Forysta Samfylkingarinnar verður að fylgja vilja flokksstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2016 12:49 Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki útilokað að hægt verði að breyta stjórnarskránni í anda tillagna stjórnlagaráðs á þessu kjörtímabili og nýta þannig bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti á síðasta kjörtímabili. Flokksstjórn Samfylkingarinnar hafi hins vegar algerlega hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar eins eins og þær líta út núna. Flokksstjórn Samfylkingarinnar kom saman á laugardag til að ræða sérstaklega drög að tillögum stjórnarskrárnefndar sem forsætisráðherra skipaði árið 2013. Árni Páll Árnason formaður flokksins lagði til í upphafi fundar að tillögurnar yrðu samþykktar, en þær fela í sér þrenns konar breytingar á stjórnarskránni varðandi, auðlindir, náttúru landsins og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir flokksstjórnina hins vegar hafa hafnað þessum tillögum. „Það er auðvitað alveg rétt. Hann var búinn að skrifa blaðagrein fyrir fundinn og mæltist til þess aðþessar tillögur yrðu samþykktar, sem sem flokksstjórnin var ekki sammála. En það má telja honum þó til tekna og meta það við formanninn að hann ákvað að sækja sér veganesti til flokksstjórnarinnar um framhald málsins. Nú er ljóst hvert það veganesti er,“ segir Ólína. Flokksstjórnin standi með tillögum stjórnlagaráðs og það sé því verkefni formanns og forystu flokksins að vinna eftir þeirri niðurstöðu í framhaldinu. Þegar stjórnarskrármálin voru komin í óefni undir lok síðasta kjörtímabils vegna málþófs aðallega að hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins var samþykkt tillaga frá Árna Páli um bráðabirgðaákvæði í stjórnarskrána þess efnis að hægt yrði að gera breytingar á henni á þessu kjörtímabili, án þess að boða þyrfti strax til kosninga, eins og stjórnarskráin gerir annars ráð fyrir.Það er þá búið að klúðra þessu tækifæri sem var í bráðabirgða ákvæðinu?„Ég er ekki alveg viss um það vegna þess að ritari stjórnarskrárnefndar var nú á þessum fundi og lýsti því yfir að það væri enn verið að taka við umsögnum við málið. Það var helst á henni að skilja og ég heyri ekki betur á formanni VG sem líka hefur verið í þessari vinnu og fleirum, að það sé hægt að vinna málið áfram. Við skulum bara vona að það sé hægt. Því það er alveg ljóst núna að tvær flokksstofnanir, Píratar og Samfylkingin, sem ekki geta sem ekki geta fellt sig við þessar tillögur eins og þær hafa verið bornar á borð núna,“ segir Ólína. Hins vegar sé ekki nóg að nálgast tillögur stjórnlagaráðs, það verði að byggja á þeim. „Þannig að það er ekki nóg að snurfusa orðalagið bara eitthvað aðeins til að nálgast og búa til eitthvað annað miðjumoð um þetta. Það þarf að vera raunverulegur vilji og stefna til að fylgja meginsjónarmiðum stjórnlagaráðsins,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira