Lífið

Stórfengleg stikla Planet Earth 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Framleiðendur þáttanna notuðust við nýjasta nýtt í háskerputækni.
Framleiðendur þáttanna notuðust við nýjasta nýtt í háskerputækni.
Þættirnir Planet Earth með goðsögnina David Attenborough eru snúnir aftur. Sex nýir þættir verða gefnir út þar sem fjallað verður um mismunandi tegundir lífríkja á jörðinni. Einn þátturinn mun eingöngu fjalla um dýr sem búa á þéttbýlum svæðum.

BBC birti nýverið stiklu fyrir Planet Earth 2 og er óhætt að segja að hún sé mjög flott. Undir stiklunni ómar lagið Hoppípolla eftir Sigur Rós.

Samkvæmt Independent voru þættirnir teknir upp á fjögurra ára tímabili í 64 löndum. Framleiðendurnir notuðust við nýjasta nýtt í háskerputækni til að gera upplifunina sem besta fyrir áhorfendur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×