Taka heljarstökk á áttræðisaldri og kunna Haka-dansinn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 11:28 Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti fimleikaflokk á Íslandi sem er engum öðrum líkur en þar fara menn á áttræðisaldri sem heljarstökk eins og ekkert sé og gera allskonar æfingar sem mun yngri menn gætu verið stoltir af. Félagarnir hófu æfingar 1980 en sá elsti í hópnum er 80 ára og sá yngri 72 ára. Einn og einn yngri slæðist reyndar með en þessir mögnuðu íþróttamenn hafa æft af kappi fyrir vorsýningu Fimleikadeildar Ármanns í dag sunnudag. „Kjarninn eru gamlir fimleikamenn sem voru margir með sýningaflokkum á árum áður. Við Þórir byrjuðum hjá Valdimar Örnólfssyni árið 1955. Ég var síðan í ÍR og hann með Ármanni síðar," sagði Birgir Guðjónsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Skrokkurinn er allgóður. Það eru svona smá meiðsli í baki stundum og stökkin hafa aðeins minnkað hjá mörgum. Það verður að viðurkenna það að það eru æfingar sem við gerðum en getum ekki gert lengur," sagði Birgir. „Það er svolítið spaugilegt að segja frá því að afturábak kollhnís verður oft erfiðastur því þá er hálsinn orðinn stífur. Menn fara heljarstökk áfram og einstaka maður í flikk," sagði Birgir. Félagarnir hafa æft tvisvar í viku í 36 ár undir stjórn Þóris Kjartanssonar. „Sumir eru aumir í hnjánum og í ökklum og það er eðlilegt náttúrulega. Þá gerir maður bara æfingar eftir því hvað líkaminn þolir. Þetta er ekkert mál," sagði Guðjón en eru menn aldrei eftir sig eftir svona æfingar? „Ég held það ekki. Menn eru bara miklu hressari. Það heldur bara lífinu í manni að vera í þessu," sagði Þórir Kjartansson. Félagarnir ætla að sýna Haka-bardagaundirbúninginn en hann sýna landslið Nýja-Sjálands oft fyrir kappleiki til að hræða andstæðingana. Það er hægt að sjá þá æfa hann í innslagi Gaupa sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Fimleikar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sjá meira