Söng með Sissel Kyrkjebø Elín Albertsdóttir skrifar 23. desember 2016 10:00 Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg. Ari segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að syngja með þessari frægu söngkonu en þetta var í annað skiptið sem hann steig á svið með henni. „Ég söng með Sissel þegar ég var þrettán ára. Þá vantaði unga sópranrödd. Ég fékk að fara í prufu og var valinn,“ segir Ari sem hefur sungið frá því hann man eftir sér. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009 en þá var ég ellefu ára. Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ segir Ari sem hafði gengið með þann draum lengi að verða gamanleikari. „Svo fattaði ég að það hentaði ekki þar sem ég er ekkert fyndinn. Ég hélt mig þess vegna við að syngja og leika,“ segir hann brosandi. „Eftir Oliver Twist byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes og síðan Bergþóri Pálssyni.“ Sissel þekkti Ara aftur þegar hún fékk senda hljóðupptöku með honum. En hvernig kom þetta til? „Ég sagði við pabba að Sissel væri að koma og það væri gaman að fá að syngja með henni aftur. Pabbi sagði Bergþóri, söngkennaranum mínum, frá þessari hugmynd sem síðan ræddi við Ísleif Þórhallsson hjá Senu sem tók mjög vel í þetta. Ísleifur bað um upptöku frá mér sem Sissel fékk og vildi gjarnan fá mig til að syngja. Þar með rættist draumur minn. Við sungum klassískt söngleikjalag sem nefnist The Prayer en Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið þetta lag saman. Mér fannst ótrúlegt að fá að syngja með Sissel aftur og ég var í skýjunum allan tímann. Að stíga á svið í Eldborg með Sissel er það stórkostlegasta sem ég hef gert. Hún er frábær manneskja og með æðislegt starfsfólk með sér. Svo getur hún sungið allt, klassík, djass, popp, soul og hvað sem er,“ segir Ari og er himinlifandi með tónleikana sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Ari er tenór sem hefur afskaplega gaman af allri tónlist. „Ég er alæta á tónlist, hlusta bæði á rapp og klassík og allt þar á milli. Svo er ég alltaf með tónlist í eyrunum hvort sem ég er að læra eða hjóla,“ segir hann. Ari hefur tekið þátt í söngvakeppni í MH tvisvar. Einnig hefur hann tekið þátt í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og fyrstu þáttaröðinni af The Voice. „Mér fannst æðislegt að taka þátt í þessu en þættirnir gefa manni gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mig langar til að læra söngleikjatónlist, leiklist eða klassíska tónlist,“ segir Ari sem er nýbúinn að stofna hljómsveit með félögum sínum í MH. Þeir hafa samið nokkur lög sem eiga eftir að heyrast á næstunni.Ari og píanóleikari hljómsveitarinnar, Gabríel Ólafsson, hafa verið að syngja og spila á jólakvöldum félagasamtaka undanfarið. „Við syngjum klassísk jólalög, Bing Crosby, Frank Sinatra, Jackson Five og fleiri.“ Ari stefnir á framhaldsnám í New York eða London þegar menntaskóla lýkur. Fyrst koma jólin og þá verða notalegheitin í fyrirrúmi. Ari segir að mikið sé sungið á heimilinu og fjölskyldan söngelsk. „Ég er frændi Páls Óskars og Diddúar,“ segir hann. „Amma mín og pabbi þeirra voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni,“ segir Ari enn fremur og viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ég byrja að syngja jólalögin í október.“ Eurovision Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira
Ari Ólafsson er 18 ára nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð en jafnframt öflugur söngvari og vakti mikla athygli þegar hann söng með norsku stjörnunni Sissel Kyrkjebø í Eldborg. Ari segir að það hafi verið stórkostleg upplifun að syngja með þessari frægu söngkonu en þetta var í annað skiptið sem hann steig á svið með henni. „Ég söng með Sissel þegar ég var þrettán ára. Þá vantaði unga sópranrödd. Ég fékk að fara í prufu og var valinn,“ segir Ari sem hefur sungið frá því hann man eftir sér. „Þetta byrjaði allt þegar ég lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009 en þá var ég ellefu ára. Ég vissi ekki að ég hefði söngrödd fyrr en ég lék það hlutverk,“ segir Ari sem hafði gengið með þann draum lengi að verða gamanleikari. „Svo fattaði ég að það hentaði ekki þar sem ég er ekkert fyndinn. Ég hélt mig þess vegna við að syngja og leika,“ segir hann brosandi. „Eftir Oliver Twist byrjaði ég í Söngskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Garðari Cortes og síðan Bergþóri Pálssyni.“ Sissel þekkti Ara aftur þegar hún fékk senda hljóðupptöku með honum. En hvernig kom þetta til? „Ég sagði við pabba að Sissel væri að koma og það væri gaman að fá að syngja með henni aftur. Pabbi sagði Bergþóri, söngkennaranum mínum, frá þessari hugmynd sem síðan ræddi við Ísleif Þórhallsson hjá Senu sem tók mjög vel í þetta. Ísleifur bað um upptöku frá mér sem Sissel fékk og vildi gjarnan fá mig til að syngja. Þar með rættist draumur minn. Við sungum klassískt söngleikjalag sem nefnist The Prayer en Andrea Bocelli og Celine Dion hafa sungið þetta lag saman. Mér fannst ótrúlegt að fá að syngja með Sissel aftur og ég var í skýjunum allan tímann. Að stíga á svið í Eldborg með Sissel er það stórkostlegasta sem ég hef gert. Hún er frábær manneskja og með æðislegt starfsfólk með sér. Svo getur hún sungið allt, klassík, djass, popp, soul og hvað sem er,“ segir Ari og er himinlifandi með tónleikana sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. Ari er tenór sem hefur afskaplega gaman af allri tónlist. „Ég er alæta á tónlist, hlusta bæði á rapp og klassík og allt þar á milli. Svo er ég alltaf með tónlist í eyrunum hvort sem ég er að læra eða hjóla,“ segir hann. Ari hefur tekið þátt í söngvakeppni í MH tvisvar. Einnig hefur hann tekið þátt í Ísland Got Talent hjá Stöð 2 og fyrstu þáttaröðinni af The Voice. „Mér fannst æðislegt að taka þátt í þessu en þættirnir gefa manni gott tækifæri til að sýna sig og sanna. Ég hef ekki enn gert upp við mig hvort mig langar til að læra söngleikjatónlist, leiklist eða klassíska tónlist,“ segir Ari sem er nýbúinn að stofna hljómsveit með félögum sínum í MH. Þeir hafa samið nokkur lög sem eiga eftir að heyrast á næstunni.Ari og píanóleikari hljómsveitarinnar, Gabríel Ólafsson, hafa verið að syngja og spila á jólakvöldum félagasamtaka undanfarið. „Við syngjum klassísk jólalög, Bing Crosby, Frank Sinatra, Jackson Five og fleiri.“ Ari stefnir á framhaldsnám í New York eða London þegar menntaskóla lýkur. Fyrst koma jólin og þá verða notalegheitin í fyrirrúmi. Ari segir að mikið sé sungið á heimilinu og fjölskyldan söngelsk. „Ég er frændi Páls Óskars og Diddúar,“ segir hann. „Amma mín og pabbi þeirra voru systkini. Það má því segja að tónlistin sé í ættinni,“ segir Ari enn fremur og viðurkennir að hann sé mikið jólabarn. „Ég byrja að syngja jólalögin í október.“
Eurovision Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Sjá meira