Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2016 10:20 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014. Vísir „Dómurinn tekur undir sjónarmið Símafélagsins um að tæknileg útfærsla lögbannsins, með svokallaðri DNS-lokun, geti aukið kostnað notenda, minnkað gæði netþjónustunnar og sé í eðli sínu hálf tilgangslaus ráðstöfun,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins um staðfestingu Héraðsdóms Reykjavíkur á lögbanni á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Brjánn segir að Héraðsdómur hafi komist að mótsagnarkenndri niðurstöðu í málinu. Þá hafi dómurinn tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins.Sjá einnig: Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest„Dómurinn gengur síðan enn lengra í sínu eigin mati og segir að DNS-lokun sé skammtímalausn sem sé ósamrýmanleg þróun öryggismála á netinu og fari gegn heildarbyggingu þess. Þrátt fyrir þetta mat kemst dómurinn að þeirri mótsagnakenndu niðurstöðu að lögbannið sé ekki tilgangslaust með öllu og að DNS-lokun sé minnst íþyngjandi útfærslan á lögbanninu fyrir fjarskiptafyrirtæki og viðskiptavini þeirra af þeim aðferðum sem koma til greina," segir Brjánn.“ DNS stendur fyrir Domain Name System. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, í stað IP-tölu vefsetursins. DNS-þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP-tölu. Með lögbanninu er netþjónustufyrirtækjum skipað að að vísa notendum sem ætla sér að komast inn á umræddar vefsíður inn á rangt vefsvæði þar sem melding um lögbannið kemur upp. Sjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlegaBrjánn segir að mikilvægt sé að fá æðra dómstig til að fjalla um málið en kostnaður þess sé líklega of mikill fyrir Símafélagið, óvíst sé því um framhald málsins. Telur hann að STEF, sem barist hefur fyrir lögbanninnu, sé á villigötum í málinu. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að Símafélagið styður STEF heilshugar í baráttu sinni gegn ólöglegri dreifingu höfundarréttarvarins efnis. Við teljum STEF einfaldlega vera á villigötum. Má þar nefna tilgangsleysi aðgerðanna, ógn við öryggi internetsins ásamt þeirri ritskoðun sem lögbannið felur í sér.” Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
„Dómurinn tekur undir sjónarmið Símafélagsins um að tæknileg útfærsla lögbannsins, með svokallaðri DNS-lokun, geti aukið kostnað notenda, minnkað gæði netþjónustunnar og sé í eðli sínu hálf tilgangslaus ráðstöfun,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins um staðfestingu Héraðsdóms Reykjavíkur á lögbanni á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Brjánn segir að Héraðsdómur hafi komist að mótsagnarkenndri niðurstöðu í málinu. Þá hafi dómurinn tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins.Sjá einnig: Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest„Dómurinn gengur síðan enn lengra í sínu eigin mati og segir að DNS-lokun sé skammtímalausn sem sé ósamrýmanleg þróun öryggismála á netinu og fari gegn heildarbyggingu þess. Þrátt fyrir þetta mat kemst dómurinn að þeirri mótsagnakenndu niðurstöðu að lögbannið sé ekki tilgangslaust með öllu og að DNS-lokun sé minnst íþyngjandi útfærslan á lögbanninu fyrir fjarskiptafyrirtæki og viðskiptavini þeirra af þeim aðferðum sem koma til greina," segir Brjánn.“ DNS stendur fyrir Domain Name System. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, í stað IP-tölu vefsetursins. DNS-þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP-tölu. Með lögbanninu er netþjónustufyrirtækjum skipað að að vísa notendum sem ætla sér að komast inn á umræddar vefsíður inn á rangt vefsvæði þar sem melding um lögbannið kemur upp. Sjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlegaBrjánn segir að mikilvægt sé að fá æðra dómstig til að fjalla um málið en kostnaður þess sé líklega of mikill fyrir Símafélagið, óvíst sé því um framhald málsins. Telur hann að STEF, sem barist hefur fyrir lögbanninnu, sé á villigötum í málinu. „Það er mjög mikilvægt að það komi fram að Símafélagið styður STEF heilshugar í baráttu sinni gegn ólöglegri dreifingu höfundarréttarvarins efnis. Við teljum STEF einfaldlega vera á villigötum. Má þar nefna tilgangsleysi aðgerðanna, ógn við öryggi internetsins ásamt þeirri ritskoðun sem lögbannið felur í sér.”
Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00