Stefán upplifði drauminn og fann fjölskyldu sína: „Get titlað mig sem klámstjörnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2017 15:30 Stefán kemur sjálfur til dyranna eins og hann er klæddur. „Alveg frá því að ég var smápolli ætlaði ég mér að fara út til Rúmeníu,“ segir Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. Stefán veit að móðir hans var aðeins táningur þegar hún átti hann, en hefur að öðru leyti litla upplýsingar um forsögu sína. Stefán var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Fjallað var um sögu Stefáns í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hann þá út til Rúmeníu og fékk að hitta fjölskyldu sína. „Það var skotið töluvert á útlit mitt þegar ég var lítill og það var alveg einelti á tímabili. Ég hef alltaf staðið rosalega með sjálfum mér og varið sjálfan mig. Ég var snarklikkaður krakki. Ég áttaði mig bara á því fyrir tveimur árum að það mótaði mig greinilega að fá enga móðurást og alvöru umhyggju fyrstu tvö ár lífs míns.“ Stefán hitti ömmu sína úti í Rúmeníu. „Hún kemur bara alveg til dyra eins og hún er klædd og ég hef það greinilega frá henni,“ segir Stefán og bætir því við að hann hafi verið að upplifa stærsta draum lífsins þegar hann fór út til Rúmeníu. Í ljós kom í þættinum í gær að móðir Stefáns hefur átt mjög erfitt líf. „Það sem maður heyrði hvernig hennar ævi hefur verið síðustu tuttugu ár, það var svakalega erfitt. Mér fannst líka í raun frekar óþægilegt að koma þarna út og ég í voðalega dýrum og fínum fötum og bera mig saman við fjölskylduna mína. Mér leið frekar illa með það.“Þegar Stefán hitti ömmu sína á flugvellinum.Stefán starfar í dag við framleiðslu á klámi og segist vera fyrsta íslenska klámstjarnan. „Ég get titlað mig sem klámstjörnu þar sem ég er á topp sex lista í þessum bransa. Fyrst er þetta starf rosalega skrýtið og öðruvísi. Ég flýg mest út til Prag og Amsterdam í verkefni, en stundum einnig til Barcelona.“Hvernig er venjulegur dagur í vinnunni hjá Stefáni? „Ef það eru tökur þá vakna ég hálf sjö á morgnanna. Þá kemur einkabílstjóri og sækir 2-3 sem eru saman í íbúð. Síðan mætum við bara upp í stúdíó og þá fara menn í sturtu, hár og förðun. Það eru vanalega um átta á setti þegar verið er að taka upp venjulega klámmynd. Í desember erum við að fara í framleiðslu á einni stærstu klámmynd sem gerð hefur verið og þá erum við að taka um 30-40 manns,“ segir Stefán en klámmyndanafn hans er Charlie Keller.Hvað þarf góður klámmyndaleikari að hafa? „Þú verður að vera grannur og halda þér í formi. Ég er með svo hraða brennslu að ég þarf voðalega lítið að pæla í þessu.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Stefán. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„Alveg frá því að ég var smápolli ætlaði ég mér að fara út til Rúmeníu,“ segir Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. Stefán veit að móðir hans var aðeins táningur þegar hún átti hann, en hefur að öðru leyti litla upplýsingar um forsögu sína. Stefán var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Fjallað var um sögu Stefáns í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hann þá út til Rúmeníu og fékk að hitta fjölskyldu sína. „Það var skotið töluvert á útlit mitt þegar ég var lítill og það var alveg einelti á tímabili. Ég hef alltaf staðið rosalega með sjálfum mér og varið sjálfan mig. Ég var snarklikkaður krakki. Ég áttaði mig bara á því fyrir tveimur árum að það mótaði mig greinilega að fá enga móðurást og alvöru umhyggju fyrstu tvö ár lífs míns.“ Stefán hitti ömmu sína úti í Rúmeníu. „Hún kemur bara alveg til dyra eins og hún er klædd og ég hef það greinilega frá henni,“ segir Stefán og bætir því við að hann hafi verið að upplifa stærsta draum lífsins þegar hann fór út til Rúmeníu. Í ljós kom í þættinum í gær að móðir Stefáns hefur átt mjög erfitt líf. „Það sem maður heyrði hvernig hennar ævi hefur verið síðustu tuttugu ár, það var svakalega erfitt. Mér fannst líka í raun frekar óþægilegt að koma þarna út og ég í voðalega dýrum og fínum fötum og bera mig saman við fjölskylduna mína. Mér leið frekar illa með það.“Þegar Stefán hitti ömmu sína á flugvellinum.Stefán starfar í dag við framleiðslu á klámi og segist vera fyrsta íslenska klámstjarnan. „Ég get titlað mig sem klámstjörnu þar sem ég er á topp sex lista í þessum bransa. Fyrst er þetta starf rosalega skrýtið og öðruvísi. Ég flýg mest út til Prag og Amsterdam í verkefni, en stundum einnig til Barcelona.“Hvernig er venjulegur dagur í vinnunni hjá Stefáni? „Ef það eru tökur þá vakna ég hálf sjö á morgnanna. Þá kemur einkabílstjóri og sækir 2-3 sem eru saman í íbúð. Síðan mætum við bara upp í stúdíó og þá fara menn í sturtu, hár og förðun. Það eru vanalega um átta á setti þegar verið er að taka upp venjulega klámmynd. Í desember erum við að fara í framleiðslu á einni stærstu klámmynd sem gerð hefur verið og þá erum við að taka um 30-40 manns,“ segir Stefán en klámmyndanafn hans er Charlie Keller.Hvað þarf góður klámmyndaleikari að hafa? „Þú verður að vera grannur og halda þér í formi. Ég er með svo hraða brennslu að ég þarf voðalega lítið að pæla í þessu.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Stefán.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira