Heilbrigðiskerfið ekki einkavætt frekar Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 13:09 Svandís (t.v.) og Lilja (t.h.) voru gestir í Víglínuninni á Stöð 2 í dag. Vísir Svandís Svavarsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, ætlar að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að gera ítarlega úttekt á stöðu einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Ekki verði gengið lengra í einkavæðingarátt á hennar vakt. Þetta sagði Svandís í þættinum Víglínunni með Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 í hádeginu. Vinstri græn hefðu haft áhyggjur af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Taldi hún mikilvægast að kjarni velferðarþjónustunnar væri á forsendum heildarinnar en ekki einstaklinga og að almannakerfið yrði eflt. Skilgreina þyrfti hlutverk mismunandi þátta heilbrigðisþjónustunnar til að opinbert fé verði nýtt með sem bestum hætti og almenningur njóti jafnræðis, óháð efnahag og búsetu. Lofaði Svandís því að það muni endurspeglast í tillögum ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpi sem verði lagt fram á næstu dögum. Stærstu tölurnar þar verði til uppbyggingar innviða í velferðar- og menntamálum.Áskoranir vegna kennaraskorts og brottfalls nemenda Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks framsýnan varðandi heilbrigðis- og menntamál. Þannig væri sagt beinum orðum að ætlunin væri að ná markmiðum OECD um fjárframlög á hvern nemanda á háskólastiginu. Ljóst væri að milljarða króna þyrfti á næstu árum til að ná því markmiði. Sagði Lilja íslenskt menntakerfi gott hvað varðaði aðgengi en að það stæði einnig frammi fyrir miklum áskorunum. Þar nefndi hún sérstaklega yfirvofandi kennaraskort og brottfall nemenda, sérstaklega drengja á framhaldsskólastiginu. Lýsti hún áhyggjum af því að þeir sem færu í kennaranám á Íslandi skiluðu sér ekki eða aðeins í skamman tíma í kennslu. Í því samhengi nefndi Heimir Már yfirvofandi kjaraviðræður, meðal annars við kennara. Lilja sagði að kröfum kennara yrði mætt með skilningi. Sagði hún bæði laun og starfsumhverfi spila inn í að kennurum væri að fækka.Ætla að leiðrétta mistök með erlenda nema og verknámx Heimir Már spurði ráðherrana sérstaklega út í mál ungrar erlendrar konu sem hefur verið við kokkanám hér á landi í tvö ár og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Til stendur að vísa henni úr landi vegna þess að ekki var kveðið á um verk- og iðnnám við veitingu dvalarleyfa þegar útlendingalögum var breytt. Bæði Lilja og Svandís töluðu um að þar hefðu átt sér mistök við lagasetningu sem stæði til að leiðrétta. Lilja sagði að það ætti að takast í tæka tíð. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, nýr heilbrigðisráðherra, ætlar að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að gera ítarlega úttekt á stöðu einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Ekki verði gengið lengra í einkavæðingarátt á hennar vakt. Þetta sagði Svandís í þættinum Víglínunni með Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 í hádeginu. Vinstri græn hefðu haft áhyggjur af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Taldi hún mikilvægast að kjarni velferðarþjónustunnar væri á forsendum heildarinnar en ekki einstaklinga og að almannakerfið yrði eflt. Skilgreina þyrfti hlutverk mismunandi þátta heilbrigðisþjónustunnar til að opinbert fé verði nýtt með sem bestum hætti og almenningur njóti jafnræðis, óháð efnahag og búsetu. Lofaði Svandís því að það muni endurspeglast í tillögum ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpi sem verði lagt fram á næstu dögum. Stærstu tölurnar þar verði til uppbyggingar innviða í velferðar- og menntamálum.Áskoranir vegna kennaraskorts og brottfalls nemenda Lilja Alfreðsdóttir, nýr menntamálaráðherra, var einnig gestur þáttarins. Hún sagði stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks framsýnan varðandi heilbrigðis- og menntamál. Þannig væri sagt beinum orðum að ætlunin væri að ná markmiðum OECD um fjárframlög á hvern nemanda á háskólastiginu. Ljóst væri að milljarða króna þyrfti á næstu árum til að ná því markmiði. Sagði Lilja íslenskt menntakerfi gott hvað varðaði aðgengi en að það stæði einnig frammi fyrir miklum áskorunum. Þar nefndi hún sérstaklega yfirvofandi kennaraskort og brottfall nemenda, sérstaklega drengja á framhaldsskólastiginu. Lýsti hún áhyggjum af því að þeir sem færu í kennaranám á Íslandi skiluðu sér ekki eða aðeins í skamman tíma í kennslu. Í því samhengi nefndi Heimir Már yfirvofandi kjaraviðræður, meðal annars við kennara. Lilja sagði að kröfum kennara yrði mætt með skilningi. Sagði hún bæði laun og starfsumhverfi spila inn í að kennurum væri að fækka.Ætla að leiðrétta mistök með erlenda nema og verknámx Heimir Már spurði ráðherrana sérstaklega út í mál ungrar erlendrar konu sem hefur verið við kokkanám hér á landi í tvö ár og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Til stendur að vísa henni úr landi vegna þess að ekki var kveðið á um verk- og iðnnám við veitingu dvalarleyfa þegar útlendingalögum var breytt. Bæði Lilja og Svandís töluðu um að þar hefðu átt sér mistök við lagasetningu sem stæði til að leiðrétta. Lilja sagði að það ætti að takast í tæka tíð.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira