Vilja launa Færeyingum stuðninginn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2016 10:31 Yfir þrjúhundruð tilkynningar um tjón hafa borist í Færeyjum í kjölfar veðursins. mynd/kringvarp Føroya Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Addý Steinarrs hafa hrundið af stað styrktarátaki til stuðnings frændum okkar Færeyinga en mikið óveður gekk yfir eyjarnar á jóladag.Mikið tjón varð í kjölfar fárviðrisins, til að mynda rifnuðu þök af húsum, rafmagnslaust var á stórum svæðum og hviðurnar voru svo öflugar að bílar fuku á hliðina.Færeyingar hafa margsinnis komið Íslendingum til aðstoðarRakel var viðmælandi Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lagði áherslu á að Færeyingar hafi alltaf staðið sína plikt og stutt Íslendinga þegar eitthvað hefur bjátað á hjá okkur. „Ég hugsa að allir hljóti að muna eftir því [að Færeyingar komu okkur til hjálpar] til dæmis í hruninu, í kringum snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri og eins í Vestmannaeyjagosinu,“ sagði Rakel.Sjá einnig: Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Færeyska þjóðin lánaði Íslendingum eftirminnilega rausnarlega peningaupphæð, sem nam sex milljörðum íslenskra króna, í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súðavík árið 1995 söfnuðu Færeyingar ríflegu fé til stuðnings fórnarlamba, fjársöfnunin skilaði raunar meiru en söfnun Íslendinga sjálfra, ef miðað er við höfðatölu. „Okkur finnst vera tækifæri núna til þess að sýna Færeyingum sama bróður- og systurþel eins og þeir hafa alltaf sýnt okkur.“Styrkja samband frændþjóðanna á FacebookÞær Rakel og Addý halda úti síðu á Facebook sem ber heitið Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Síðan var stofnuð árið 2014 í kjölfar þess að áhöfn færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg hafði verið neitað um þjónustu við Reykjavíkurhöfn. Fjölmargir hafa sett „like“ við síðuna, eða hátt í 14 þúsund manns. Rakel segir að þær hafi notað síðuna reglulega síðan þá, til dæmis til þess að koma áleiðis fréttum frá Færeyjum. Nú um jólin settu þær færeyskar og íslenskar fréttir af óveðrinu í Færeyjum inn á Facebook-síðuna og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Það urðu strax viðbrögð frá fylgjendum síðunnar. Þeir vildu að við nýttum tækifærið og gerðum eitthvað, sýndum Færeyingum frændrækni, bróður- og systurkærleika og styddum þá.“Færeyingar hafa löngum sýnt Íslendingum stuðning í verki.vísir/gettySkrifuðu bréf til ráðamannaRakel og Addý hafa þegar skrifað erindi til stjórnvalda þar sem þær koma á framfæri beiðni um að Færeyingar verði styrktir vegna stórfellds eignatjóns sem þeir urðu fyrir í ofsaveðrinu. Að sögn Rakelar hafa stjórnvöld ekki enn brugðist við beiðninni. „Við erum að skoða það, í kjölfar þess að fylgjendur síðunnar hafa verið að stinga upp á þessu sjálfir, hvort það ætti hreinlega að stofna reikning.“ Í augnablikinu eru þær að skoða það hvort möguleiki sé á því að koma upp styrktarreikningi til stuðnings Færeyinga og munu þær birta nánari upplýsingar um hann á Facebook-síðu sinni. Tengdar fréttir Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 18. nóvember 2008 14:43 Mikið tjón í fárviðri sem gekk yfir Færeyjar Meðalvindhraðinn var 52,4 metrar á sekúndu og höfðu um þrjú hundruð og fimmtíu tilkynningar um tjón og skemmdir borist lögreglu í morgun. Fastlega er búist við því að sú tala kunni hækka. 26. desember 2016 12:54 Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Myndbönd og myndir sýna meðal annars hvernig óveðrið hrifsaði þök af byggingum. 28. desember 2016 10:24 Færeyingar samþykkja lán sitt til Íslands Færeyska lögþingið hefur samþykkt 300 milljóna danskra kr. lán til Íslendinga í dag eða sem svarar til um 6,5 milljörðum kr. 19. desember 2008 16:35 Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 21. desember 2012 17:54 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Addý Steinarrs hafa hrundið af stað styrktarátaki til stuðnings frændum okkar Færeyinga en mikið óveður gekk yfir eyjarnar á jóladag.Mikið tjón varð í kjölfar fárviðrisins, til að mynda rifnuðu þök af húsum, rafmagnslaust var á stórum svæðum og hviðurnar voru svo öflugar að bílar fuku á hliðina.Færeyingar hafa margsinnis komið Íslendingum til aðstoðarRakel var viðmælandi Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lagði áherslu á að Færeyingar hafi alltaf staðið sína plikt og stutt Íslendinga þegar eitthvað hefur bjátað á hjá okkur. „Ég hugsa að allir hljóti að muna eftir því [að Færeyingar komu okkur til hjálpar] til dæmis í hruninu, í kringum snjóflóðin á Súðavík og á Flateyri og eins í Vestmannaeyjagosinu,“ sagði Rakel.Sjá einnig: Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Færeyska þjóðin lánaði Íslendingum eftirminnilega rausnarlega peningaupphæð, sem nam sex milljörðum íslenskra króna, í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Þegar snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súðavík árið 1995 söfnuðu Færeyingar ríflegu fé til stuðnings fórnarlamba, fjársöfnunin skilaði raunar meiru en söfnun Íslendinga sjálfra, ef miðað er við höfðatölu. „Okkur finnst vera tækifæri núna til þess að sýna Færeyingum sama bróður- og systurþel eins og þeir hafa alltaf sýnt okkur.“Styrkja samband frændþjóðanna á FacebookÞær Rakel og Addý halda úti síðu á Facebook sem ber heitið Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Síðan var stofnuð árið 2014 í kjölfar þess að áhöfn færeyska makrílveiðiskipsins Næraberg hafði verið neitað um þjónustu við Reykjavíkurhöfn. Fjölmargir hafa sett „like“ við síðuna, eða hátt í 14 þúsund manns. Rakel segir að þær hafi notað síðuna reglulega síðan þá, til dæmis til þess að koma áleiðis fréttum frá Færeyjum. Nú um jólin settu þær færeyskar og íslenskar fréttir af óveðrinu í Færeyjum inn á Facebook-síðuna og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Það urðu strax viðbrögð frá fylgjendum síðunnar. Þeir vildu að við nýttum tækifærið og gerðum eitthvað, sýndum Færeyingum frændrækni, bróður- og systurkærleika og styddum þá.“Færeyingar hafa löngum sýnt Íslendingum stuðning í verki.vísir/gettySkrifuðu bréf til ráðamannaRakel og Addý hafa þegar skrifað erindi til stjórnvalda þar sem þær koma á framfæri beiðni um að Færeyingar verði styrktir vegna stórfellds eignatjóns sem þeir urðu fyrir í ofsaveðrinu. Að sögn Rakelar hafa stjórnvöld ekki enn brugðist við beiðninni. „Við erum að skoða það, í kjölfar þess að fylgjendur síðunnar hafa verið að stinga upp á þessu sjálfir, hvort það ætti hreinlega að stofna reikning.“ Í augnablikinu eru þær að skoða það hvort möguleiki sé á því að koma upp styrktarreikningi til stuðnings Færeyinga og munu þær birta nánari upplýsingar um hann á Facebook-síðu sinni.
Tengdar fréttir Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 18. nóvember 2008 14:43 Mikið tjón í fárviðri sem gekk yfir Færeyjar Meðalvindhraðinn var 52,4 metrar á sekúndu og höfðu um þrjú hundruð og fimmtíu tilkynningar um tjón og skemmdir borist lögreglu í morgun. Fastlega er búist við því að sú tala kunni hækka. 26. desember 2016 12:54 Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Myndbönd og myndir sýna meðal annars hvernig óveðrið hrifsaði þök af byggingum. 28. desember 2016 10:24 Færeyingar samþykkja lán sitt til Íslands Færeyska lögþingið hefur samþykkt 300 milljóna danskra kr. lán til Íslendinga í dag eða sem svarar til um 6,5 milljörðum kr. 19. desember 2008 16:35 Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 21. desember 2012 17:54 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þakkaði Færeyingum fyrir aðstoðina Færeyingar sýndu Íslendingum einstakan vinarhug þegar þeir ákváðu að lána 300 milljónir danskra króna í gjaldeyrisvaraforða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtti tækifærið og þakkaði Jørgen Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja fyrir aðstoðina, á blaðamannafundi sem þau héldu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 18. nóvember 2008 14:43
Mikið tjón í fárviðri sem gekk yfir Færeyjar Meðalvindhraðinn var 52,4 metrar á sekúndu og höfðu um þrjú hundruð og fimmtíu tilkynningar um tjón og skemmdir borist lögreglu í morgun. Fastlega er búist við því að sú tala kunni hækka. 26. desember 2016 12:54
Færeyingar takast á við afleiðingar Urðar Myndbönd og myndir sýna meðal annars hvernig óveðrið hrifsaði þök af byggingum. 28. desember 2016 10:24
Færeyingar samþykkja lán sitt til Íslands Færeyska lögþingið hefur samþykkt 300 milljóna danskra kr. lán til Íslendinga í dag eða sem svarar til um 6,5 milljörðum kr. 19. desember 2008 16:35
Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 21. desember 2012 17:54