Hús verður byggt á Haítí eftir lykilfellu á lokasekúndunum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 8. nóvember 2016 11:00 Cliff Avril fellir Tyrod Taylor. vísir/getty Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur. NFL Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira
Seattle Seahawks vann fimmta sigur sinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta á tímabilinu þegar það lagði Buffalo Bills, 31-25, í spennandi mánudagsleik deildarinnar í nótt. Einu sinni sem oftar voru það varnarmenn Seattle sem komu liðinu til bjargar. Buffalo fékk síðustu sóknina og þurfti snertimark til að vinna leikinn verandi sex stigum undir. Tyrod Taylor, leikstjórnandi gestanna, sýndi ótrúleg tilþrif þegar hann var kominn í ómögulega stöðu og kom sínu liði í snertimarksfæri. Hann átti svo bæði þriðju og fjórðu tilraun eftir á átta jarda línunni þegar 48 sekúndur voru eftir en á þriðju tilraun var hann felldur af Cliff Avril, varnarmanni Seattle. Það færði Buffalo-liðið aftar og gerði fjórðu tilraunina erfiðari en sending Taylors inn í endamarkið af 20 jarda færi gekk ekki þökk sé góðum varnarleik Earl Thomas hins þriðja. Þessi leikstjórnandafella Avrils tryggir það að nýtt hús verður byggt á Haítí en Avril, sem er af haítískum uppruna, hét því fyrir tímabilið að kosta byggingu nýs hús þar í landi í hvert skipti sem hann fellir leikstjórnanda andstæðinganna á tímabilinu. Fellibylurinn Matthew fór illa með Haítí í síðasta mánuði en aðeins eru sex ár síðan þar reið yfir mannskæður jarðskálfti. Foreldrar Avrils eru frá Hatíí en þau fluttust til Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar.Cliff Avril hlustar á þjóðsöng Bandaríkjanna fyrir leik ásamt fyrrverandi hermönnum sem misstu útlimi í baráttunni fyrir land og þjóð.vísir/gettyAvril er mjög virkur í hjálparstarfi á Haítí og eyddi stórum hluta sumarsins þar í landi að byggja hús og hjálpa til við uppbyggingu. Hann er með góðgerðarsamtök þar sem hann safnar milljónum fyrir hjálparstarf á Haítí. Þrátt fyrir að ná ekki að klára leikinn með sigri átti Tyrod Taylor fínan leik en hann kláraði 27 sendingar af 38 fyrir 289 jördum. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, var aftur á móti næstum fullkominn með 20 sendingar kláraðar af 26 fyrir 282 jördum. Sú tölfræði er lygileg í ljósi þess að hlauparar Seattle-liðsins náðu aðeins að hlaupa samtals tíu jarda með boltann í átta tilraunum. Því vissi Bills-liðið meira og minna að Wilson þyrfti alltaf að kasta boltanum undir lokin en gat samt ekki stöðvað hann. Innherjinn Jimmy Graham minnti á fyrri tíma í leiknum í nótt en hann greip átta sendingar fyrir 103 jördum og skoraði tvö snertimörk. Doug Baldin átti einnig traustan leik með sex gripna bolta fyrir 89 jördum.Allt það helsta úr leiknum má sjá hér en húsbyggingarfellan kemur eftir níu mínútur.
NFL Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Sjá meira