Íslenskir hipsterar ættu að tengja Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2016 11:00 Atli kynntist leikstjóra myndarinnar, Alexander Carson, þegar hann var búsettur í Montreal og hefur einnig farið með hlutverk í tveimur stuttmyndum eftir hann. Mynd/NorthCountryCinema Efnt verður til þriggja sýninga á kanadísku indí-kvikmyndinni O, Brazen Age í Bíó Paradís í næstu viku. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF síðastliðið haust og hefur síðan þá ferðast um kvikmyndahátíðir og er stefnan sett á að myndin fari í almenna dreifingu í haust. Leikstjóri myndarinnar er hinn kanadíski Alexander Carson en meðal þeirra sem leika í kvikmyndinni er íslenski fjöllistamaðurinn Atli Bollason sem fer með hlutverk samnefnds flippskúnks í myndinni. „Það eru frekar margar persónur og þetta er í rauninni ekki ein saga heldur margar sem fléttast saman. Þetta er saga af heilum vinahóp og ég leik einn þessara vina. Hann er svona frekar flippaður myndi ég segja, hinir vinirnir ólust allir upp saman í úthverfi Toronto en þeir kynnast mér seinna á lífsleiðinni og ég er svona einhver flippskúnkur,“ segir Atli. „Ég náði bara að tengja mjög vel við það,“ segir hann hlæjandi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi átt í erfiðleikum með það að tengjast persónu sinni í myndinni. „Það hjálpaði kannski að persónan heitir sama nafni og ég þannig að það má vel vera að leikstjórinn hafi kannski byggt Atla í myndinni á Atla Bolla,“ bætir hann við dullarfullur. Leikstjóranum kynntist Atli þegar hann var búsettur í Montreal í Canada. „Þegar ég var þarna úti þá lék ég í einhverri stuttmynd sem hann gerði og síðan hittumst við nokkrum árum síðar í Detroit í Bandaríkjunum og skutum aðra stuttmynd saman þannig að þetta er í þriðja sinn sem við vinnum saman.“ O, Brazen Age er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd en hann hefur einnig gert stuttmyndir og hlaut Golden Gate-verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Francisco fyrir stuttmyndina Numbers & Friends árið 2014. Einnig hefur hann gert stuttmyndirnar We Refuse to Be Cold og Braids. O, Brazen Age er lýst sem þroskasögu og hugleiðingu um ljósmyndun, minningar og minjagrip sem dregur upp mynd af vináttu og trú á 21. öldinni. „Hún fjallar um vinahóp sem er búinn að vera til lengi en það er ekki þar með sagt að þessir vinir séu hollir hver fyrir annan. Þetta eru orðin flókin sambönd og kannski svolítið meiðandi og uppfull af afbrýðisemi. Þessir vinir eru að gera upp ýmis mál sem tengjast meðal annars fyrrverandi kærustum og vonbrigðum með að draumarnir frá unglingsárunum hafi ekki ræst.“ Atli segir myndina nútímalega og kallast vel á við þann tíma sem við lifum á í dag. „Það sem mér finnst mjög skemmtilegt við þessa mynd er að hún er mjög „modern“. Þessar týpur og þessi sambönd gætu ekki hafa verið til á neinum öðrum tíma en í upphafi 21. aldarinnar. Þetta eru hvítir millistéttarkrakkar sem eru að díla við svona fyrsta heims vandamál. Ég held að íslensk ungmenni og íslenskir hipsterar ættu að geta tengt við þetta.“ Myndin var tekin fyrir rúmu einu og hálfu ári og var Atli við tökur í rúman mánuð. Hann segir tökurnar hafa verið skemmtilegan tíma og samheldni hafa ríkt í hópnum. „Við bjuggum eiginlega öll saman og vorum að skjóta saman og á kvöldin fórum við og fengum okkur að borða, fórum á barinn og vorum að kíkja á það sem við höfðum verið að gera yfir daginn. Það myndaðist góð og vinaleg stemning á meðan á þessu stóð og ég held að það sjáist í myndinni. Ég held að það hafi skipt máli að fá þennan fíling á settinu til þess að láta þetta smitast inn í myndina og fá þennan afslappaða vinalega fíling.“ Atli er ekki leikari að mennt eða aðalstarfi en hefur líkt og áður sagði þó leikið í tveimur stuttmyndum eftir sama leikstjóra en einnig fór hann með hlutverk í vefþáttaröðinni Cloud of Ash sem leikstýrt var af Steindóri Grétari Jónssyni. Atli viðurkennir að það sér örlítið skrýtið að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu þó það sé skemmtilegt líka. „Það er ekki eins og að horfa í spegil allavega. Þetta er eitthvert undarlegt tilbrigði við mann sjálfan. Maður þekkir sumt og annað ekki í eigin fari.“ Engin frekari verkefni liggja þó fyrir að svo stöddu en Atli skýtur þó ekki loku fyrir að hann taki að sér frekari hlutverk í framtíðinni ef gott býðst. „Ég er allavega í símaskránni ef einhver vill, ég er alveg til í það.“ Sýningarnar þrjár verða í Bíói Paradís 7.-9. apríl en upplýsingar um tímasetningu og miðaverð má nálgast á vefsíðunni Bioparadis.is. O, BRAZEN AGE (2015) // FULL TRAILER from North Country Cinema on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Efnt verður til þriggja sýninga á kanadísku indí-kvikmyndinni O, Brazen Age í Bíó Paradís í næstu viku. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF síðastliðið haust og hefur síðan þá ferðast um kvikmyndahátíðir og er stefnan sett á að myndin fari í almenna dreifingu í haust. Leikstjóri myndarinnar er hinn kanadíski Alexander Carson en meðal þeirra sem leika í kvikmyndinni er íslenski fjöllistamaðurinn Atli Bollason sem fer með hlutverk samnefnds flippskúnks í myndinni. „Það eru frekar margar persónur og þetta er í rauninni ekki ein saga heldur margar sem fléttast saman. Þetta er saga af heilum vinahóp og ég leik einn þessara vina. Hann er svona frekar flippaður myndi ég segja, hinir vinirnir ólust allir upp saman í úthverfi Toronto en þeir kynnast mér seinna á lífsleiðinni og ég er svona einhver flippskúnkur,“ segir Atli. „Ég náði bara að tengja mjög vel við það,“ segir hann hlæjandi þegar hann er spurður að því hvort hann hafi átt í erfiðleikum með það að tengjast persónu sinni í myndinni. „Það hjálpaði kannski að persónan heitir sama nafni og ég þannig að það má vel vera að leikstjórinn hafi kannski byggt Atla í myndinni á Atla Bolla,“ bætir hann við dullarfullur. Leikstjóranum kynntist Atli þegar hann var búsettur í Montreal í Canada. „Þegar ég var þarna úti þá lék ég í einhverri stuttmynd sem hann gerði og síðan hittumst við nokkrum árum síðar í Detroit í Bandaríkjunum og skutum aðra stuttmynd saman þannig að þetta er í þriðja sinn sem við vinnum saman.“ O, Brazen Age er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd en hann hefur einnig gert stuttmyndir og hlaut Golden Gate-verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Francisco fyrir stuttmyndina Numbers & Friends árið 2014. Einnig hefur hann gert stuttmyndirnar We Refuse to Be Cold og Braids. O, Brazen Age er lýst sem þroskasögu og hugleiðingu um ljósmyndun, minningar og minjagrip sem dregur upp mynd af vináttu og trú á 21. öldinni. „Hún fjallar um vinahóp sem er búinn að vera til lengi en það er ekki þar með sagt að þessir vinir séu hollir hver fyrir annan. Þetta eru orðin flókin sambönd og kannski svolítið meiðandi og uppfull af afbrýðisemi. Þessir vinir eru að gera upp ýmis mál sem tengjast meðal annars fyrrverandi kærustum og vonbrigðum með að draumarnir frá unglingsárunum hafi ekki ræst.“ Atli segir myndina nútímalega og kallast vel á við þann tíma sem við lifum á í dag. „Það sem mér finnst mjög skemmtilegt við þessa mynd er að hún er mjög „modern“. Þessar týpur og þessi sambönd gætu ekki hafa verið til á neinum öðrum tíma en í upphafi 21. aldarinnar. Þetta eru hvítir millistéttarkrakkar sem eru að díla við svona fyrsta heims vandamál. Ég held að íslensk ungmenni og íslenskir hipsterar ættu að geta tengt við þetta.“ Myndin var tekin fyrir rúmu einu og hálfu ári og var Atli við tökur í rúman mánuð. Hann segir tökurnar hafa verið skemmtilegan tíma og samheldni hafa ríkt í hópnum. „Við bjuggum eiginlega öll saman og vorum að skjóta saman og á kvöldin fórum við og fengum okkur að borða, fórum á barinn og vorum að kíkja á það sem við höfðum verið að gera yfir daginn. Það myndaðist góð og vinaleg stemning á meðan á þessu stóð og ég held að það sjáist í myndinni. Ég held að það hafi skipt máli að fá þennan fíling á settinu til þess að láta þetta smitast inn í myndina og fá þennan afslappaða vinalega fíling.“ Atli er ekki leikari að mennt eða aðalstarfi en hefur líkt og áður sagði þó leikið í tveimur stuttmyndum eftir sama leikstjóra en einnig fór hann með hlutverk í vefþáttaröðinni Cloud of Ash sem leikstýrt var af Steindóri Grétari Jónssyni. Atli viðurkennir að það sér örlítið skrýtið að sjá sjálfan sig á hvíta tjaldinu þó það sé skemmtilegt líka. „Það er ekki eins og að horfa í spegil allavega. Þetta er eitthvert undarlegt tilbrigði við mann sjálfan. Maður þekkir sumt og annað ekki í eigin fari.“ Engin frekari verkefni liggja þó fyrir að svo stöddu en Atli skýtur þó ekki loku fyrir að hann taki að sér frekari hlutverk í framtíðinni ef gott býðst. „Ég er allavega í símaskránni ef einhver vill, ég er alveg til í það.“ Sýningarnar þrjár verða í Bíói Paradís 7.-9. apríl en upplýsingar um tímasetningu og miðaverð má nálgast á vefsíðunni Bioparadis.is. O, BRAZEN AGE (2015) // FULL TRAILER from North Country Cinema on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira