Borgarstjóri tók að sér umfelgun á dekkjaverkstæði í Grafarvogi Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2016 19:15 Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira