Neita að gefa eftir varnarliðssvæðið til að styrkja Keflavíkursókn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Brottför bandaríska hersins af Miðnesheiði haustið 2006 opnaði nýjar lendur fyrir Íslendinga. vísir/vilhelm „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keflavíkursókn reynir að ná undir sig hluta af Ytri-Njarðvíkursókn,“ segir sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar í bréfi til Fréttablaðsins vegna fréttar í blaðinu fyrir sex dögum um tillögu biskups á kirkjuþingi um að Hlíðahverfi á gamla varnarsvæðinu heyri undir Keflavíkursókn. Sóknarnefndin segir að tillaga Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hafi verið dregin til baka vegna bréfs sem samið hafi verið af lögfræðingi Ytri-Njarðvíkursóknar og sent fulltrúum á kirkjuþinginu. Þar segir að sóknin hafi aldrei fengið að koma að málsmeðferðinni þrátt fyrir að því væri haldið fram í tillögunni, meðal annars vegna þess að bréf hafi verið send á ranga staði.Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkLögmaðurinn segir málið ekki vera fullrannsakað. „Ekki hefur farið fram athugun á sögulegri þróun sóknarmarka en Keflavíkursókn hefur áður reynt að ná hluta Ytri-Njarðvíkursóknar. Sögulega tilheyrir landið Njarðvíkurprestakalli,“ segir í bréfi lögmannsins. Sem fyrr segir á málið sér forsögu. Um miðjan desember 2009 sendi þáverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar bréf vegna þess. Sóknarnefndin svaraði bréfinu 1. febrúar 2010 og mótmælti þar rökum biskups lið fyrir lið. „Í lokaorðum margnefnds bréfs þar sem meðal annars segir: „skal fúslega játað að fjárhagsstaða Keflavíkurkirkju er afar þung,“ má ef til vill helst finna aðalhvötina fyrir smíði bréfsins. Það vantar frekari fjármuni og þá er heilladrýgst að fara í markaðsátak og ráðast á aðrar sóknir,“ skrifaði sóknarnefndin biskupi á þeim tíma. Áfram segir í bréfinu að Keflavíkursókn segi forsendu fyrir breytingu á sóknarskipaninni vera bága fjárhagsstöðu sóknarinnar. „Rök þessi eru nánasta móðgandi gagnvart Ytri-Njarðvíkursókn sem og þeim íbúum sem búa að Ásbrú. Það að ætla þeim að greiða gamlar skuldir Keflavíkursóknar er algjörlega óásættanlegt. Vissulega er vandi Keflavíkursóknar mikill en það á ekki að leysa hann með því að ráðast á aðrar sóknir og breyta sóknarskipan. Sjóðir kirkjunnar verða að leysa vandamál Keflavíkursóknar,“ sagði í bréfi sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkurkirkju til biskups í febrúar 2010. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keflavíkursókn reynir að ná undir sig hluta af Ytri-Njarðvíkursókn,“ segir sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar í bréfi til Fréttablaðsins vegna fréttar í blaðinu fyrir sex dögum um tillögu biskups á kirkjuþingi um að Hlíðahverfi á gamla varnarsvæðinu heyri undir Keflavíkursókn. Sóknarnefndin segir að tillaga Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hafi verið dregin til baka vegna bréfs sem samið hafi verið af lögfræðingi Ytri-Njarðvíkursóknar og sent fulltrúum á kirkjuþinginu. Þar segir að sóknin hafi aldrei fengið að koma að málsmeðferðinni þrátt fyrir að því væri haldið fram í tillögunni, meðal annars vegna þess að bréf hafi verið send á ranga staði.Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkLögmaðurinn segir málið ekki vera fullrannsakað. „Ekki hefur farið fram athugun á sögulegri þróun sóknarmarka en Keflavíkursókn hefur áður reynt að ná hluta Ytri-Njarðvíkursóknar. Sögulega tilheyrir landið Njarðvíkurprestakalli,“ segir í bréfi lögmannsins. Sem fyrr segir á málið sér forsögu. Um miðjan desember 2009 sendi þáverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar bréf vegna þess. Sóknarnefndin svaraði bréfinu 1. febrúar 2010 og mótmælti þar rökum biskups lið fyrir lið. „Í lokaorðum margnefnds bréfs þar sem meðal annars segir: „skal fúslega játað að fjárhagsstaða Keflavíkurkirkju er afar þung,“ má ef til vill helst finna aðalhvötina fyrir smíði bréfsins. Það vantar frekari fjármuni og þá er heilladrýgst að fara í markaðsátak og ráðast á aðrar sóknir,“ skrifaði sóknarnefndin biskupi á þeim tíma. Áfram segir í bréfinu að Keflavíkursókn segi forsendu fyrir breytingu á sóknarskipaninni vera bága fjárhagsstöðu sóknarinnar. „Rök þessi eru nánasta móðgandi gagnvart Ytri-Njarðvíkursókn sem og þeim íbúum sem búa að Ásbrú. Það að ætla þeim að greiða gamlar skuldir Keflavíkursóknar er algjörlega óásættanlegt. Vissulega er vandi Keflavíkursóknar mikill en það á ekki að leysa hann með því að ráðast á aðrar sóknir og breyta sóknarskipan. Sjóðir kirkjunnar verða að leysa vandamál Keflavíkursóknar,“ sagði í bréfi sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkurkirkju til biskups í febrúar 2010.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17
Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00
Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00