið og íslenska þjóð en nokkru öðru þótt skoðun kærenda sé að verðmæti höfundaréttarins sem skattstofn sé í raun 0 kr. Er í því sambandi vísað til árangurslausra sölutilrauna á útgáfuréttindum vegna verka [Halldórs]“. Skemmst er frá því að segja að yfirskattanefnd féllst ekki á þessi rök. Þá benti nefndin á að hefðu erfingjarnir verið ósáttir við matið hefði þeim verið í lófa lagið að krefjast yfirmats. Kröfum þeirra var hafnað. „Skatturinn virðist halda að við séum með nóbelspeninginn undir koddanum en íslenska ríkið fékk hann að gjöf. Það hefur enginn íslenskur listamaður lent í slíkum ofsóknum af skattsins hálfu sem hann faðir minn. Yfir gröf og yfir dauða,“ segir Guðný Halldórsdóttir. Hún segir að sýslumaðurinn hafi troðið upp á þau matsmanni sem hefði ekkert vit á bókmenntum og listum. „Mér sýnist sýslumaður ekki hafa farið að lögum og ráðið hæfan matsmann, heldur ungan ofurlaunaðan hagfræðing úti í bæ, sem veit ekkert um höfundarétt. Þetta er hrein og klár valdníðsla.“ Guðný segir að nefndin hafi ekki tekið efnislega afstöðu til matsins heldur aðeins bent á að erfingjarnir hefðu getað krafist yfirmats. Hún bætir því við að slíkt hefði kostað alla vega þrenn árslaun rithöfundar og „sennilegast orðið ágiskun líka“. Að sögn Guðnýjar eru engin fordæmi fyrir gjörningi sem þessum. „Ég hef verið í sambandi við niðja annarra rithöfunda og enginn hefur þurft að borga skatt af ímynduðum framtíðartekjum nokkurs listamanns.“ Líkt og áður segir verður skattstofn höfundaréttarins 28 milljónir króna. Frá því dregst kostnaður við matsgerðina, en gerð hennar tók um tvær vikur, en hann var tæpar 1,4 milljónir króna. Úrskurður nefndarinnar verður ekki kærður áfram. „Við gefumst bara upp gagnvart þessari, vonandi, síðustu aðför sýslumanns gegn Halldóri Kiljan Laxness,“ segir Guðný. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Leikstjórinn Guðný Halldórsdóttir Laxness segir að ofsóknir íslenskra skattayfirvalda gegn föður hennar nái út yfir gröf og dauða. Erfingjar nóbelsskáldsins hafa deilt við skattayfirvöld síðastliðin fjögur ár vegna skipta á dánarbúi hans. Í október 2012 lést Auður Laxness en hún hafði setið í óskiptu búi eftir eiginmann sinn frá því að hann lést í febrúar 1998. Í kjölfar andláts hennar óskuðu erfingjar eftir því að ljúka einkaskiptum á búi hjónanna en sýslumannsembætti hafnaði því þar sem það taldi verðmæti höfundaréttar vanmetinn í erfðafjárskýrslu erfingja. Í skýrslunni var höfundarétturinn metinn á 500 þúsund krónur. Samtímis synjuninni lagði sýslumaður það til að skipaður yrði matsmaður til að meta verðmæti höfundaréttarins. Reiknaði sá út vegið meðaltal teknanna árin 2010-13 og komst að þeirri niðurstöðu að verðmætið væri 28 milljónir króna. Þetta sættu erfingjarnir sig ekki við og kærðu niðurstöðuna til yfirskattanefndar. Í greinargerð þeirra kom fram að höfundarétturinn væri óseljanlegur sæmdarréttur og því myndaði hann ekki skattstofn. Þeir „hafi metið höfundaréttinn á 500.000 kr. í einkaskiptabeiðni og hafi það verið meira gert af kurteisi við íslenska ríkið og íslenska þjóð en nokkru öðru þótt skoðun kærenda sé að verðmæti höfundaréttarins sem skattstofn sé í raun 0 kr. Er í því sambandi vísað til árangurslausra sölutilrauna á útgáfuréttindum vegna verka [Halldórs]“. Skemmst er frá því að segja að yfirskattanefnd féllst ekki á þessi rök. Þá benti nefndin á að hefðu erfingjarnir verið ósáttir við matið hefði þeim verið í lófa lagið að krefjast yfirmats. Kröfum þeirra var hafnað. „Skatturinn virðist halda að við séum með nóbelspeninginn undir koddanum en íslenska ríkið fékk hann að gjöf. Það hefur enginn íslenskur listamaður lent í slíkum ofsóknum af skattsins hálfu sem hann faðir minn. Yfir gröf og yfir dauða,“ segir Guðný Halldórsdóttir. Hún segir að sýslumaðurinn hafi troðið upp á þau matsmanni sem hefði ekkert vit á bókmenntum og listum. „Mér sýnist sýslumaður ekki hafa farið að lögum og ráðið hæfan matsmann, heldur ungan ofurlaunaðan hagfræðing úti í bæ, sem veit ekkert um höfundarétt. Þetta er hrein og klár valdníðsla.“ Guðný segir að nefndin hafi ekki tekið efnislega afstöðu til matsins heldur aðeins bent á að erfingjarnir hefðu getað krafist yfirmats. Hún bætir því við að slíkt hefði kostað alla vega þrenn árslaun rithöfundar og „sennilegast orðið ágiskun líka“. Að sögn Guðnýjar eru engin fordæmi fyrir gjörningi sem þessum. „Ég hef verið í sambandi við niðja annarra rithöfunda og enginn hefur þurft að borga skatt af ímynduðum framtíðartekjum nokkurs listamanns.“ Líkt og áður segir verður skattstofn höfundaréttarins 28 milljónir króna. Frá því dregst kostnaður við matsgerðina, en gerð hennar tók um tvær vikur, en hann var tæpar 1,4 milljónir króna. Úrskurður nefndarinnar verður ekki kærður áfram. „Við gefumst bara upp gagnvart þessari, vonandi, síðustu aðför sýslumanns gegn Halldóri Kiljan Laxness,“ segir Guðný.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira