Eygló Ósk: Bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 18:30 Eygló Ósk Gústafsdóttir í sundinu í dag. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. Sund Eyglóar Óskar leit vel út og hún var ekki langt frá Íslandsmetinu sínu. Samkeppnin verður hörð um sæti í úrslitunum en þar þarf Eygló að hækka sig um þrjú sæti. „Mér leið vel og ég bjóst ekki við því að ég hefði farið á þessum tíma því mér leið ekki þannig," sagði Eygló og hló að klaufalegu orðalagi blaðamanns að þetta hafi verið afslappað. „Þetta sund er aldrei afslappað. Það er aldrei létt að synda þetta sund sama hvað þú gerir," sagði Eygló. „Mér leið það vel í vatninu að ég bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt. Það er bara gott því ég hefði ekki getað farið mikið hægar," sagði Eygló. „Mér líður vel fyrir kvöldið. Vonandi get ég farið hraðar í kvöld og reyna að halda í við þessar risastóru stelpur þarna," sagði Eygló Ósk en ekkert nema Íslandsmet mun koma henni í undanúrslitin. „Þetta eru rosalega sterk grein og það eru svo margar öflugar stelpur sem eru í þessu. Þetta er mikið sterkara en þetta var í fyrra," sagði Eygló og vísaði þá í 200 metra baksundið á HM í Kazan. „Ég var að fara á svipuðum tíma í morgunhlutanum í fyrra á HM í Kazan en var þá fjórða inn í undanúrsltuum á þá svipuðum en aðeins hraðari tíma. Þetta er alveg fáránlega hratt," sagði Eygló. „Ég sá stelpuna við hliðina á mér og vissi það að hún er það góð að ef ég væri á undan henni þá ætti ég að vera á góðum stað," sagði Eygló. „Ég ákvað að vera ekkert að reyna að sprengja mig síðustu 50 metrana," sagði Eygló en hún missti þá þrjár framúr sér. Sætið í undanúrslitunum var samt aldrei í hættu. „Þetta er líka mikið sterkara en þetta var á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum síðan," sagði Eygló en gott dæmi um það er að bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, var bara með ellefta besta tímann í undanrásunum og því í næsta sæti á undan Eyglóu. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í undanúrslitunum klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir synti örugglega inn í undanúrslit í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó þegar hún varð með tólfta besta tímann í undanrásunum. Sund Eyglóar Óskar leit vel út og hún var ekki langt frá Íslandsmetinu sínu. Samkeppnin verður hörð um sæti í úrslitunum en þar þarf Eygló að hækka sig um þrjú sæti. „Mér leið vel og ég bjóst ekki við því að ég hefði farið á þessum tíma því mér leið ekki þannig," sagði Eygló og hló að klaufalegu orðalagi blaðamanns að þetta hafi verið afslappað. „Þetta sund er aldrei afslappað. Það er aldrei létt að synda þetta sund sama hvað þú gerir," sagði Eygló. „Mér leið það vel í vatninu að ég bjóst ekki alveg við því að þetta væri svona hratt. Það er bara gott því ég hefði ekki getað farið mikið hægar," sagði Eygló. „Mér líður vel fyrir kvöldið. Vonandi get ég farið hraðar í kvöld og reyna að halda í við þessar risastóru stelpur þarna," sagði Eygló Ósk en ekkert nema Íslandsmet mun koma henni í undanúrslitin. „Þetta eru rosalega sterk grein og það eru svo margar öflugar stelpur sem eru í þessu. Þetta er mikið sterkara en þetta var í fyrra," sagði Eygló og vísaði þá í 200 metra baksundið á HM í Kazan. „Ég var að fara á svipuðum tíma í morgunhlutanum í fyrra á HM í Kazan en var þá fjórða inn í undanúrsltuum á þá svipuðum en aðeins hraðari tíma. Þetta er alveg fáránlega hratt," sagði Eygló. „Ég sá stelpuna við hliðina á mér og vissi það að hún er það góð að ef ég væri á undan henni þá ætti ég að vera á góðum stað," sagði Eygló. „Ég ákvað að vera ekkert að reyna að sprengja mig síðustu 50 metrana," sagði Eygló en hún missti þá þrjár framúr sér. Sætið í undanúrslitunum var samt aldrei í hættu. „Þetta er líka mikið sterkara en þetta var á Ólympíuleikunum fyrir fjórum árum síðan," sagði Eygló en gott dæmi um það er að bandaríski Ólympíumeistarinn og heimsmethafinn, Missy Franklin, var bara með ellefta besta tímann í undanrásunum og því í næsta sæti á undan Eyglóu. Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í undanúrslitunum klukkan 22.35 í kvöld eða klukkan 1.35 að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira
Eygló Ósk í undanúrslit í 200 metra baksundi Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 200 metra baksunds kvenna á Ólympíuleikunum með því að ná tólfta besta tímanum í undanrásum. 11. ágúst 2016 17:45