Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 15:03 Hinrik Ingi Óskarsson. mynd/hinrik ingi „Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir. Innlendar Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir.
Innlendar Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Sjá meira