Adam Lallana á við meiðsli í kálfa að stríða og verður því ekki með Liverpool þegar liðið mætir Augsburg í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA ytra á morgun.
Hann fær þess í stað aðhlynningu en félagar hans ferðuðust til Þýskalands í morgun. Lallana hefur þar að auki misst af síðustu tveimur leikjum Liverpool.
Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Lucas Leiva er kominn aftur í leikmannahópinn en hann missti af 6-0 sigrinum á Aston Villa um helgina.
Kevin Stewart verður að sögn stjórans Jürgen Klopp frá í nokkurn tíma vegna akklarmeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu. Hann spilaði sinn fyrsta deildarleik þegar hann kom inn á sem varamaður um helgina.
Lallana missir af leiknum gegn Augsburg
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
