Félagslegar íbúðir dreifist víðar Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Þuríður Sigurðardóttir og Elísabet Karlsdóttir segja marga hugsa um hvernig auka megi velferð fólks í Breiðholtinu. vísir/eyþór „Við megum ekki gleyma því að Breiðholtið er stórt hverfi og það er mjög mikil fjölbreytni hérna, við megum ekki bara tala hverfið okkar niður. Það er mikill félagsauður hérna.“ Þetta segir Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti. „Það þýðir ekki að tala alltaf um að það sé svona mikill vandi í kringum þetta,“ heldur Elísabet áfram. „Við þurfum að tala það upp hvað eru mikil tækifæri hérna.“ Efra-Breiðholt hefur verið mikið til umræðu á síðustu dögum eftir að sagt var að það skæri sig úr öðrum hverfum í skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar. Elísabet segir skýrsluna alls ekki hafa komið þeim sem vinna í félagsþjónustu í Breiðholti á óvart. „Við erum mjög meðvituð um það að við erum bæði með mikið af lágtekjufólki, einstæðum foreldrum og hælisleitendum. Við erum með mikla fjölmenningu hérna. Þetta er fyrsta og fremst út af félagsbústöðum, vegna þess að húsnæði hér hefur verið á lægra verði,“ segir hún. Að sögn Elísabetar eru starfsmenn félagsþjónustunnar í Breiðholti alltaf að hugsa um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna til að mæta þörfum þessa hóps. Þuríður Sigurðardóttir sér um sérstakt fjölskylduverkefni, Tinnu, sem er úrræði fyrir unga einstæða foreldra sem hafa fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu til lengri tíma í Breiðholti. Hún segir hugsunina við verkefnið að rjúfa félagslegan arf. „Þetta eru kannski annarrar kynslóðar fjárhagsaðstoðarþegar. Stundum eru foreldrarnir að þiggja fjárhagsaðstoð en það þarf líka að huga að börnunum, þau eru ekki að nýta frístundakortin og eru ekki að aðlagast í samfélaginu nema þeim hópum sem þau tilheyra, hópi fátækra fjölskyldna.“ Þuríður segir lykilatriði að rjúfa vítahringinn með því að ná til barnanna. Einnig sé mikilvægt að efla menntunarstigið í Breiðholti, en styrkur hefur verið veittur til íslenskukennslu síðustu árin. Þuríður og Elísabet eru sammála um að gott samstarf ríki á mörgum vígstöðvum til að bæta ástandið í Breiðholti, meira að segja séu fyrirtæki sem vilji leggja sitt af mörkum. Þörf sé þó á auknu fjármagni. Þuríður segir einnig að ekki hafi tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem var byggt í Fellunum á sínum tíma. „Stefna ætti að ríkja um að dreifa félagslegum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholti.“ Fullkomin fásinnaLögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson segir í bloggfærslu, eftir að Fréttablaðið greindi frá umkvörtunum úr Fellahverfi um að lögregla sinnti hverfinu ekki vel, að lögreglumenn í Efra-Breiðholti sinni því svæði betur en nokkru öðru hverfi á hans svæði. „Góðu fréttirnar eru þær að við erum alls ekki að hunsa þetta hverfi, síður en svo. Sorglegi sannleikurinn er samt sá að það eru yfirleitt einungis tveir lögreglubílar sem sjá um eftirlit og útköll á þessu svæði, sem er bæði Kópavogur og Breiðholt,“ skrifar Birgir, einnig þekktur sem Biggi lögga. „Málið er að það kostar víst pening að halda úti löggæslu og sá peningur hefur því miður verið af skornum skammti. Þessi umræða er nefnilega nátengd umræðu síðustu vikna um stöðu lögreglunnar á Íslandi,“ segir Birgir. „Það er alls staðar skorið við nögl. Þetta er það sem við höfum verið að benda á. Þetta hefur bara verið áherslan hjá ráðamönnunum. Eða réttara sagt, þetta hefur ekki verið áherslan.“ Þá víkur Birgir að því sem haft var eftir erlendum verslunareiganda í Fellahverfi að lögregla bregðist fyrr við ef Íslendingur biður um aðstoð en ef útlendingur hringir. „Það er að sjálfsögðu algjör og fullkomin fásinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Við megum ekki gleyma því að Breiðholtið er stórt hverfi og það er mjög mikil fjölbreytni hérna, við megum ekki bara tala hverfið okkar niður. Það er mikill félagsauður hérna.“ Þetta segir Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti. „Það þýðir ekki að tala alltaf um að það sé svona mikill vandi í kringum þetta,“ heldur Elísabet áfram. „Við þurfum að tala það upp hvað eru mikil tækifæri hérna.“ Efra-Breiðholt hefur verið mikið til umræðu á síðustu dögum eftir að sagt var að það skæri sig úr öðrum hverfum í skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar. Elísabet segir skýrsluna alls ekki hafa komið þeim sem vinna í félagsþjónustu í Breiðholti á óvart. „Við erum mjög meðvituð um það að við erum bæði með mikið af lágtekjufólki, einstæðum foreldrum og hælisleitendum. Við erum með mikla fjölmenningu hérna. Þetta er fyrsta og fremst út af félagsbústöðum, vegna þess að húsnæði hér hefur verið á lægra verði,“ segir hún. Að sögn Elísabetar eru starfsmenn félagsþjónustunnar í Breiðholti alltaf að hugsa um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna til að mæta þörfum þessa hóps. Þuríður Sigurðardóttir sér um sérstakt fjölskylduverkefni, Tinnu, sem er úrræði fyrir unga einstæða foreldra sem hafa fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu til lengri tíma í Breiðholti. Hún segir hugsunina við verkefnið að rjúfa félagslegan arf. „Þetta eru kannski annarrar kynslóðar fjárhagsaðstoðarþegar. Stundum eru foreldrarnir að þiggja fjárhagsaðstoð en það þarf líka að huga að börnunum, þau eru ekki að nýta frístundakortin og eru ekki að aðlagast í samfélaginu nema þeim hópum sem þau tilheyra, hópi fátækra fjölskyldna.“ Þuríður segir lykilatriði að rjúfa vítahringinn með því að ná til barnanna. Einnig sé mikilvægt að efla menntunarstigið í Breiðholti, en styrkur hefur verið veittur til íslenskukennslu síðustu árin. Þuríður og Elísabet eru sammála um að gott samstarf ríki á mörgum vígstöðvum til að bæta ástandið í Breiðholti, meira að segja séu fyrirtæki sem vilji leggja sitt af mörkum. Þörf sé þó á auknu fjármagni. Þuríður segir einnig að ekki hafi tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem var byggt í Fellunum á sínum tíma. „Stefna ætti að ríkja um að dreifa félagslegum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholti.“ Fullkomin fásinnaLögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson segir í bloggfærslu, eftir að Fréttablaðið greindi frá umkvörtunum úr Fellahverfi um að lögregla sinnti hverfinu ekki vel, að lögreglumenn í Efra-Breiðholti sinni því svæði betur en nokkru öðru hverfi á hans svæði. „Góðu fréttirnar eru þær að við erum alls ekki að hunsa þetta hverfi, síður en svo. Sorglegi sannleikurinn er samt sá að það eru yfirleitt einungis tveir lögreglubílar sem sjá um eftirlit og útköll á þessu svæði, sem er bæði Kópavogur og Breiðholt,“ skrifar Birgir, einnig þekktur sem Biggi lögga. „Málið er að það kostar víst pening að halda úti löggæslu og sá peningur hefur því miður verið af skornum skammti. Þessi umræða er nefnilega nátengd umræðu síðustu vikna um stöðu lögreglunnar á Íslandi,“ segir Birgir. „Það er alls staðar skorið við nögl. Þetta er það sem við höfum verið að benda á. Þetta hefur bara verið áherslan hjá ráðamönnunum. Eða réttara sagt, þetta hefur ekki verið áherslan.“ Þá víkur Birgir að því sem haft var eftir erlendum verslunareiganda í Fellahverfi að lögregla bregðist fyrr við ef Íslendingur biður um aðstoð en ef útlendingur hringir. „Það er að sjálfsögðu algjör og fullkomin fásinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00