Hús verður byggt á Haítí eftir lykilfellu á lokasekúndunum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Cliff Avril fellir Tyrod Taylor. vísir/getty Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur. NFL Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur.
NFL Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira