Taka heljarstökk á áttræðisaldri og kunna Haka-dansinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 11:28 Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira