Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2016 18:30 Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2.
Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30