Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. september 2016 15:55 Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Vísir/Daníel Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. Nefndinni er ætlað að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar í febrúar á næsta ári um til hvaða breytinga er nauðsynlegt að grípa til að mæta þróun í fjölmiðlaumhverfi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um rekstrarumhverfi fjölmiðla á Alþingi í dag. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði það grundvallaratriði að rekstrarumhverfi fjölmiðla væru almennt góð. „Það er þess vegna áhyggjuefni ef afkoma þar er léleg, tap viðvarandi hjá fjölda fyrirtækja, ef laun þar eru orðin léleg, starfsaldur stuttur, starfsöryggi lítið og fyrirtækin háðari eigendum sínum og auglýsendum en góðu hófi gegnir,“ sagði Helgi.Vandinn ekki séríslenskur Hann benti á að vandinn væri ekki séríslenskur heldur að hann væri fylgifiskur hraðra tækniþróana og þess að erlend stórfyrirtæki líkt og Google og Facebook fái miklar auglýsingatekjur og borgi ekki skatt hér á landi. „Ætlum við að skattleggja harðar og meira fyrirtæki á netinu sem eru að reyna að halda úti íslensku efni, heldur en við treystum okkur til að skattleggja erlendu risana?“ spurði Helgi. Helgi benti á að vilji neytenda til að borga fyrir efni færi minnkandi og spurði hvort að þrengja ætti að fjölmiðlum eða að grípa til ráðstafana. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra svaraði fyrirspurn Helga og sagði mikilvægt að fjölmiðlar séu öflugir og geti sinnt starfi sínu vel. Illugi sagðist hafa kallað forystufólk ljósvakamiðla á sinn fund í sumar, þar sem farið var yfir rekstrarumhverfi miðlanna. Í kjölfarið átti hann einnig fund með fjármálaráðherra og forsætisráðherra um málefni fjölmiðla. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. Nefndinni er ætlað að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar í febrúar á næsta ári um til hvaða breytinga er nauðsynlegt að grípa til að mæta þróun í fjölmiðlaumhverfi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um rekstrarumhverfi fjölmiðla á Alþingi í dag. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði það grundvallaratriði að rekstrarumhverfi fjölmiðla væru almennt góð. „Það er þess vegna áhyggjuefni ef afkoma þar er léleg, tap viðvarandi hjá fjölda fyrirtækja, ef laun þar eru orðin léleg, starfsaldur stuttur, starfsöryggi lítið og fyrirtækin háðari eigendum sínum og auglýsendum en góðu hófi gegnir,“ sagði Helgi.Vandinn ekki séríslenskur Hann benti á að vandinn væri ekki séríslenskur heldur að hann væri fylgifiskur hraðra tækniþróana og þess að erlend stórfyrirtæki líkt og Google og Facebook fái miklar auglýsingatekjur og borgi ekki skatt hér á landi. „Ætlum við að skattleggja harðar og meira fyrirtæki á netinu sem eru að reyna að halda úti íslensku efni, heldur en við treystum okkur til að skattleggja erlendu risana?“ spurði Helgi. Helgi benti á að vilji neytenda til að borga fyrir efni færi minnkandi og spurði hvort að þrengja ætti að fjölmiðlum eða að grípa til ráðstafana. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra svaraði fyrirspurn Helga og sagði mikilvægt að fjölmiðlar séu öflugir og geti sinnt starfi sínu vel. Illugi sagðist hafa kallað forystufólk ljósvakamiðla á sinn fund í sumar, þar sem farið var yfir rekstrarumhverfi miðlanna. Í kjölfarið átti hann einnig fund með fjármálaráðherra og forsætisráðherra um málefni fjölmiðla.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira