Fasteignasali hafði betur gegn Árna úr járni og Mjölni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2016 14:23 Lárus Óskarsson, til hægri, ásamt Þóri Skarphéðinssyni, lögmanni sínum, í héraðsdómi fyrr í mánuðinum. Vísir/Ernir Lárus Óskarsson fasteignasali getur farið í skaðabótamál við bardagaíþróttafélagið Mjölni og Árna Ísaksson vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis í ágúst 2014. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Viðurkennd var óskipt skaðabótaskylda. Lögmaður Mjölnis á von á því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í málinu þann 10. mars. Þar lýsti Lárus því hvernig atburðarásin hefði verið umræddan dag. Hann hefði mætt ásamt steggjunarhóp sínum í húsakynni Mjölnis þar sem Árni tók á móti honum og fór með hann inn í hringinn. Fimm mínútum eftir komuna hefði hann verið fótbrotinn.Árni Ísaksson, bardagakappi.Vísir/ValliStirður að upplagi Lárus þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins, fóru fjórar skrúfur og tveir naglar í ökklann á honum til að laga brotið. Fresta þurfti brúðkaupi hans um tvo mánuði og sagðist hann hafa verið frá vinnu í á þriðja mánuð. Árni bar því við að Lárus hefði, ólíkt því sem hann hefði verið beðinn um, streist á móti sem hefði orðið til þess að hann brotnaði. Lárus bar því hins vegar við að hann væri stirður að upplagi og ósjálfráð viðbrögð að stífna upp. Árni sagði fyrir dómi að um leiðindaóhapp hefði verið að ræða og hann hefði verið leiður yfir því. Hann bauðst því til að glíma við vini Lárusar á meðan Lárus sat hjá. Svo var stungið upp á því að Árni myndi taka Lárus í hengingartak fyrir steggjunarmyndbandið. Árni sagðist hafa spurt Lárus hvort hann væri viss og sagði hann Lárus hafa svaraði því játandi.Úr húsakynnum Mjölnis.Vísir/Andri MarinóSteggjunin hélt áfram Þrátt fyrir fótbrotið hélt steggjunin áfram og spilaði Lárus meðal annars á saxófón við Ingólfstorg þar sem hann sést á myndbandi stíga í fótinn. Var um það deilt hvort Lárus hefði getað stigið í fótinn á þeim tíma en hann sást ganga um með saxófóninn á Ingólfstorgi. Lárus sagði að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með það og sársaukinn hefði verið mismunandi mikill, eftir því hvernig kælingunni leið. Að öðru leyti hefði hann þurft að styðja sig við, hoppa um á öðrum fæti eða hreinlega að láta bera sig. „Það er hægt að spyrja hvern sem er að því, það er ekki eins og ég hafi verið hlaupandi um á löppinni,” sagði Lárus. Hann frestaði því að leita til læknis þar til daginn eftir þar sem löng bið var á bráðamóttöku Landspítalans þegar hann hélt þangað um kvöldið. Mjölnir þarf að greiða Lárusi 800 þúsund krónur í málskostnað. Reikna má með því að dómurinn verði birtur á vef dómstólanna síðar í dag. Tengdar fréttir Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Lárus Óskarsson fasteignasali getur farið í skaðabótamál við bardagaíþróttafélagið Mjölni og Árna Ísaksson vegna fótbrots sem Lárus varð fyrir í steggjun sinni í húsakynnum Mjölnis í ágúst 2014. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Viðurkennd var óskipt skaðabótaskylda. Lögmaður Mjölnis á von á því að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í málinu þann 10. mars. Þar lýsti Lárus því hvernig atburðarásin hefði verið umræddan dag. Hann hefði mætt ásamt steggjunarhóp sínum í húsakynni Mjölnis þar sem Árni tók á móti honum og fór með hann inn í hringinn. Fimm mínútum eftir komuna hefði hann verið fótbrotinn.Árni Ísaksson, bardagakappi.Vísir/ValliStirður að upplagi Lárus þurfti að fara í aðgerð vegna brotsins, fóru fjórar skrúfur og tveir naglar í ökklann á honum til að laga brotið. Fresta þurfti brúðkaupi hans um tvo mánuði og sagðist hann hafa verið frá vinnu í á þriðja mánuð. Árni bar því við að Lárus hefði, ólíkt því sem hann hefði verið beðinn um, streist á móti sem hefði orðið til þess að hann brotnaði. Lárus bar því hins vegar við að hann væri stirður að upplagi og ósjálfráð viðbrögð að stífna upp. Árni sagði fyrir dómi að um leiðindaóhapp hefði verið að ræða og hann hefði verið leiður yfir því. Hann bauðst því til að glíma við vini Lárusar á meðan Lárus sat hjá. Svo var stungið upp á því að Árni myndi taka Lárus í hengingartak fyrir steggjunarmyndbandið. Árni sagðist hafa spurt Lárus hvort hann væri viss og sagði hann Lárus hafa svaraði því játandi.Úr húsakynnum Mjölnis.Vísir/Andri MarinóSteggjunin hélt áfram Þrátt fyrir fótbrotið hélt steggjunin áfram og spilaði Lárus meðal annars á saxófón við Ingólfstorg þar sem hann sést á myndbandi stíga í fótinn. Var um það deilt hvort Lárus hefði getað stigið í fótinn á þeim tíma en hann sást ganga um með saxófóninn á Ingólfstorgi. Lárus sagði að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með það og sársaukinn hefði verið mismunandi mikill, eftir því hvernig kælingunni leið. Að öðru leyti hefði hann þurft að styðja sig við, hoppa um á öðrum fæti eða hreinlega að láta bera sig. „Það er hægt að spyrja hvern sem er að því, það er ekki eins og ég hafi verið hlaupandi um á löppinni,” sagði Lárus. Hann frestaði því að leita til læknis þar til daginn eftir þar sem löng bið var á bráðamóttöku Landspítalans þegar hann hélt þangað um kvöldið. Mjölnir þarf að greiða Lárusi 800 þúsund krónur í málskostnað. Reikna má með því að dómurinn verði birtur á vef dómstólanna síðar í dag.
Tengdar fréttir Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Afdrifarík steggjun í Mjölni fyrir dóm: „Þú ert búinn að fótbrjóta mig“ Lárus Óskarsson stefndi Mjölni og Árna Ísakssyni eftir að hafa fótbrotnað í steggjun í Mjölni. 10. mars 2016 17:00