Aldarfjórðungur liðinn frá Bermúdaskálinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:15 "Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ segir Björn um árangur íslensku briddssveitarinnar fyrir 25 árum úti í Japan. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016. Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Þetta eru tímamót, það er alveg rétt. Að landa heimsmeistaratitlinum var stór viðburður á sínum tíma og hann lifir,“ segir Björn Eysteinsson sem var fyrirliði íslensku briddssveitarinnar á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan árið 1991. „Það vakti gríðarlega athygli að félagslið frá Íslandi næði svona langt,“ rifjar hann upp og segir Briddssambandið ætla að halda veglegt afmælisteiti í byrjun næsta mánaðar. Gríðarleg stemning skapaðist kringum mótið hér heima, enda segir Björn ákveðna blaða- og fréttamenn hafa haldið landsmönnum vel upplýstum um gengi sveitarinnar. „Bjarni Fel hjá útvarpinu var í stöðugu sambandi dag og nótt og DV tók forsíðu blaðsins undir landsliðið í tvo til þrjá daga.“ Auk Björns var briddssveitin skipuð þeim Aðalsteini Jörgensen, Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni. Við heimkomuna var þeim fagnað með eftirminnilegum hætti í Leifsstöð, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra stakk upp á að glösum yrði lyft og ekki bara hrópað skál, heldur Bermúdaskál, eftir verðlaunagripnum eftirsótta sem þeir komu með. Mikil briddsvakning varð meðal þjóðarinnar eftir þennan frækilega sigur. Þegar gerð var skoðanakönnun ári síðar á því hversu margir spiluðu bridds sér til gamans reglulega voru það 25 prósent þeirra sem talað var við. „Enn er heilmikill fjöldi sem hittist í heimahúsum til að spila bridds þó það fólk keppi ekki,“ segir Björn og upplýsir að fimm þeirra sem voru í sigursveitinni spili keppnisbridds enn, þar á meðal hann, enda kveðst hann mæta á æfingar einu sinni í viku hjá Briddsfélagi Reykjavíkur. Björn er í golfinu líka og rekur eigin golfferðaskrifstofu. Hún heitir því ágæta nafni Betri ferðir. Hann kveðst skipuleggja styttri og lengri golfferðir til margra Evrópulanda. „Eftir að gengi íslensku krónunnar hefur styrkst er mun hagkvæmara fyrir golfara að fara í pakkaferðir,“ bendir hann á. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. október 2016.
Lífið Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning