Manuela hneyksluð á ummælum Ágústu Evu: „Það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2017 22:16 Manuela Ósk Harðardóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Vísir Manuela Ósk Harðardóttir, athafnakona og nemi, er heldur betur ósátt vegna ummæla í hennar garð frá leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur, en Ágústa Eva hefur beðist afsökunar á þeim. Manuela birti mynd af sér á Instagram sem hún tók á Beverly Hills Hotel í Bandaríkjunum þar sem hún sýndi fylgjendum sínum afraksturinn af sólbaði dagsins. „Lækin“ og athugasemdirnar hrönnuðust inn í kjölfarið en Ágústa Eva ritaði ummælin „Borða :)“ við myndina og fékk yfir sig miklar skammir í kjölfarið. „Þetta var vel meint. Sorry allir sem móðguðust,“ ritaði Ágústa Eva í kjölfarið sem eyddi út fyrri athugasemdinni. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT Segir konur eiga að standa saman Manuela hefur tjáð sig á mjög ítarlegan hátt um málið á Snapchat þar sem hún sagði meðal annars Ágústu Evu taka að sér að segja fólki hvernig það eigi að vera. „Þið heyrið í henni ef þið eruð eitthvað óviss með your body. Hún veit hvernig allir eiga að líta út.“ Manuela greindi jafnframt frá því að hún hefði fengið einkaskilaboð frá Ágústu Evu á Facebook þar sem þær ræddu málið en Manuela segir Ágústu Evu hafa endað þau samskipti og lokað hana á Facebook. Á Snapchat segir Manuela konur eiga að standa saman og svona framkoma sé fyrir neðan allar hellur og eigi ekki að líðast. Aðrar reglur virðast gilda um feitar manneskjur en grannar að mati Manúelu.Grannir geta verið viðkvæmir fyrir vaxtarlagi sínu Hún sagðist ekki þekkja Ágústu Evu og að hún myndi aldrei blanda sér í það hvað Ágústa Eva borðar eða að hún vogi sér að hafa skoðun á hennar útlit. „Þess vegna finnst mér það óskiljanlegt að þetta hafi gerst. Ég næ ekki utan um það. Ef ég væri búin að bæta á mig, hefði hún kommentað á myndina mína: Farðu í megrun, ekki borða svona mikið, róum okkur á gafflinum,“ segir Manuela á Snapchat. Hún segir alveg hægt að vera viðkvæmur fyrir vaxtarlaginu ef viðkomandi er grannur og því slæmt að fá svona frá manneskju sem veit ekki hvað Manuela sé að eiga við.Undir miklu álagi og stressi Manuela segist hafa verið undir miklu álagi og stressi undanfarið, tengt skóla og öðru, og þegar hún sé í þannig ástandi eigi hún það til að léttast og eiga erfitt með svefn. Þegar það gerist líði henni ekki vel en það tengist því ekki að hún sé haldin einhverjum sjúkdómi. „Þetta er álag og streita og kemur svona út. Það er bara stundum erfitt að halda þyngd.“ Hún sagði jafnframt að það komi engum við hvenær hún borðar og hvort hún borði. Henni finnst mikilvægt að fólk temji sér umburðarlyndi og virðingu. „Og það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt. Nákvæmlega jafn dónalegt og að segja einhverjum að fara í megrun.“ Manuela stundar nám við Fashion Institute of Design & Merchandising í Bandaríkjunum en hún nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Því til stuðnings fylgjast yfir 50 þúsund manns með henni á Instagram þar sem hún birtir myndina. Manuela vakti fyrst mikla athygli þegar hún var valin ungfrú Ísland árið 2002 en þar var hún í kjól sem hnefaleikakappinn Mike Tyson hafði gefið henni í verslunarferð hennar í New York. Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, athafnakona og nemi, er heldur betur ósátt vegna ummæla í hennar garð frá leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur, en Ágústa Eva hefur beðist afsökunar á þeim. Manuela birti mynd af sér á Instagram sem hún tók á Beverly Hills Hotel í Bandaríkjunum þar sem hún sýndi fylgjendum sínum afraksturinn af sólbaði dagsins. „Lækin“ og athugasemdirnar hrönnuðust inn í kjölfarið en Ágústa Eva ritaði ummælin „Borða :)“ við myndina og fékk yfir sig miklar skammir í kjölfarið. „Þetta var vel meint. Sorry allir sem móðguðust,“ ritaði Ágústa Eva í kjölfarið sem eyddi út fyrri athugasemdinni. Day one of tanning - this girl is on a mission ... A post shared by M A N U (@manuelaosk) on Mar 18, 2017 at 6:42pm PDT Segir konur eiga að standa saman Manuela hefur tjáð sig á mjög ítarlegan hátt um málið á Snapchat þar sem hún sagði meðal annars Ágústu Evu taka að sér að segja fólki hvernig það eigi að vera. „Þið heyrið í henni ef þið eruð eitthvað óviss með your body. Hún veit hvernig allir eiga að líta út.“ Manuela greindi jafnframt frá því að hún hefði fengið einkaskilaboð frá Ágústu Evu á Facebook þar sem þær ræddu málið en Manuela segir Ágústu Evu hafa endað þau samskipti og lokað hana á Facebook. Á Snapchat segir Manuela konur eiga að standa saman og svona framkoma sé fyrir neðan allar hellur og eigi ekki að líðast. Aðrar reglur virðast gilda um feitar manneskjur en grannar að mati Manúelu.Grannir geta verið viðkvæmir fyrir vaxtarlagi sínu Hún sagðist ekki þekkja Ágústu Evu og að hún myndi aldrei blanda sér í það hvað Ágústa Eva borðar eða að hún vogi sér að hafa skoðun á hennar útlit. „Þess vegna finnst mér það óskiljanlegt að þetta hafi gerst. Ég næ ekki utan um það. Ef ég væri búin að bæta á mig, hefði hún kommentað á myndina mína: Farðu í megrun, ekki borða svona mikið, róum okkur á gafflinum,“ segir Manuela á Snapchat. Hún segir alveg hægt að vera viðkvæmur fyrir vaxtarlaginu ef viðkomandi er grannur og því slæmt að fá svona frá manneskju sem veit ekki hvað Manuela sé að eiga við.Undir miklu álagi og stressi Manuela segist hafa verið undir miklu álagi og stressi undanfarið, tengt skóla og öðru, og þegar hún sé í þannig ástandi eigi hún það til að léttast og eiga erfitt með svefn. Þegar það gerist líði henni ekki vel en það tengist því ekki að hún sé haldin einhverjum sjúkdómi. „Þetta er álag og streita og kemur svona út. Það er bara stundum erfitt að halda þyngd.“ Hún sagði jafnframt að það komi engum við hvenær hún borðar og hvort hún borði. Henni finnst mikilvægt að fólk temji sér umburðarlyndi og virðingu. „Og það að segja einhverjum að borða er bara dónalegt. Nákvæmlega jafn dónalegt og að segja einhverjum að fara í megrun.“ Manuela stundar nám við Fashion Institute of Design & Merchandising í Bandaríkjunum en hún nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Því til stuðnings fylgjast yfir 50 þúsund manns með henni á Instagram þar sem hún birtir myndina. Manuela vakti fyrst mikla athygli þegar hún var valin ungfrú Ísland árið 2002 en þar var hún í kjól sem hnefaleikakappinn Mike Tyson hafði gefið henni í verslunarferð hennar í New York.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira