Borgarstjóri tók að sér umfelgun á dekkjaverkstæði í Grafarvogi Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2016 19:15 Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira