Tveggja alda afmæli bókmenntafélags fagnað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 13:00 Egill er lærður setjari og starfar meðal annars sem umbrotsmaður. Hann situr jafnan aðalfundi Hins íslenska bókmenntafélags. Vísir/Eyþór Árnason Reykjavíkurborg efndi til dagskrár í Ráðhúsinu í tilefni 200 afmælis Hins íslenska bókmenntafélags um liðna helgi. „?Þetta var virkilega falleg stund,?“ segir Egill Baldursson, einn félagsmanna. „?Það voru leiklesnir þættir úr sögu félagsins og tónlistaratriði á milli. Kristinn Sigmundsson söng til dæmis lög frá 1816. Það var glæsilegt,“? lýsir hann. Eitt af því sem fagnað var á afmælisfundinum var útgáfa ellefta og síðasta bindis Sögu Íslands. „?Það verkefni hefur staðið frá þjóðhátíðarárinu 1974 og er mikið afrek,“? segir Egill og getur þess að Sigurður Líndal prófessor og Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur séu ritstjórar þessa bindis en Sigurður hafi stýrt útgáfunni frá upphafi. Bókmenntafélagið var stofnað að undirlagi málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask sem taldi að íslensk tunga myndi líða undir lok að 200 árum liðnum ef ekkert yrði að gert. Þetta var árið 1816. Egill telur það meðal annars félaginu að þakka hversu gott mál við tölum enn í dag og vitnar þar til orða Þorkels Jóhannessonar prófessors, í Sögu Íslendinga VII, um að gagnger umskipti hafi orðið á viðhorfi fólks til íslenskrar tungu við stofnun félagsins. Þó telur Egill enn vá fyrir dyrum vegna enskunnar sem flæðir gegnum netið. „?Þegar krakkar niður í fimm ára, jafnvel yngri, nota spjaldtölvur sem tala við þau á ensku og fólk les nýútkomnar erlendar bækur á netinu þá er íslenskunni hætt,“? segir hann. ?„En það má sporna við þessu með því að leggja fé í þýðingar á forritum svo tölvan skilji og tali íslensku.?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Reykjavíkurborg efndi til dagskrár í Ráðhúsinu í tilefni 200 afmælis Hins íslenska bókmenntafélags um liðna helgi. „?Þetta var virkilega falleg stund,?“ segir Egill Baldursson, einn félagsmanna. „?Það voru leiklesnir þættir úr sögu félagsins og tónlistaratriði á milli. Kristinn Sigmundsson söng til dæmis lög frá 1816. Það var glæsilegt,“? lýsir hann. Eitt af því sem fagnað var á afmælisfundinum var útgáfa ellefta og síðasta bindis Sögu Íslands. „?Það verkefni hefur staðið frá þjóðhátíðarárinu 1974 og er mikið afrek,“? segir Egill og getur þess að Sigurður Líndal prófessor og Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur séu ritstjórar þessa bindis en Sigurður hafi stýrt útgáfunni frá upphafi. Bókmenntafélagið var stofnað að undirlagi málfræðingsins Rasmusar Kristjáns Rask sem taldi að íslensk tunga myndi líða undir lok að 200 árum liðnum ef ekkert yrði að gert. Þetta var árið 1816. Egill telur það meðal annars félaginu að þakka hversu gott mál við tölum enn í dag og vitnar þar til orða Þorkels Jóhannessonar prófessors, í Sögu Íslendinga VII, um að gagnger umskipti hafi orðið á viðhorfi fólks til íslenskrar tungu við stofnun félagsins. Þó telur Egill enn vá fyrir dyrum vegna enskunnar sem flæðir gegnum netið. „?Þegar krakkar niður í fimm ára, jafnvel yngri, nota spjaldtölvur sem tala við þau á ensku og fólk les nýútkomnar erlendar bækur á netinu þá er íslenskunni hætt,“? segir hann. ?„En það má sporna við þessu með því að leggja fé í þýðingar á forritum svo tölvan skilji og tali íslensku.?“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira