Lögregla og skattstjóri bönkuðu óvænt upp á hjá fjölda Airbnb-leigusala Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Áttatíu prósent þeirra Airbnb-leigusala sem voru heimsóttir voru ekki með leyfi og eiga von á sektum. Vísir/Anton Brink Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku.
Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30