Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 22:30 Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir skömmu tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum og lokuðu í samstarfi við Facebook áttatíu sölusíðum í kjölfarið. Eiturlyfjasala á netinu hefur færst í aukana um allan heim undanfarin ár en BBC fjallaði nýverið um hollenska rannsókn sem gerð var á umfangi slíkrar sölu. Ísland er ekki undantekning frá þessari þróun en hér á landi hefur smásala fíkniefna færst að miklu leyti af götunni yfir á samfélagsmiðla.Meðlimir hópanna um tvö þúsund talsins Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi gert átak í rannsóknum á þessum málum fyrir ekki svo löngu síðan. „Rannsókn leiddi í ljós að við fundum áttatíu sölusíður eða lokaða hópa þar sem verið var að falbjóða fíkniefni. Notendur eða meðlimir hópanna voru rúmlega tvö þúsund – misjafnlega stórir þessir hópar reyndar – og í kjölfarið voru handteknir tuttugu einstaklingar. Síðunum var síðar lokað í samstarfi við Facebook í kjölfarið á þessu,“ segir Friðrik Smári. Í aðgerðunum lagði lögreglan hald á töluvert magn fíkniefna, þó aðallega kannabis, sem er það efni sem mest er selt af á netinu. Friðrik Smári segist gera ráð fyrir að nýjar síður spretti upp jafnóðum og öðrum er lokað en lögreglan hefur ekki ekki mannafla til að fylgjast stöðugt með síðunum. „Lögeglan á við manneklu að stríða og niðurskurð í fjárveitingum þannig að það þarf að forgangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum. Við höfum einbeitt okkur að því að reyna að minnka framboð fíkniefna og einbeita okkur að því að hafa hendur í hári innflytjenda efna og stórdreifenda.“ Fíkniefnadeild lögreglunnar var nýverið sameinuð rannsóknardeildinni en það er að hluta til vegna breytts landslags fíkniefnasölu. Þörf er á fleiri tölvusérfræðingum í slíkar rannsóknir. „Það er þörf á því og það er verið að vinna í því að koma upp teymi sem getur einbeitt sér að tölvurannsóknum og þessum netglæpum sérstaklega og þar með fíkniefnaafbrotum á netinu líka,“ segir Friðrik Smári. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir skömmu tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum og lokuðu í samstarfi við Facebook áttatíu sölusíðum í kjölfarið. Eiturlyfjasala á netinu hefur færst í aukana um allan heim undanfarin ár en BBC fjallaði nýverið um hollenska rannsókn sem gerð var á umfangi slíkrar sölu. Ísland er ekki undantekning frá þessari þróun en hér á landi hefur smásala fíkniefna færst að miklu leyti af götunni yfir á samfélagsmiðla.Meðlimir hópanna um tvö þúsund talsins Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi gert átak í rannsóknum á þessum málum fyrir ekki svo löngu síðan. „Rannsókn leiddi í ljós að við fundum áttatíu sölusíður eða lokaða hópa þar sem verið var að falbjóða fíkniefni. Notendur eða meðlimir hópanna voru rúmlega tvö þúsund – misjafnlega stórir þessir hópar reyndar – og í kjölfarið voru handteknir tuttugu einstaklingar. Síðunum var síðar lokað í samstarfi við Facebook í kjölfarið á þessu,“ segir Friðrik Smári. Í aðgerðunum lagði lögreglan hald á töluvert magn fíkniefna, þó aðallega kannabis, sem er það efni sem mest er selt af á netinu. Friðrik Smári segist gera ráð fyrir að nýjar síður spretti upp jafnóðum og öðrum er lokað en lögreglan hefur ekki ekki mannafla til að fylgjast stöðugt með síðunum. „Lögeglan á við manneklu að stríða og niðurskurð í fjárveitingum þannig að það þarf að forgangsraða í þessum málaflokki eins og öðrum. Við höfum einbeitt okkur að því að reyna að minnka framboð fíkniefna og einbeita okkur að því að hafa hendur í hári innflytjenda efna og stórdreifenda.“ Fíkniefnadeild lögreglunnar var nýverið sameinuð rannsóknardeildinni en það er að hluta til vegna breytts landslags fíkniefnasölu. Þörf er á fleiri tölvusérfræðingum í slíkar rannsóknir. „Það er þörf á því og það er verið að vinna í því að koma upp teymi sem getur einbeitt sér að tölvurannsóknum og þessum netglæpum sérstaklega og þar með fíkniefnaafbrotum á netinu líka,“ segir Friðrik Smári.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira