Athyglin er á grasrótinni á Innipúkanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. júní 2016 09:45 Það var alveg stappað á Innipúkanum í fyrra Vísir/Arnar Bergmann „Þetta er í 15. skiptið sem hátíðin er haldin. Hún hefur farið stækkandi með hverju árinu, það eru æ fleiri sem kjósa að vera í Reykjavík þessa fallegu helgi, verslunarmannahelgina. Hátíðin verður með svipuðu sniði og á síðasta ári, hún verður haldin á Húrra og Gauk á Stöng. Síðan erum við að vinna í að fá að setja upp þetta glæsilega útisvæði sem við höfum verið með síðustu 2 ár. Þar leggjum við grasþökur yfir Naustin og hengjum upp ljós og hljóðkerfi og verðum með útidagskrá á daginn sem er opin fyrir alla. Síðan hefst dagskráin alla daga um átta leytið. Innipúkinn er alltaf framarlega á merinni varðandi að gefa nýjum verkefnum sénsinn að spila í alvöru settöppi og með svona gott utanumhald. Grasrótin fær alltaf góðan hlut í bland við það sem er betur þekkt. Við náum alltaf að skapa nokkuð góðan þverskurð af íslensku tónlistarlífi hverju sinni,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn aðstandenda hátíðarinnar. Fleiri tónlistarmenn munu bætast við síðar – en miðasala hefst í dag og fer fram á Tix.is. Innipúkinn fer fram á Gauknum og Húrra og stendur yfir dagana 29.–31. júlí. Staðfest tónlistarfólk er eftirfarandi:JFDR er sólóverkefni Jófríðar Ákadóttur úr Samaris og Pascal Pinon sem margir bíða spenntir eftir að sjáMynd/AðsendJFDRJófríður úr Samaris og Pascal Pinon spilar líka sóló og er þá undir miklum áhrifum frá R&B tónlist. Hildur Hildur hefur flotið á öldum ljósvakans allt árið og toppaði vinsældalista Rásar 2 í töluverðan tíma með grípandi poppslagaranum sínum I'll Walk with You.GKR Hinn ungi GKR er þekktur fyrir bæði dálæti sitt á morgunmat og skemmtilegri og lifandi sviðsframkomu.Agent Fresco Strákarnir í Agent Fresco gáfu í fyrra út plötuna Destrier sem gagnrýnendur hafa flest allir misst töluvert vatn yfir.Aron Can Þú „þekkir stráginn“ og veist að hann gaf út „mixtape” á dögunum sem gerði allt brjálað.Karó er ung og nett söngkona sem hefur verið að gera það gott.Vísir/Hlynur Snær AndrasonKaró Önnur kornung listakona sem er að gera það gott og skapa aldurskvíða hjá eldri tónlistarmönnum. Karó er að fá yfirgengilega háar hlustunartölur á Spotify.Valdimar Ástsælasti söngvari þjóðarinnar og krúttbangsi.Snorri Helgason Ljúflingurinn Snorri Helgason spilar á hjartastrengi allra í nokkurra kílómetra radíusi.Kött Grá Pjé Kött er trylltur náungi sem fer oft úr fötunum á meðan hann spilar á tónleikum.Emmsjé Gauti Rappara/hjartaknúsarakombóið Gauti verður á svæðinu að deila tilfinningum sínum með áhorfendum. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Þetta er í 15. skiptið sem hátíðin er haldin. Hún hefur farið stækkandi með hverju árinu, það eru æ fleiri sem kjósa að vera í Reykjavík þessa fallegu helgi, verslunarmannahelgina. Hátíðin verður með svipuðu sniði og á síðasta ári, hún verður haldin á Húrra og Gauk á Stöng. Síðan erum við að vinna í að fá að setja upp þetta glæsilega útisvæði sem við höfum verið með síðustu 2 ár. Þar leggjum við grasþökur yfir Naustin og hengjum upp ljós og hljóðkerfi og verðum með útidagskrá á daginn sem er opin fyrir alla. Síðan hefst dagskráin alla daga um átta leytið. Innipúkinn er alltaf framarlega á merinni varðandi að gefa nýjum verkefnum sénsinn að spila í alvöru settöppi og með svona gott utanumhald. Grasrótin fær alltaf góðan hlut í bland við það sem er betur þekkt. Við náum alltaf að skapa nokkuð góðan þverskurð af íslensku tónlistarlífi hverju sinni,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn aðstandenda hátíðarinnar. Fleiri tónlistarmenn munu bætast við síðar – en miðasala hefst í dag og fer fram á Tix.is. Innipúkinn fer fram á Gauknum og Húrra og stendur yfir dagana 29.–31. júlí. Staðfest tónlistarfólk er eftirfarandi:JFDR er sólóverkefni Jófríðar Ákadóttur úr Samaris og Pascal Pinon sem margir bíða spenntir eftir að sjáMynd/AðsendJFDRJófríður úr Samaris og Pascal Pinon spilar líka sóló og er þá undir miklum áhrifum frá R&B tónlist. Hildur Hildur hefur flotið á öldum ljósvakans allt árið og toppaði vinsældalista Rásar 2 í töluverðan tíma með grípandi poppslagaranum sínum I'll Walk with You.GKR Hinn ungi GKR er þekktur fyrir bæði dálæti sitt á morgunmat og skemmtilegri og lifandi sviðsframkomu.Agent Fresco Strákarnir í Agent Fresco gáfu í fyrra út plötuna Destrier sem gagnrýnendur hafa flest allir misst töluvert vatn yfir.Aron Can Þú „þekkir stráginn“ og veist að hann gaf út „mixtape” á dögunum sem gerði allt brjálað.Karó er ung og nett söngkona sem hefur verið að gera það gott.Vísir/Hlynur Snær AndrasonKaró Önnur kornung listakona sem er að gera það gott og skapa aldurskvíða hjá eldri tónlistarmönnum. Karó er að fá yfirgengilega háar hlustunartölur á Spotify.Valdimar Ástsælasti söngvari þjóðarinnar og krúttbangsi.Snorri Helgason Ljúflingurinn Snorri Helgason spilar á hjartastrengi allra í nokkurra kílómetra radíusi.Kött Grá Pjé Kött er trylltur náungi sem fer oft úr fötunum á meðan hann spilar á tónleikum.Emmsjé Gauti Rappara/hjartaknúsarakombóið Gauti verður á svæðinu að deila tilfinningum sínum með áhorfendum.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira