Hús verður byggt á Haítí eftir lykilfellu á lokasekúndunum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Cliff Avril fellir Tyrod Taylor. vísir/getty Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira