Gott að fá ást og heimsóknir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2017 11:00 Magnea Soffía Hallmundsdóttir varð 95 ára í sumar. Hún er heilsuhraust en er farin að sjá illa. MYNDIR/ERNIR Listakonan Magnea Soffía Hallmundsdóttir situr með fallegar fléttur í græna sófasettinu sínu á hjúkrunarheimlinu Mörk. Andrúmsloftið er heimilislegt og frá því stafar kærleiksríku þeli enda geymir herbergi Magneu sérvalda list- og húsmuni sem henni voru kærir úr búi sínu, lífi og starfi. „Það er víst lífsins gangur að minnka við sig, en það er ekkert gaman, og reyndar fremur erfitt að pakka heimilinu sínu saman og velja fáeina hluti úr búinu. Ég tók bara með mér það sem mér þótti vænst um og leyfði barnabörnunum að velja það sem þau vildu úr búinu,“ segir Magnea sem flutti í Mörk fyrir þremur árum, þá 92 ára. Æskuheimili Magneu var á Brú í Flóa, efsta bæ í Stokkseyrarhreppi. Hún flutti til Reykjavíkur á tólfta árinu og rak síðar heimili sín á Ránargötu 7 og í Hæðargarði 34. „Ég er heppin að hafa fengið heimilisrými hér á Mörk því herbergin eru svo rúmgóð og mikill kostur að hafa sérbaðherbergi,“ segir Magnea í 25 fermetra herbergi sem hún hefur gert að notalegu heimili með eigin húsmunum og útsýni af fjórðu hæð Markar er fagurt í litadýrð haustsins. „Hér líður mér eins og heima og finnst gott að geta tekið vel á móti fólkinu mínu. Á móti kann fjölskyldan vel við sig í gamla sófasettinu og innan um kunnugleg borð, myndir, listmuni og lampa af gamla heimilinu,“ segir Magnea sem fær oft og iðulega heimsóknir til sín í Mörkina. „Hingað koma frænkur mínar, sem mér þykir óskaplega vænt um, og börn mín, tengdadóttir og barnabörn. Það er mikils virði að finna fyrir ást þeirra og umhyggju og njóta félagsskaparins við þau hér á litla heimilinu mínu.“ Alls búa tíu íbúar á hverju heimili í Mörk og heimilisfólkið deilir eldhúsi, stofu og stórum svölum. „Við borðum saman ljómandi góðan mat og sitjum saman í stofunni og við sjónvarpið, en þó er dáið svolítið af fólki síðan ég flutti hingað og auðvitað dapurlegt að missa nágranna sína,“ segir Magnea sem varð 95 ára í sumar. „Ég skil ekkert í hvað ég lifi lengi en ég er víst svona lífseig,“ segir Magnea, sem var fimmta barnið í röð átta systkina sem öll hafa kvatt jarðvistina. „Það er ekkert sérstaklega gaman að vera 95 ára, ég var fær í ýmsu og ef mér datt í hug að gera eitthvað, þá gerði ég það. Ég nýtti líf mitt vel og er búin að gera einhver lifandis ósköp um ævina,“ segir Magnea sem er lærður myndhöggvari. Listfengi hennar má sjá hvert sem litið er, hún er jafnvíg á allt handverk og hannyrðir, og starfaði við listsköpun lungann úr starfsævinni, meðal annars við töskuteiknun fyrir Leðurgerð Reykjavíkur og hönnun leirmuna hjá Gliti. „Nú er ég hálfblind og þykir leitt að geta ekkert gert í höndunum lengur. Ég læt mér þó aldrei leiðast og hef nóg um að hugsa og minnast gamalla daga. Stundum horfi ég á skýjafarið og bílana fyrir utan gluggann, þótt ég sjái það orðið allt í móðu, og mér finnst indælt að hlusta á tónlist og hljóðbækur. Ég nýt lífsins en geri ráð fyrir að verða smeyk þegar endalokin nálgast því þegar upp er staðið vilja flestir halda sem lengst í lífið,“ segir Magnea og brosir blítt í stofunni sinni heima á Mörk.Magnea er listakona af guðs náð. Hún skar út askinn og lampafótinn eftir eigin teikningu af konu í baðstofu, skapaði hafmeyjuna úr leir og listaverk úr kopar.Faðir Magneu smíðaði þennan fallega skáp á æskuheimili hennar að Brú í Flóa. Hún gerði hann upp og málaði.Það er heimilislegt hjá Magneu í Mörk og margt sem minnir á gamla heimilið hennar, enda fylgdu henni sófasettið, borð sem hún mósaíklagði, lampar og listaverk sem henni eru kær.Magnea handgerði hverja einustu flís í þessu gullfallega mósaíkverki sínu.Þetta listaverk Magneu heitir Sunnanþeyr og er unnið úr koparpípum.Þennan forláta, litríka og loðna stól keypti Magnea sem símastól handa manni sínum og heklaði púðann í sessunni.Þessi mynd af vinkonum er í dálæti hjá Magneu sem sá hana í blaði og ákvað að endurgera hana úr filti, garni, blúndum og efnum. Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Listakonan Magnea Soffía Hallmundsdóttir situr með fallegar fléttur í græna sófasettinu sínu á hjúkrunarheimlinu Mörk. Andrúmsloftið er heimilislegt og frá því stafar kærleiksríku þeli enda geymir herbergi Magneu sérvalda list- og húsmuni sem henni voru kærir úr búi sínu, lífi og starfi. „Það er víst lífsins gangur að minnka við sig, en það er ekkert gaman, og reyndar fremur erfitt að pakka heimilinu sínu saman og velja fáeina hluti úr búinu. Ég tók bara með mér það sem mér þótti vænst um og leyfði barnabörnunum að velja það sem þau vildu úr búinu,“ segir Magnea sem flutti í Mörk fyrir þremur árum, þá 92 ára. Æskuheimili Magneu var á Brú í Flóa, efsta bæ í Stokkseyrarhreppi. Hún flutti til Reykjavíkur á tólfta árinu og rak síðar heimili sín á Ránargötu 7 og í Hæðargarði 34. „Ég er heppin að hafa fengið heimilisrými hér á Mörk því herbergin eru svo rúmgóð og mikill kostur að hafa sérbaðherbergi,“ segir Magnea í 25 fermetra herbergi sem hún hefur gert að notalegu heimili með eigin húsmunum og útsýni af fjórðu hæð Markar er fagurt í litadýrð haustsins. „Hér líður mér eins og heima og finnst gott að geta tekið vel á móti fólkinu mínu. Á móti kann fjölskyldan vel við sig í gamla sófasettinu og innan um kunnugleg borð, myndir, listmuni og lampa af gamla heimilinu,“ segir Magnea sem fær oft og iðulega heimsóknir til sín í Mörkina. „Hingað koma frænkur mínar, sem mér þykir óskaplega vænt um, og börn mín, tengdadóttir og barnabörn. Það er mikils virði að finna fyrir ást þeirra og umhyggju og njóta félagsskaparins við þau hér á litla heimilinu mínu.“ Alls búa tíu íbúar á hverju heimili í Mörk og heimilisfólkið deilir eldhúsi, stofu og stórum svölum. „Við borðum saman ljómandi góðan mat og sitjum saman í stofunni og við sjónvarpið, en þó er dáið svolítið af fólki síðan ég flutti hingað og auðvitað dapurlegt að missa nágranna sína,“ segir Magnea sem varð 95 ára í sumar. „Ég skil ekkert í hvað ég lifi lengi en ég er víst svona lífseig,“ segir Magnea, sem var fimmta barnið í röð átta systkina sem öll hafa kvatt jarðvistina. „Það er ekkert sérstaklega gaman að vera 95 ára, ég var fær í ýmsu og ef mér datt í hug að gera eitthvað, þá gerði ég það. Ég nýtti líf mitt vel og er búin að gera einhver lifandis ósköp um ævina,“ segir Magnea sem er lærður myndhöggvari. Listfengi hennar má sjá hvert sem litið er, hún er jafnvíg á allt handverk og hannyrðir, og starfaði við listsköpun lungann úr starfsævinni, meðal annars við töskuteiknun fyrir Leðurgerð Reykjavíkur og hönnun leirmuna hjá Gliti. „Nú er ég hálfblind og þykir leitt að geta ekkert gert í höndunum lengur. Ég læt mér þó aldrei leiðast og hef nóg um að hugsa og minnast gamalla daga. Stundum horfi ég á skýjafarið og bílana fyrir utan gluggann, þótt ég sjái það orðið allt í móðu, og mér finnst indælt að hlusta á tónlist og hljóðbækur. Ég nýt lífsins en geri ráð fyrir að verða smeyk þegar endalokin nálgast því þegar upp er staðið vilja flestir halda sem lengst í lífið,“ segir Magnea og brosir blítt í stofunni sinni heima á Mörk.Magnea er listakona af guðs náð. Hún skar út askinn og lampafótinn eftir eigin teikningu af konu í baðstofu, skapaði hafmeyjuna úr leir og listaverk úr kopar.Faðir Magneu smíðaði þennan fallega skáp á æskuheimili hennar að Brú í Flóa. Hún gerði hann upp og málaði.Það er heimilislegt hjá Magneu í Mörk og margt sem minnir á gamla heimilið hennar, enda fylgdu henni sófasettið, borð sem hún mósaíklagði, lampar og listaverk sem henni eru kær.Magnea handgerði hverja einustu flís í þessu gullfallega mósaíkverki sínu.Þetta listaverk Magneu heitir Sunnanþeyr og er unnið úr koparpípum.Þennan forláta, litríka og loðna stól keypti Magnea sem símastól handa manni sínum og heklaði púðann í sessunni.Þessi mynd af vinkonum er í dálæti hjá Magneu sem sá hana í blaði og ákvað að endurgera hana úr filti, garni, blúndum og efnum.
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira