Fótbolti

Stærsti leikvangur Evrópu stækkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinn nýi Nývangur.
Hinn nýi Nývangur. Mynd/Heimasíða Barcelona
Barcelona ætlar að stækka heimavöllinn sinn töluvert innan fimm ára og stærsti leikvangur Evrópu verður því enn stærri eftir breytingarnar.

Það komast ekki bara fleiri áhorfendur fyrir á Camp Nou eftir þessa andlistlyftingu heldur verður einnig byggt þak yfir völlinn.

Japanska fyrirtækið Nikken Sekkei í samvinnu við katalónsku arkitektanna Joan Pascual og Ramon Ausio tryggðu sér verkefnið að endurhanna völlinn. Nikken Sekkei hefur hannað marga af flottustu leikvöngum í Japan.

Frumteikningarnar af nýjum Nývangi hafa verið gerðar opinberar en frekari upplýsingar um framkvæmdaáætlun munu koma fram í dagsljósið á næstu vikum. Það má lesa meira um breytingarnar á heimasíðu Barcelona.

Francesc Mitjans hannaði leikvanginn sem var byggður árið 1957. Hann var endurnýjaður bæði 1995 og 2008. Mest tók hann 121.749 áhorfendur frá 1980 til 1993.

Barcelona er og hefur verið eitt allra besta kattspyrnulið Evrópu og áhugi á liðinu er mikill í Katalóníu. Liðið spilar fjölmarga leiki á hverju tímabili þar sem mun færri komast að en vilja.

Nývangur tekur 99,354 manns í sæti í dag en mun taka 105 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. Í dag er ekki þak yfir stórum hluta leikvangsins en það mun breytast.  Áhorfendur sleppa við rigningu og rok eftir að endurnýjun leikvangsins lýkur.

Vinna við völlinn mun hefjast fyrir 2017-2018 tímabilið og það er því enn langt þangað til að framkvæmdir hefjist. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af nýja Nývangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×