Þjálfari Harðar Björgvins þurfti að sannfæra Chelsea um að lána sér leikmann Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. september 2016 13:30 Antonio Conte ætlaði ekki að nota Tammy Abraham og lánaði hann á endanum. vísir/getty Knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Bristol City, sem íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon leikur með, og forráðamenn þess þurftu að hafa fyrir því að sannfæra æðstu menn úrvalsdeildarfélagsins Chelsea um að lána því 18 ára gamlan framherja því Lundúnarliðið vill ekki lána menn til ákveðinna félaga. Chelsea er með lista yfir félög sem það stundar ekki viðskipti við en Chelsea er afskaplega duglegt að lána leikmenn og á marga út um alla Evrópu. Chelsea var með rétt ríflega 60 leikmenn á láni seinni hluta síðustu leiktíðar og lánaði 39 stykki á lokadegi félagaskiptagluggans í ágúst. Bristol City vildi ólmt fá hinn 18 ára gamla Tammy Abraham til liðs við sig og það tókst á endanum en hann fer frábærlega af stað og er búinn að skora sex mörk í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Það tók Bristol aftur á móti sinn tíma að sannfæra Chelsea. „Undir lok síðustu leiktíðar fór Lee Johnson [knattspyrnustjóri Bristol] á æfingasvæði Chelsea og kynnti hugmyndina fyrir Michael Emenalo [yfirmanni knattspyrnumála hjá Chelsea]. Á sama tíma fór ég og hitti Roman Abramovic og stjórnina,“ segir Mark Ashton, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bristol City, í viðtali við Bristol Post. „Chelsea sagðist hafa reynt þetta áður með enskum liðum en að þeirra sögn hefði þetta bara ekki gengið upp. Ég fékk lista hjá Chelsea yfir félög sem það stundar ekki viðskipti við.“ „Ég bað um að fá Tammy í eina leiktíð og að við yrðum metnir á verkum okkar en ekki hvað við höfðum að segja. Við sýndum Chelsea hvað við getum gert og að okkur langar að setja af stað langtíma samstarf.“ „Þegar allt var klárt að hálfu Chelsea og fjármálin komin á hrein var þetta ekki enn komið í hús því þá þurftum við að bíða eftir herra Conte,“ segir Mark Ashton. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Bristol City, sem íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon leikur með, og forráðamenn þess þurftu að hafa fyrir því að sannfæra æðstu menn úrvalsdeildarfélagsins Chelsea um að lána því 18 ára gamlan framherja því Lundúnarliðið vill ekki lána menn til ákveðinna félaga. Chelsea er með lista yfir félög sem það stundar ekki viðskipti við en Chelsea er afskaplega duglegt að lána leikmenn og á marga út um alla Evrópu. Chelsea var með rétt ríflega 60 leikmenn á láni seinni hluta síðustu leiktíðar og lánaði 39 stykki á lokadegi félagaskiptagluggans í ágúst. Bristol City vildi ólmt fá hinn 18 ára gamla Tammy Abraham til liðs við sig og það tókst á endanum en hann fer frábærlega af stað og er búinn að skora sex mörk í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Það tók Bristol aftur á móti sinn tíma að sannfæra Chelsea. „Undir lok síðustu leiktíðar fór Lee Johnson [knattspyrnustjóri Bristol] á æfingasvæði Chelsea og kynnti hugmyndina fyrir Michael Emenalo [yfirmanni knattspyrnumála hjá Chelsea]. Á sama tíma fór ég og hitti Roman Abramovic og stjórnina,“ segir Mark Ashton, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bristol City, í viðtali við Bristol Post. „Chelsea sagðist hafa reynt þetta áður með enskum liðum en að þeirra sögn hefði þetta bara ekki gengið upp. Ég fékk lista hjá Chelsea yfir félög sem það stundar ekki viðskipti við.“ „Ég bað um að fá Tammy í eina leiktíð og að við yrðum metnir á verkum okkar en ekki hvað við höfðum að segja. Við sýndum Chelsea hvað við getum gert og að okkur langar að setja af stað langtíma samstarf.“ „Þegar allt var klárt að hálfu Chelsea og fjármálin komin á hrein var þetta ekki enn komið í hús því þá þurftum við að bíða eftir herra Conte,“ segir Mark Ashton.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira