Innlent

Stöðva dreifingu mjólkur frá Viðvík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Matvælafyrirtækjum er skylt er að veita eftirlitsmönnum óhindraðan aðgang til eftirlits.
Matvælafyrirtækjum er skylt er að veita eftirlitsmönnum óhindraðan aðgang til eftirlits. Vísir/Stefán
Dreifing mjólkur hefur verið stöðvuð til bráðabirgða frá bænum Viðvík í Skagafirði. Ástæða dreifingarbanns er að eftirlitsmanni Matvælastofnunar var meinaður aðgangur að eftirlitsstað.

Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að ef ekki sé unnt að að framkvæma eftirlit geti stofnunin ekki sannreynt að framleiðslan uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti í matvælaframleiðslu.

Samkvæmt matvælalögum er matvælafyrirtækjum skylt að veita óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað.

Dreifing mjólkur frá bænum verður stöðvuð þar til eftirlit getur farið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×