Heilbrigðiskerfið ekki einkavætt frekar Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 13:09 Svandís (t.v.) og Lilja (t.h.) voru gestir í Víglínuninni á Stöð 2 í dag. Vísir Svandís Svavarsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, ætlar að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að gera ítarlega úttekt á stöðu einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Ekki verði gengið lengra í einkavæðingarátt á hennar vakt. Þetta sagði Svandís í þættinum Víglínunni með Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 í hádeginu. Vinstri græn hefðu haft áhyggjur af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Taldi hún mikilvægast að kjarni velferðarþjónustunnar væri á forsendum heildarinnar en ekki einstaklinga og að almannakerfið yrði eflt. Skilgreina þyrfti hlutverk mismunandi þátta heilbrigðisþjónustunnar til að opinbert fé verði nýtt með sem bestum hætti og almenningur njóti jafnræðis, óháð efnahag og búsetu. Lofaði Svandís því að það muni endurspeglast í tillögum ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpi sem verði lagt fram á næstu dögum. Stærstu tölurnar þar verði til uppbyggingar innviða í velferðar- og menntamálum.Áskoranir vegna kennaraskorts og brottfalls nemenda Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks framsýnan varðandi heilbrigðis- og menntamál. Þannig væri sagt beinum orðum að ætlunin væri að ná markmiðum OECD um fjárframlög á hvern nemanda á háskólastiginu. Ljóst væri að milljarða króna þyrfti á næstu árum til að ná því markmiði. Sagði Lilja íslenskt menntakerfi gott hvað varðaði aðgengi en að það stæði einnig frammi fyrir miklum áskorunum. Þar nefndi hún sérstaklega yfirvofandi kennaraskort og brottfall nemenda, sérstaklega drengja á framhaldsskólastiginu. Lýsti hún áhyggjum af því að þeir sem færu í kennaranám á Íslandi skiluðu sér ekki eða aðeins í skamman tíma í kennslu. Í því samhengi nefndi Heimir Már yfirvofandi kjaraviðræður, meðal annars við kennara. Lilja sagði að kröfum kennara yrði mætt með skilningi. Sagði hún bæði laun og starfsumhverfi spila inn í að kennurum væri að fækka.Ætla að leiðrétta mistök með erlenda nema og verknámx Heimir Már spurði ráðherrana sérstaklega út í mál ungrar erlendrar konu sem hefur verið við kokkanám hér á landi í tvö ár og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Til stendur að vísa henni úr landi vegna þess að ekki var kveðið á um verk- og iðnnám við veitingu dvalarleyfa þegar útlendingalögum var breytt. Bæði Lilja og Svandís töluðu um að þar hefðu átt sér mistök við lagasetningu sem stæði til að leiðrétta. Lilja sagði að það ætti að takast í tæka tíð. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, ætlar að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að gera ítarlega úttekt á stöðu einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Ekki verði gengið lengra í einkavæðingarátt á hennar vakt. Þetta sagði Svandís í þættinum Víglínunni með Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 í hádeginu. Vinstri græn hefðu haft áhyggjur af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Taldi hún mikilvægast að kjarni velferðarþjónustunnar væri á forsendum heildarinnar en ekki einstaklinga og að almannakerfið yrði eflt. Skilgreina þyrfti hlutverk mismunandi þátta heilbrigðisþjónustunnar til að opinbert fé verði nýtt með sem bestum hætti og almenningur njóti jafnræðis, óháð efnahag og búsetu. Lofaði Svandís því að það muni endurspeglast í tillögum ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpi sem verði lagt fram á næstu dögum. Stærstu tölurnar þar verði til uppbyggingar innviða í velferðar- og menntamálum.Áskoranir vegna kennaraskorts og brottfalls nemenda Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks framsýnan varðandi heilbrigðis- og menntamál. Þannig væri sagt beinum orðum að ætlunin væri að ná markmiðum OECD um fjárframlög á hvern nemanda á háskólastiginu. Ljóst væri að milljarða króna þyrfti á næstu árum til að ná því markmiði. Sagði Lilja íslenskt menntakerfi gott hvað varðaði aðgengi en að það stæði einnig frammi fyrir miklum áskorunum. Þar nefndi hún sérstaklega yfirvofandi kennaraskort og brottfall nemenda, sérstaklega drengja á framhaldsskólastiginu. Lýsti hún áhyggjum af því að þeir sem færu í kennaranám á Íslandi skiluðu sér ekki eða aðeins í skamman tíma í kennslu. Í því samhengi nefndi Heimir Már yfirvofandi kjaraviðræður, meðal annars við kennara. Lilja sagði að kröfum kennara yrði mætt með skilningi. Sagði hún bæði laun og starfsumhverfi spila inn í að kennurum væri að fækka.Ætla að leiðrétta mistök með erlenda nema og verknámx Heimir Már spurði ráðherrana sérstaklega út í mál ungrar erlendrar konu sem hefur verið við kokkanám hér á landi í tvö ár og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Til stendur að vísa henni úr landi vegna þess að ekki var kveðið á um verk- og iðnnám við veitingu dvalarleyfa þegar útlendingalögum var breytt. Bæði Lilja og Svandís töluðu um að þar hefðu átt sér mistök við lagasetningu sem stæði til að leiðrétta. Lilja sagði að það ætti að takast í tæka tíð.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent