Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2016 14:23 Lárus Óskarsson, til hægri, ásamt Þóri Skarphéðinssyni, lögmanni sínum, í héraðsdómi fyrr í mánuðinum. Vísir/Ernir Lárus Óskarsson fasteignasali getur farið í skaðabótamál við bardagaíþróttafélagið Mjölni og Árna Ísaksson vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis í ágúst 2014. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Viðurkennd var óskipt skaðabótaskylda. Lögmaður Mjölnis á von á því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í málinu þann 10. mars. Þar lýsti Lárus því hvernig atburðarásin hefði verið umræddan dag. Hann hefði mætt ásamt steggjunarhóp sínum í húsakynni Mjölnis þar sem Árni tók á móti honum og fór með hann inn í hringinn. Fimm mínútum eftir komuna hefði hann verið fótbrotinn.Árni Ísaksson, bardagakappi.Vísir/ValliStirður að upplagi Lárus þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins, fóru fjórar skrúfur og tveir naglar í ökklann á honum til að laga brotið. Fresta þurfti brúðkaupi hans um tvo mánuði og sagðist hann hafa verið frá vinnu í á þriðja mánuð. Árni bar því við að Lárus hefði, ólíkt því sem hann hefði verið beðinn um, streist á móti sem hefði orðið til þess að hann brotnaði. Lárus bar því hins vegar við að hann væri stirður að upplagi og ósjálfráð viðbrögð að stífna upp. Árni sagði fyrir dómi að um leiðindaóhapp hefði verið að ræða og hann hefði verið leiður yfir því. Hann bauðst því til að glíma við vini Lárusar á meðan Lárus sat hjá. Svo var stungið upp á því að Árni myndi taka Lárus í hengingartak fyrir steggjunarmyndbandið. Árni sagðist hafa spurt Lárus hvort hann væri viss og sagði hann Lárus hafa svaraði því játandi.Úr húsakynnum Mjölnis.Vísir/Andri MarinóSteggjunin hélt áfram Þrátt fyrir fótbrotið hélt steggjunin áfram og spilaði Lárus meðal annars á saxófón við Ingólfstorg þar sem hann sést á myndbandi stíga í fótinn. Var um það deilt hvort Lárus hefði getað stigið í fótinn á þeim tíma en hann sást ganga um með saxófóninn á Ingólfstorgi. Lárus sagði að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með það og sársaukinn hefði verið mismunandi mikill, eftir því hvernig kælingunni leið. Að öðru leyti hefði hann þurft að styðja sig við, hoppa um á öðrum fæti eða hreinlega að láta bera sig. „Það er hægt að spyrja hvern sem er að því, það er ekki eins og ég hafi verið hlaupandi um á löppinni,” sagði Lárus. Hann frestaði því að leita til læknis þar til daginn eftir þar sem löng bið var á bráðamóttöku Landspítalans þegar hann hélt þangað um kvöldið. Mjölnir þarf að greiða Lárusi 800 þúsund krónur í málskostnað. Reikna má með því að dómurinn verði birtur á vef dómstólanna síðar í dag. Tengdar fréttir Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Lárus Óskarsson fasteignasali getur farið í skaðabótamál við bardagaíþróttafélagið Mjölni og Árna Ísaksson vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis í ágúst 2014. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Viðurkennd var óskipt skaðabótaskylda. Lögmaður Mjölnis á von á því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í málinu þann 10. mars. Þar lýsti Lárus því hvernig atburðarásin hefði verið umræddan dag. Hann hefði mætt ásamt steggjunarhóp sínum í húsakynni Mjölnis þar sem Árni tók á móti honum og fór með hann inn í hringinn. Fimm mínútum eftir komuna hefði hann verið fótbrotinn.Árni Ísaksson, bardagakappi.Vísir/ValliStirður að upplagi Lárus þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins, fóru fjórar skrúfur og tveir naglar í ökklann á honum til að laga brotið. Fresta þurfti brúðkaupi hans um tvo mánuði og sagðist hann hafa verið frá vinnu í á þriðja mánuð. Árni bar því við að Lárus hefði, ólíkt því sem hann hefði verið beðinn um, streist á móti sem hefði orðið til þess að hann brotnaði. Lárus bar því hins vegar við að hann væri stirður að upplagi og ósjálfráð viðbrögð að stífna upp. Árni sagði fyrir dómi að um leiðindaóhapp hefði verið að ræða og hann hefði verið leiður yfir því. Hann bauðst því til að glíma við vini Lárusar á meðan Lárus sat hjá. Svo var stungið upp á því að Árni myndi taka Lárus í hengingartak fyrir steggjunarmyndbandið. Árni sagðist hafa spurt Lárus hvort hann væri viss og sagði hann Lárus hafa svaraði því játandi.Úr húsakynnum Mjölnis.Vísir/Andri MarinóSteggjunin hélt áfram Þrátt fyrir fótbrotið hélt steggjunin áfram og spilaði Lárus meðal annars á saxófón við Ingólfstorg þar sem hann sést á myndbandi stíga í fótinn. Var um það deilt hvort Lárus hefði getað stigið í fótinn á þeim tíma en hann sást ganga um með saxófóninn á Ingólfstorgi. Lárus sagði að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með það og sársaukinn hefði verið mismunandi mikill, eftir því hvernig kælingunni leið. Að öðru leyti hefði hann þurft að styðja sig við, hoppa um á öðrum fæti eða hreinlega að láta bera sig. „Það er hægt að spyrja hvern sem er að því, það er ekki eins og ég hafi verið hlaupandi um á löppinni,” sagði Lárus. Hann frestaði því að leita til læknis þar til daginn eftir þar sem löng bið var á bráðamóttöku Landspítalans þegar hann hélt þangað um kvöldið. Mjölnir þarf að greiða Lárusi 800 þúsund krónur í málskostnað. Reikna má með því að dómurinn verði birtur á vef dómstólanna síðar í dag.
Tengdar fréttir Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00