Neita að gefa eftir varnarliðssvæðið til að styrkja Keflavíkursókn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Brottför bandaríska hersins af Miðnesheiði haustið 2006 opnaði nýjar lendur fyrir Íslendinga. vísir/vilhelm „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keflavíkursókn reynir að ná undir sig hluta af Ytri-Njarðvíkursókn,“ segir sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar í bréfi til Fréttablaðsins vegna fréttar í blaðinu fyrir sex dögum um tillögu biskups á kirkjuþingi um að Hlíðahverfi á gamla varnarsvæðinu heyri undir Keflavíkursókn. Sóknarnefndin segir að tillaga Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hafi verið dregin til baka vegna bréfs sem samið hafi verið af lögfræðingi Ytri-Njarðvíkursóknar og sent fulltrúum á kirkjuþinginu. Þar segir að sóknin hafi aldrei fengið að koma að málsmeðferðinni þrátt fyrir að því væri haldið fram í tillögunni, meðal annars vegna þess að bréf hafi verið send á ranga staði.Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkLögmaðurinn segir málið ekki vera fullrannsakað. „Ekki hefur farið fram athugun á sögulegri þróun sóknarmarka en Keflavíkursókn hefur áður reynt að ná hluta Ytri-Njarðvíkursóknar. Sögulega tilheyrir landið Njarðvíkurprestakalli,“ segir í bréfi lögmannsins. Sem fyrr segir á málið sér forsögu. Um miðjan desember 2009 sendi þáverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar bréf vegna þess. Sóknarnefndin svaraði bréfinu 1. febrúar 2010 og mótmælti þar rökum biskups lið fyrir lið. „Í lokaorðum margnefnds bréfs þar sem meðal annars segir: „skal fúslega játað að fjárhagsstaða Keflavíkurkirkju er afar þung,“ má ef til vill helst finna aðalhvötina fyrir smíði bréfsins. Það vantar frekari fjármuni og þá er heilladrýgst að fara í markaðsátak og ráðast á aðrar sóknir,“ skrifaði sóknarnefndin biskupi á þeim tíma. Áfram segir í bréfinu að Keflavíkursókn segi forsendu fyrir breytingu á sóknarskipaninni vera bága fjárhagsstöðu sóknarinnar. „Rök þessi eru nánasta móðgandi gagnvart Ytri-Njarðvíkursókn sem og þeim íbúum sem búa að Ásbrú. Það að ætla þeim að greiða gamlar skuldir Keflavíkursóknar er algjörlega óásættanlegt. Vissulega er vandi Keflavíkursóknar mikill en það á ekki að leysa hann með því að ráðast á aðrar sóknir og breyta sóknarskipan. Sjóðir kirkjunnar verða að leysa vandamál Keflavíkursóknar,“ sagði í bréfi sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkurkirkju til biskups í febrúar 2010. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keflavíkursókn reynir að ná undir sig hluta af Ytri-Njarðvíkursókn,“ segir sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar í bréfi til Fréttablaðsins vegna fréttar í blaðinu fyrir sex dögum um tillögu biskups á kirkjuþingi um að Hlíðahverfi á gamla varnarsvæðinu heyri undir Keflavíkursókn. Sóknarnefndin segir að tillaga Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hafi verið dregin til baka vegna bréfs sem samið hafi verið af lögfræðingi Ytri-Njarðvíkursóknar og sent fulltrúum á kirkjuþinginu. Þar segir að sóknin hafi aldrei fengið að koma að málsmeðferðinni þrátt fyrir að því væri haldið fram í tillögunni, meðal annars vegna þess að bréf hafi verið send á ranga staði.Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.vísir/anton brinkLögmaðurinn segir málið ekki vera fullrannsakað. „Ekki hefur farið fram athugun á sögulegri þróun sóknarmarka en Keflavíkursókn hefur áður reynt að ná hluta Ytri-Njarðvíkursóknar. Sögulega tilheyrir landið Njarðvíkurprestakalli,“ segir í bréfi lögmannsins. Sem fyrr segir á málið sér forsögu. Um miðjan desember 2009 sendi þáverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar bréf vegna þess. Sóknarnefndin svaraði bréfinu 1. febrúar 2010 og mótmælti þar rökum biskups lið fyrir lið. „Í lokaorðum margnefnds bréfs þar sem meðal annars segir: „skal fúslega játað að fjárhagsstaða Keflavíkurkirkju er afar þung,“ má ef til vill helst finna aðalhvötina fyrir smíði bréfsins. Það vantar frekari fjármuni og þá er heilladrýgst að fara í markaðsátak og ráðast á aðrar sóknir,“ skrifaði sóknarnefndin biskupi á þeim tíma. Áfram segir í bréfinu að Keflavíkursókn segi forsendu fyrir breytingu á sóknarskipaninni vera bága fjárhagsstöðu sóknarinnar. „Rök þessi eru nánasta móðgandi gagnvart Ytri-Njarðvíkursókn sem og þeim íbúum sem búa að Ásbrú. Það að ætla þeim að greiða gamlar skuldir Keflavíkursóknar er algjörlega óásættanlegt. Vissulega er vandi Keflavíkursóknar mikill en það á ekki að leysa hann með því að ráðast á aðrar sóknir og breyta sóknarskipan. Sjóðir kirkjunnar verða að leysa vandamál Keflavíkursóknar,“ sagði í bréfi sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkurkirkju til biskups í febrúar 2010.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Í aðsendri grein í Morgunblaðinu gagnrýnir Þorvaldur Víðisson biskupsritari framkomu séra Geirs Waage í Reykholti á Kirkjuþingi harðlega. 18. nóvember 2017 10:17
Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00
Innlima ellefu hundruð manna Hlíðahverfi í Keflavíkursókn Lögð er áhersla á að þessi innlimun Hlíðahverfis í Keflavíkursókn taki gildi 30. nóvember. 15. nóvember 2017 06:00