Innlent

Sama fyrirkomulag varðandi hækkun fæðingarorlofsgreiðslna og áður

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Eygló Harðardóttir segist hafa viljað ganga lengra í nýrri reglugerð um hækkun fæðingarorlofsgjalda en gert var.
Eygló Harðardóttir segist hafa viljað ganga lengra í nýrri reglugerð um hækkun fæðingarorlofsgjalda en gert var. Vísir
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðisráðherra tjáði sig í morgun um nýja reglugerð sem varðar hækkun á hámarksgreiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Reglugerðin tók gildi í dag en samkvæmt þeim hækka hámarksgreiðslur úr 370 þúsund krónum upp í 500 þúsund krónur. Þeir sem eignuðust börn í dag fá því að njóta góðs af breytingunni en ekki þeir sem eignuðust börn í gær.

Nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag og það gagnrýnt að breytingarnar taki ekki til þeirra sem þegar séu í fæðingarorlofi. Eygló bendir á að svona hafi þetta alltaf verið þegar fæðingarorlof hafi verið hækkað.

„Ég hefði gjarnan viljað ganga mun lengra og hafa upphæðina hærri,” segir Eygló á Fésbókar síðu sinni. „Þess vegna greiddi ég til dæmis ekki atkvæði með ríkisfjármálaáætlun stjórnvalda í ágúst, því mér fannst ekki nægilega vel hugað að barnafjölskyldum í nákvæmlega þessu máli. Ég hafði það þó í gegn að flýta hækkuninni og munar um minna fyrir stóran hóp verðandi foreldra sem munu eiga börn á því tímabili, sem annars hefðu ekki notið hækkunarinnar.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×