Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. september 2016 15:55 Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Vísir/Daníel Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. Nefndinni er ætlað að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar í febrúar á næsta ári um til hvaða breytinga er nauðsynlegt að grípa til að mæta þróun í fjölmiðlaumhverfi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um rekstrarumhverfi fjölmiðla á Alþingi í dag. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði það grundvallaratriði að rekstrarumhverfi fjölmiðla væru almennt góð. „Það er þess vegna áhyggjuefni ef afkoma þar er léleg, tap viðvarandi hjá fjölda fyrirtækja, ef laun þar eru orðin léleg, starfsaldur stuttur, starfsöryggi lítið og fyrirtækin háðari eigendum sínum og auglýsendum en góðu hófi gegnir,“ sagði Helgi.Vandinn ekki séríslenskur Hann benti á að vandinn væri ekki séríslenskur heldur að hann væri fylgifiskur hraðra tækniþróana og þess að erlend stórfyrirtæki líkt og Google og Facebook fái miklar auglýsingatekjur og borgi ekki skatt hér á landi. „Ætlum við að skattleggja harðar og meira fyrirtæki á netinu sem eru að reyna að halda úti íslensku efni, heldur en við treystum okkur til að skattleggja erlendu risana?“ spurði Helgi. Helgi benti á að vilji neytenda til að borga fyrir efni færi minnkandi og spurði hvort að þrengja ætti að fjölmiðlum eða að grípa til ráðstafana. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra svaraði fyrirspurn Helga og sagði mikilvægt að fjölmiðlar séu öflugir og geti sinnt starfi sínu vel. Illugi sagðist hafa kallað forystufólk ljósvakamiðla á sinn fund í sumar, þar sem farið var yfir rekstrarumhverfi miðlanna. Í kjölfarið átti hann einnig fund með fjármálaráðherra og forsætisráðherra um málefni fjölmiðla. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. Nefndinni er ætlað að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar í febrúar á næsta ári um til hvaða breytinga er nauðsynlegt að grípa til að mæta þróun í fjölmiðlaumhverfi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um rekstrarumhverfi fjölmiðla á Alþingi í dag. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði það grundvallaratriði að rekstrarumhverfi fjölmiðla væru almennt góð. „Það er þess vegna áhyggjuefni ef afkoma þar er léleg, tap viðvarandi hjá fjölda fyrirtækja, ef laun þar eru orðin léleg, starfsaldur stuttur, starfsöryggi lítið og fyrirtækin háðari eigendum sínum og auglýsendum en góðu hófi gegnir,“ sagði Helgi.Vandinn ekki séríslenskur Hann benti á að vandinn væri ekki séríslenskur heldur að hann væri fylgifiskur hraðra tækniþróana og þess að erlend stórfyrirtæki líkt og Google og Facebook fái miklar auglýsingatekjur og borgi ekki skatt hér á landi. „Ætlum við að skattleggja harðar og meira fyrirtæki á netinu sem eru að reyna að halda úti íslensku efni, heldur en við treystum okkur til að skattleggja erlendu risana?“ spurði Helgi. Helgi benti á að vilji neytenda til að borga fyrir efni færi minnkandi og spurði hvort að þrengja ætti að fjölmiðlum eða að grípa til ráðstafana. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra svaraði fyrirspurn Helga og sagði mikilvægt að fjölmiðlar séu öflugir og geti sinnt starfi sínu vel. Illugi sagðist hafa kallað forystufólk ljósvakamiðla á sinn fund í sumar, þar sem farið var yfir rekstrarumhverfi miðlanna. Í kjölfarið átti hann einnig fund með fjármálaráðherra og forsætisráðherra um málefni fjölmiðla.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira