Lífið

Khloe Kardashian mætti til Ellen og opnaði sig um ránið: Kim líður ekki vel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Khole segir að fjölskyldan ætli aðeins að draga sig úr sviðsljósinu.
Khole segir að fjölskyldan ætli aðeins að draga sig úr sviðsljósinu.
„Hún hefur það ekkert sérstaklega gott,“ segir Khloe Kardashian, systir Kim Kardashian, sem var rænd á hótelherbergi sínu í París þann 3. október síðastliðinn. Khloe var gestur í spjallþætti Ellen í gær og spurði spjallþáttastjórnandinn hana út í þennan fjölskylduharmleik.

Kim var rænd af fimm grímuklæddum mönnum á hótelherbergi sínu þar sem hún var til að taka þátt í tískuvikunni í Parísarborg. Komust ræningjarnir á brott með skartgripi að andvirði hundruð milljóna króna.

Sjónvarpsstöðin E! Network hefur frestað tökum á raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashians ótímabundið eftir að Kim Kardashian, ein stjarna þáttanna, var rænd fyrr í vikunni.

„Það sem gerðist hefur haft mikil áhrif á hana en við í fjölskyldunni stöndum þétt við bakið á henni. Við eigum eftir að komast í gegnum þetta saman. Við finnum fyrir ást og umhyggju frá almenningi og kunnum vel að meta það. Það mun bara taka tíma að komast í gegnum þetta. Það sem gerðist er hræðilegt.“

Khloe segir að atvikið hafa hringt ákveðnum viðvörunarbjöllum um að við þurfum að breyta aðeins um lífstíl.

„Mögulega munum við í framtíðinni ekki deila svona miklu efni frá okkur en við munum án efa komast í gegnum þennan tíma sem ein stór fjölskylda. Núna verðum við aðeins að stíga til baka, ég held að það sé bara hollt fyrir okkur.“  


Tengdar fréttir

Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París?

Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en hér er farið yfir það sem er vitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×