Aron um líkamsárásina: Langar að hitta manninn og spyrja "af hverju?“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. janúar 2016 10:59 Aron tekur þátt á EM síðar í mánuðnum sem hefst 15. janúar. „Það var bara einhver algjör snillingur sem ákvað að kýla mig í andlitið,“ sagði handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, sem var til umfjöllunar í Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal í gærkvöldi á Stöð 2. Undir lok síðasta árs varð Aron fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur og hafði sú árás þær afleiðingar að hann gat ekki beitt sér almennilega á heimsmeistaramótinu í Katar. „Ég var nýkominn heim og ákvað að kíkja aðeins út á laugardegi. Kvöldið endaði bara upp á slysó með skurð og heilahristing. Ég gat síðan ekki spilað á HM útaf þessu.“ Sjá einnig: Alfreð um Aron Pálmarsson: „Ég var búinn að segja honum að hann verður buffaður í dag“ Aron leikur í dag með ungverska liðinu Veszprém en var áður hjá Kiel í þýskalandi. Það kom greinilega í ljós í þættinum að það fer heldur vel um Aron í Ungverjalandi. Auðunn spurði Aron í þættinum í gær af hverju hann hafi verið slegin niður og svaraði handboltamaðurinn; „Ég biðla bara til þjóðarinnar, ef einhver veit eitthvað. Ég hef án djóks ekki hugmynd. Ég veit ekkert hver kýldi mig og ég veit ekki af hverju. Ég væri í raun mest til í að liggja bara í svona baði eins og við og spyrja þennan dreng, af hverju? svo ég viti kannski hvort ég hafi átt þetta skilið eða hvort þetta hafi verið algjörlega fáránlegt af honum.“ Íslenska landsliðið tekur þátt á EM í handbolta sem hefst 15. janúar og verður Aron í eldlínunni í Póllandi. Hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum í gær þar sem Aron ræddi um líkamsárásina. Atvinnumennirnir okkar Tengdar fréttir Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44 Árásin á Aron óupplýst: „Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær“ Líkamsárásin átti sér stað í Ingólfsstræti aðfaranótt sunnudagsins 28. desember síðastliðinn. 29. janúar 2015 15:35 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
„Það var bara einhver algjör snillingur sem ákvað að kýla mig í andlitið,“ sagði handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, sem var til umfjöllunar í Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal í gærkvöldi á Stöð 2. Undir lok síðasta árs varð Aron fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur og hafði sú árás þær afleiðingar að hann gat ekki beitt sér almennilega á heimsmeistaramótinu í Katar. „Ég var nýkominn heim og ákvað að kíkja aðeins út á laugardegi. Kvöldið endaði bara upp á slysó með skurð og heilahristing. Ég gat síðan ekki spilað á HM útaf þessu.“ Sjá einnig: Alfreð um Aron Pálmarsson: „Ég var búinn að segja honum að hann verður buffaður í dag“ Aron leikur í dag með ungverska liðinu Veszprém en var áður hjá Kiel í þýskalandi. Það kom greinilega í ljós í þættinum að það fer heldur vel um Aron í Ungverjalandi. Auðunn spurði Aron í þættinum í gær af hverju hann hafi verið slegin niður og svaraði handboltamaðurinn; „Ég biðla bara til þjóðarinnar, ef einhver veit eitthvað. Ég hef án djóks ekki hugmynd. Ég veit ekkert hver kýldi mig og ég veit ekki af hverju. Ég væri í raun mest til í að liggja bara í svona baði eins og við og spyrja þennan dreng, af hverju? svo ég viti kannski hvort ég hafi átt þetta skilið eða hvort þetta hafi verið algjörlega fáránlegt af honum.“ Íslenska landsliðið tekur þátt á EM í handbolta sem hefst 15. janúar og verður Aron í eldlínunni í Póllandi. Hér að neðan má sjá atriðið úr þættinum í gær þar sem Aron ræddi um líkamsárásina.
Atvinnumennirnir okkar Tengdar fréttir Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44 Árásin á Aron óupplýst: „Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær“ Líkamsárásin átti sér stað í Ingólfsstræti aðfaranótt sunnudagsins 28. desember síðastliðinn. 29. janúar 2015 15:35 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM. 23. janúar 2015 14:44
Árásin á Aron óupplýst: „Ef einhver liggur á upplýsingum yrði vel þegið að fá þær“ Líkamsárásin átti sér stað í Ingólfsstræti aðfaranótt sunnudagsins 28. desember síðastliðinn. 29. janúar 2015 15:35