Þetta voru fyrstu kynni United af Mourinho Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2016 10:30 José Mourino fagnar fræknum sigri á Old Trafford. vísir/getty José Mourinho var í morgun kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tekur við starfinu af Louis van Gaal sem var rekinn á mánudaginn þrátt fyrir að skila í hús fyrsta bikarmeistaratitli félagsins í tólf ár. Mourinho þekkir vel til á Englandi eins og allir vita en hann stýrði Chelsea í tvígang frá 2004-2008 og aftur frá 2013 byrjun síðasta tímabils. Hann vann ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum og bikarinn einu sinni.Sjá einnig:Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn var ráðinn stjóri Chelsea eftir að honum tókst það ótrúlega þegar hann gerði Porto að Evrópumeisturum 2004 eftir sigur á Monaco í úrslitaleik. Mourinho hefur á sínum ferli unnið níu landstitla á 16 tímabilum, fjórar bikarkeppnir í fjórum löndum og Meistaradeildina í tvígang með Porto og Inter. Leiðin að þeim Meistaradeildartitlinum með Prto fór í gegnum Old Trafford þar sem Mourinho skaust upp á stjörnuhimininn. Og nú, tólf árum síðar, er hann orðinn knattspyrnustjóri Manchester United.Costinha skorar markið sem kom ferli Mourinho almennilega af stað.vísir/gettyHoward „að þakka“ Porto og United mættust í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2004 og hafði portúgalska liðið betur, 2-1, á heimavelli. Útivallarmark Quinton Fortune virtist þó ætla að reynast United-liðinu dýrmætt því Paul Scholes kom United yfir í heimaleiknum, 1-0, og þannig var staðan fram á síðustu mínútu leiksins. Þá var komið að stundinni sem gerði Mourinho fyrst frægan. Eftir mistök Tim Howard í marki United fylgdi Portúgalinn Costinha eftir aukaspyrnu og skoraði markið sem kom Porto í átta liða úrslitin. Mourinho fagnaði gífurlega og hljóp alla hliðarlínuna að lærisveinum sínum og fagnaði með þeim. Porto skellti svo Lyon í átta liða úrslitum og Deportivo La Coruna í undanúrslitum áður en liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 3-0 sigur á Monaco í úrslitaleiknum. „Við skoruðum á Old Trafford á síðustu mínútunni. Ef við hefðum ekki skorað hefðum við verið úr leik,“ sagði José Mourinho um fagnað fræga í viðtali við heimasíðu UEFA fyrr á þessari leiktíð en myndband af atvikinu má sjá hér. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn spenntur fyrir nýju starfi á Old Trafford en hann segist alltaf hafa fundið fyrir tengslum við félagið. 27. maí 2016 09:15 Mourinho búinn að semja við United Er formlega genginn til liðs við Manchester United og hefur skrifað undir samning þess efnis. 27. maí 2016 08:35 Memphis: Þetta var ekki slæmt ár en heldur ekki gott ár Hollenska ungstirnið fær tækifæri til að sanna sig fyrir nýjum knattspyrnustjóra eftir dapra byrjun á Old Trafford. 27. maí 2016 12:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
José Mourinho var í morgun kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Manchester United. Hann tekur við starfinu af Louis van Gaal sem var rekinn á mánudaginn þrátt fyrir að skila í hús fyrsta bikarmeistaratitli félagsins í tólf ár. Mourinho þekkir vel til á Englandi eins og allir vita en hann stýrði Chelsea í tvígang frá 2004-2008 og aftur frá 2013 byrjun síðasta tímabils. Hann vann ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum og bikarinn einu sinni.Sjá einnig:Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn var ráðinn stjóri Chelsea eftir að honum tókst það ótrúlega þegar hann gerði Porto að Evrópumeisturum 2004 eftir sigur á Monaco í úrslitaleik. Mourinho hefur á sínum ferli unnið níu landstitla á 16 tímabilum, fjórar bikarkeppnir í fjórum löndum og Meistaradeildina í tvígang með Porto og Inter. Leiðin að þeim Meistaradeildartitlinum með Prto fór í gegnum Old Trafford þar sem Mourinho skaust upp á stjörnuhimininn. Og nú, tólf árum síðar, er hann orðinn knattspyrnustjóri Manchester United.Costinha skorar markið sem kom ferli Mourinho almennilega af stað.vísir/gettyHoward „að þakka“ Porto og United mættust í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2004 og hafði portúgalska liðið betur, 2-1, á heimavelli. Útivallarmark Quinton Fortune virtist þó ætla að reynast United-liðinu dýrmætt því Paul Scholes kom United yfir í heimaleiknum, 1-0, og þannig var staðan fram á síðustu mínútu leiksins. Þá var komið að stundinni sem gerði Mourinho fyrst frægan. Eftir mistök Tim Howard í marki United fylgdi Portúgalinn Costinha eftir aukaspyrnu og skoraði markið sem kom Porto í átta liða úrslitin. Mourinho fagnaði gífurlega og hljóp alla hliðarlínuna að lærisveinum sínum og fagnaði með þeim. Porto skellti svo Lyon í átta liða úrslitum og Deportivo La Coruna í undanúrslitum áður en liðið stóð uppi sem sigurvegari eftir 3-0 sigur á Monaco í úrslitaleiknum. „Við skoruðum á Old Trafford á síðustu mínútunni. Ef við hefðum ekki skorað hefðum við verið úr leik,“ sagði José Mourinho um fagnað fræga í viðtali við heimasíðu UEFA fyrr á þessari leiktíð en myndband af atvikinu má sjá hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn spenntur fyrir nýju starfi á Old Trafford en hann segist alltaf hafa fundið fyrir tengslum við félagið. 27. maí 2016 09:15 Mourinho búinn að semja við United Er formlega genginn til liðs við Manchester United og hefur skrifað undir samning þess efnis. 27. maí 2016 08:35 Memphis: Þetta var ekki slæmt ár en heldur ekki gott ár Hollenska ungstirnið fær tækifæri til að sanna sig fyrir nýjum knattspyrnustjóra eftir dapra byrjun á Old Trafford. 27. maí 2016 12:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Mourinho: Einstakur heiður í þessari íþrótt að vera stjóri Man. United Portúgalinn spenntur fyrir nýju starfi á Old Trafford en hann segist alltaf hafa fundið fyrir tengslum við félagið. 27. maí 2016 09:15
Mourinho búinn að semja við United Er formlega genginn til liðs við Manchester United og hefur skrifað undir samning þess efnis. 27. maí 2016 08:35
Memphis: Þetta var ekki slæmt ár en heldur ekki gott ár Hollenska ungstirnið fær tækifæri til að sanna sig fyrir nýjum knattspyrnustjóra eftir dapra byrjun á Old Trafford. 27. maí 2016 12:00