Tilbúinn að skoða þann möguleika að flytja Hringrás úr Klettagörðum Ásgeir Erlendsson skrifar 3. desember 2016 20:11 Framkvæmdastjóri Hringrásar er tilbúinn að skoða þann möguleika að flytja fyrirtækið úr Klettagörðum en undanfarna daga hafa starfsmenn fyrirtækisins unnið að öryggisúrbótum eftir brunann þar í vikunni. Hann segir að eldsvoðinn hafi komið upp meðan verið var að uppfæra dekkjatætara og því hafi óvenju mikið magn dekkja safnast upp á svæðinu. Eftir að eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar í vikunni stöðvaði heilbrigðiseftirlitið möguleika fyrirtækisins á að taka við nýju efni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur sagt að hann vilji fyrirtækið úr Klettagörðum og forsvarsmenn fyrirtækisins eru tilbúnir að skoða þann möguleika. „Þá erum við alveg opin fyrir því ef það finnst hagkvæmari og heppilegri staðsetning fyrir þetta fyrirtæki. Ég er algjörlega opinn fyrir því,“ segir Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Eftir að slökkvilið og heilbrigðisyfirvöld skoðuðu aðstæður á svæði Hringrásar á fimmtudag kom í ljós að fyrirtækið bryti reglur um hámark leyfilegs magns spilliefna og brotajárns á svæðinu. Í kjölfarið var fyrirtækinu meinað að taka á móti nýjum efnum þar til bætt yrði úr ástandinu. Undanfarna daga hafa starfsmenn fyrirtækisins unnið hörðum höndum að því að grynnka á umfram efnum á svæðinu til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru auk þess sem öryggisgæsla hefur verið efld. „Þetta gerist á óheppilegum tíma þegar við erum að uppfæra dekkjatætarann. Hann er orðinn mun öflugri núna og þetta mun ekki vera vandamál í framtíðinni. Á meðan það var þá safnaðist upp efni og þetta gerist á óheppilegum tíma.“ Þrisvar sinnum á undanförnum tólf árum hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað að athafnasvæði Hringrásar vegna bruna. Hvers vegna telurðu að þetta margir eldsvoðar hafi orðið á ykkar svæði á undanförnum árum? „Ja, þú talar um marga eldsvoða. Það eru hvað, þrír á síðustu sjö árum, ég veit ekki hvort það á að kalla þá marga en þetta er náttúrulega bara íkveikja og þetta verður kært á mánudaginn til lögreglu.“ Kristján segist vona að viðbrögð fyrirtækisins verði til þess að fyrirtækið uppfylli kröfur um starfsleyfi. „Við vonumst náttúrulega sannarlega til þess og við erum búin að því nú þegar þannig að þetta stendur bara á heilbrigðisyfirvöldum að koma og skoða hérna á mánudaginn og þeir sjá að það verður allt spikk og span.“ Tengdar fréttir Vilja Hringrás burt Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. 30. nóvember 2016 20:31 Starfsemi Hringrásar stöðvuð Í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu. 1. desember 2016 13:02 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hringrásar er tilbúinn að skoða þann möguleika að flytja fyrirtækið úr Klettagörðum en undanfarna daga hafa starfsmenn fyrirtækisins unnið að öryggisúrbótum eftir brunann þar í vikunni. Hann segir að eldsvoðinn hafi komið upp meðan verið var að uppfæra dekkjatætara og því hafi óvenju mikið magn dekkja safnast upp á svæðinu. Eftir að eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar í vikunni stöðvaði heilbrigðiseftirlitið möguleika fyrirtækisins á að taka við nýju efni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur sagt að hann vilji fyrirtækið úr Klettagörðum og forsvarsmenn fyrirtækisins eru tilbúnir að skoða þann möguleika. „Þá erum við alveg opin fyrir því ef það finnst hagkvæmari og heppilegri staðsetning fyrir þetta fyrirtæki. Ég er algjörlega opinn fyrir því,“ segir Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Eftir að slökkvilið og heilbrigðisyfirvöld skoðuðu aðstæður á svæði Hringrásar á fimmtudag kom í ljós að fyrirtækið bryti reglur um hámark leyfilegs magns spilliefna og brotajárns á svæðinu. Í kjölfarið var fyrirtækinu meinað að taka á móti nýjum efnum þar til bætt yrði úr ástandinu. Undanfarna daga hafa starfsmenn fyrirtækisins unnið hörðum höndum að því að grynnka á umfram efnum á svæðinu til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru auk þess sem öryggisgæsla hefur verið efld. „Þetta gerist á óheppilegum tíma þegar við erum að uppfæra dekkjatætarann. Hann er orðinn mun öflugri núna og þetta mun ekki vera vandamál í framtíðinni. Á meðan það var þá safnaðist upp efni og þetta gerist á óheppilegum tíma.“ Þrisvar sinnum á undanförnum tólf árum hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað að athafnasvæði Hringrásar vegna bruna. Hvers vegna telurðu að þetta margir eldsvoðar hafi orðið á ykkar svæði á undanförnum árum? „Ja, þú talar um marga eldsvoða. Það eru hvað, þrír á síðustu sjö árum, ég veit ekki hvort það á að kalla þá marga en þetta er náttúrulega bara íkveikja og þetta verður kært á mánudaginn til lögreglu.“ Kristján segist vona að viðbrögð fyrirtækisins verði til þess að fyrirtækið uppfylli kröfur um starfsleyfi. „Við vonumst náttúrulega sannarlega til þess og við erum búin að því nú þegar þannig að þetta stendur bara á heilbrigðisyfirvöldum að koma og skoða hérna á mánudaginn og þeir sjá að það verður allt spikk og span.“
Tengdar fréttir Vilja Hringrás burt Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. 30. nóvember 2016 20:31 Starfsemi Hringrásar stöðvuð Í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu. 1. desember 2016 13:02 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Vilja Hringrás burt Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi. 30. nóvember 2016 20:31
Starfsemi Hringrásar stöðvuð Í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu. 1. desember 2016 13:02
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent