Foreldrar höfða mál gegn ríkinu vegna fæðingarorlofsgreiðslna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. október 2016 14:59 Sara Pálsdóttir lögmaður segir að um mismunun sé að ræða. Vísir/Anton Foreldrar sem áttu börn fyrir 15. október síðastliðinn undirbúa nú hópmálsókn gegn íslenska ríkinu vegna reglna um fæðingarorlofsgreiðslur sem tóku gildi þann dag. Foreldrarnir segja að um sé að ræða mismunun og ætla að fara fram á að fá greitt úr sjóðnum líkt og aðrir foreldrar sem áttu börn eftir 15. október. „Að mínu mati er verið að mismuna foreldrum. Þeir eru að fá greitt úr fæðingarorlofssjóði á sama tíma en eftir mismunandi reglum, þrátt fyrir að þeir hafi allir greitt ákveðna prósentu af launum sínum í tryggingasjóðinn sem fjármagnar fæðingarorlofssjóðinn,“ segir Sara Pálsdóttir héraðsdómslögmaður, en hún er ein þeirra sem átti barn fyrir 15. október.Sjá einnig:Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur Sara segir að til þess að af málsókninni verði þurfi að minnsta kosti fimmtíu foreldrar að taka þátt í henni. Hún birti færslu á foreldrahópum á Facebook þess efnis í gærkvöldi og segist hún strax hafa fengið mikil viðbrögð, enda séu foreldrar afar ósáttir. Aðspurð segist hún ætla að byggja málið á því að um brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sé að ræða. „Mismununin sjálf er ekki endilega brot á jafnræðisreglu nema hún sé ómálefnaleg og ég ætla að freista þess að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Ráðherra hefur gefið tvenns konar rök fyrir því að gera þetta svona, segir að annars vegar séu ekki til fjármunir og að svona hafi þetta alltaf verið gert, sem ég tel mjög ómálefnaleg rök,“ útskýrir Sara, sem hvetur foreldra sem vilja taka þátt að hafa samband við sig í gegnum netfangið sara@lausnir.is.Sjá einnig:Fegin því að ganga fram yfirForeldrar frestuðu gangsetningu Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 7. október síðastliðnum að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi myndu hækka úr 370 þúsund krónum í 500 þúsund krónur, og tók hækkunin gildi 8 dögum síðar, eða hinn 15. október. Fæðingarstyrkur og lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkuðu einnig. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum og dæmi voru um að mæður frestuðu gangsetningu og reyndu allt hvað þær gátu til þess að fresta fæðingu fram að umræddum degi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði að svona hefði þetta alltaf verið þegar fæðingarorlof hafi verið hækkað, þrátt fyrir að hafa sjálf viljað ganga lengra og hafa upphæðina hærri. Tengdar fréttir Sama fyrirkomulag varðandi hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og áður Eygló Harðardóttir bendir á að það hafi alltaf tíðkast að hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum nái ekki til þeirra sem þegar séu í fæðingarorlofi. 15. október 2016 13:30 Nýjustu foreldar landsins fá hærri greiðslur en foreldrar gærdagsins Fimm börn hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er degi og njóta fjölskyldur þeirra góðs af breytingunum. Sex börn fæddust í gær en fjölskyldur þeirra falla ekki undir nýju reglurnar. 15. október 2016 12:27 Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur 15. október taka gildi nýjar reglur um fæðingarorlofsgreiðslur. Hármarksgreiðlur hækka úr 370 í 500 þúsund krónur og því töluverðar hagsmunir í húfi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Foreldrar sem áttu börn fyrir 15. október síðastliðinn undirbúa nú hópmálsókn gegn íslenska ríkinu vegna reglna um fæðingarorlofsgreiðslur sem tóku gildi þann dag. Foreldrarnir segja að um sé að ræða mismunun og ætla að fara fram á að fá greitt úr sjóðnum líkt og aðrir foreldrar sem áttu börn eftir 15. október. „Að mínu mati er verið að mismuna foreldrum. Þeir eru að fá greitt úr fæðingarorlofssjóði á sama tíma en eftir mismunandi reglum, þrátt fyrir að þeir hafi allir greitt ákveðna prósentu af launum sínum í tryggingasjóðinn sem fjármagnar fæðingarorlofssjóðinn,“ segir Sara Pálsdóttir héraðsdómslögmaður, en hún er ein þeirra sem átti barn fyrir 15. október.Sjá einnig:Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur Sara segir að til þess að af málsókninni verði þurfi að minnsta kosti fimmtíu foreldrar að taka þátt í henni. Hún birti færslu á foreldrahópum á Facebook þess efnis í gærkvöldi og segist hún strax hafa fengið mikil viðbrögð, enda séu foreldrar afar ósáttir. Aðspurð segist hún ætla að byggja málið á því að um brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar sé að ræða. „Mismununin sjálf er ekki endilega brot á jafnræðisreglu nema hún sé ómálefnaleg og ég ætla að freista þess að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Ráðherra hefur gefið tvenns konar rök fyrir því að gera þetta svona, segir að annars vegar séu ekki til fjármunir og að svona hafi þetta alltaf verið gert, sem ég tel mjög ómálefnaleg rök,“ útskýrir Sara, sem hvetur foreldra sem vilja taka þátt að hafa samband við sig í gegnum netfangið sara@lausnir.is.Sjá einnig:Fegin því að ganga fram yfirForeldrar frestuðu gangsetningu Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 7. október síðastliðnum að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi myndu hækka úr 370 þúsund krónum í 500 þúsund krónur, og tók hækkunin gildi 8 dögum síðar, eða hinn 15. október. Fæðingarstyrkur og lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkuðu einnig. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum og dæmi voru um að mæður frestuðu gangsetningu og reyndu allt hvað þær gátu til þess að fresta fæðingu fram að umræddum degi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði að svona hefði þetta alltaf verið þegar fæðingarorlof hafi verið hækkað, þrátt fyrir að hafa sjálf viljað ganga lengra og hafa upphæðina hærri.
Tengdar fréttir Sama fyrirkomulag varðandi hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og áður Eygló Harðardóttir bendir á að það hafi alltaf tíðkast að hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum nái ekki til þeirra sem þegar séu í fæðingarorlofi. 15. október 2016 13:30 Nýjustu foreldar landsins fá hærri greiðslur en foreldrar gærdagsins Fimm börn hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er degi og njóta fjölskyldur þeirra góðs af breytingunum. Sex börn fæddust í gær en fjölskyldur þeirra falla ekki undir nýju reglurnar. 15. október 2016 12:27 Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur 15. október taka gildi nýjar reglur um fæðingarorlofsgreiðslur. Hármarksgreiðlur hækka úr 370 í 500 þúsund krónur og því töluverðar hagsmunir í húfi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sama fyrirkomulag varðandi hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og áður Eygló Harðardóttir bendir á að það hafi alltaf tíðkast að hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum nái ekki til þeirra sem þegar séu í fæðingarorlofi. 15. október 2016 13:30
Nýjustu foreldar landsins fá hærri greiðslur en foreldrar gærdagsins Fimm börn hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er degi og njóta fjölskyldur þeirra góðs af breytingunum. Sex börn fæddust í gær en fjölskyldur þeirra falla ekki undir nýju reglurnar. 15. október 2016 12:27
Verðandi mæður fresta gangsetningu fyrir hærri greiðslur 15. október taka gildi nýjar reglur um fæðingarorlofsgreiðslur. Hármarksgreiðlur hækka úr 370 í 500 þúsund krónur og því töluverðar hagsmunir í húfi. 13. október 2016 07:00