Fær stundum óþægileg viðbrögð vegna fósturláts: „Það eru allir að meina vel en það er stundum betra að vera til staðar en að segja eitthvað“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. október 2017 20:00 Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. María Peta Hlöðversdóttir átti von á sínu öðru barni fyrir fjórum árum. Gríðarleg eftirvænting var á heimilinu en þegar María var komin 19 vikur á leið hætti hún skyndilega að finna fyrir hreyfingum og áttaði sig fljótt á því að ekki væri allt með felldu. „Og fékk tíma hjá ljósmóðurinni minni í aukaskoðun og hún heyrði ekki hjartsláttinn og sendi mig beint niður á fósturgreiningadeild og þar kom í ljós að þetta var bara búið,“ segir María en tveimur dögum síðar, eða þann 24 mars árið 2013, fæddist Friðgeir Freyr.„Tilfinningin að fá ekki að taka barnið með heim: afhverju ég? Þetta er eitthvað sem maður á að geta verndað. Það eru börnin manns. En þarna getur maður það ekki,“ segir María Peta en við tók erfitt tímabil. María Peta, sem fékk tveggja mánaða fæðingarorlof, nýtti sér alla þá sálfræðiþjónustu sem í boði er hjá Landspítalanum en það eru nokkrir tímar hjá sálfræðingi. „Það þarf að koma eitthvað þarna eftir á. Það þarf að vera einhver eftirfylgni. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það þarf einhverju að breyta,“ segir María Peta. Missir á meðgöngu snertir hundruði manna á Íslandi árlega að sögn Hildu Friðfinnsdóttur, yfirljósmóður. Hún segir að alltaf sé verið að reyna að gera betur í þjónustu við konurnar og aðstandendur. „Við erum að taka á móti konum sem missa á tímabilinu 12 til 22 vikum. Það eru um það bil fimmtíu konur á ári. Síðan eru það konurnar sem missa eftir 22 vikur og þær eru svona um 10 á ári. Við erum að tala um allavega eina á viku og stundum tvær,“ segir Hilda. Á morgun er alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu. Gleym mér ei, styrktarfélag, stendur fyrir minningarstund í Neskirkju en María Peta hvetur alla sem gætu átt erindi að mæta. Þá segir hún mikilvægt að opna á umræðu um þessi mál. „Ég held að fólk sé hrætt við að ræða þetta. Maður er mikið að fá: þið bara komið með annað eða þetta átti bara að fara svona. En kannski átti þetta ekki að fara svona. Ég meina sonur minn, það var hnútur á nafnastrengnum á honum, og kannski átti þetta ekkert að fara svona. Það er erfitt að heyra svona. Það eru allir að meina vel en það er kannski frekar að vera heldur en að segja eitthvað,“ segir María Peta.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira