Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar, en PSV vann B-riðilinn á sama tíma og Roma hafnaði í öðru sæti E-riðils á eftir Barcelona. Albert og félagar skildu Manchester United eftir í B-riðlinum.
Leikurinn var aðeins fjórtán mínútna gamall þegar Albert lagði upp mark fyrir Steven Bergwijn, en Roma tók forystuna með mörkum á 49. og 68. mínútu. Stoðsendingin hjá Alberti var afskaplega falleg en myndband af henni má sjá hér að neðan.
Albert var tekinn af velli á 71. mínútu og inn á fyrir hann kom Belginn Matthias Verreth. Hann jafnaði metin tveimur mínútum síðar og þar við sat, 2-2.
Liðin mætast aftur í Rómarborg þar sem Roma-liðið er í fínum málum eftir að skora tvö mörk á útivelli.
Ruststand #PSV A1 vs. #ASRoma A1 ( 1-0 ) Steven Bergwijn #ChampionsLeague pic.twitter.com/5unyLfQ0H2
— Pier Tensen (@p_tensen) February 24, 2016