Lög Bobs Dylan í nýju ljósi Magnús Guðmundsson skrifar 4. október 2016 10:15 Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur á Kúnstpásutónleikum Íslensku óperunnar í hádeginu í dag. Kúnstpásutónleikar Íslensku óperunnar njóta sívaxandi vinsælda. Tónleikarnir eru haldnir í hádeginu á þriðjudögum í Norðurljósasal Hörpu og er aðgangur er ókeypis. Þar gefst því skemmtilegt tækifæri fyrir óperuunnendur sem og þá sem eru að byrja að feta þá braut til að kynna sér formið á stuttum en skemmtilegum tónleikum. Forever Young er yfirskrift annarra hádegistónleika Kúnstpásuraðar á þessu hausti en þar koma fram þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Bylgja Dís segir að dagskráin að þessu sinni sé nokkuð óhefðbundin en á efnisskránni verða nokkur fjölbreytt og falleg sönglög eftir bandarísk tónskáld frá 20. og 21. öld, m.a. tvö mögnuð lög eftir John Corigliano við ljóð Bobs Dylan; Chimes of Freedom og Forever Young. Áður en að þeim kemur verða flutt lög eftir nokkra af áhrifavöldum þeirra. Má þar nefna Samuel Barber, Aaron Copland og Kurt Weill. „Þessi tvö lög sem Corigliano samdi við ljóð Dylans eru tiltölulega nýsamin og lögin sem fljóta með eru áhrifavaldar þeirra laga. Corigliano hafði ekki heyrt lög Dylans þegar hann las ljóðin og það er gaman að því hvað þessi ljóð falla vel að tónmáli hans. Útkoman er þannig að maður sér þessi fallegu ljóð í aðeins nýju ljósi og það er alltaf skemmtilegt.“ Bylgja Dís segir að það hafi nú ekki verið planið að tengja saman efnisskrána og friðarþemað sem er í gangi í borginni um þessar mundir en að það sé þó tilvalið að gera það. „Chimes of Freedom er til að mynda þannig lag og texti að það fellur ákaflega vel að þessu þema. Þarna er ríkjandi sú tilfinning að finna til með þeim sem minna mega sín og það er okkur öllum hollt. Þessir tónleikar henta líka alltaf sérstaklega vel þeim sem eru að byrja að kynna sér óperutónlistina. Það er alltaf rosalega vel mætt og skemmtileg stemning á þessum tónleikum og Norðurljósasalurinn rammar þetta fallega inn. Það er hátíðlegt að koma í hádeginu, njóta listarinnar og anda aðeins í dagsins önn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október. Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kúnstpásutónleikar Íslensku óperunnar njóta sívaxandi vinsælda. Tónleikarnir eru haldnir í hádeginu á þriðjudögum í Norðurljósasal Hörpu og er aðgangur er ókeypis. Þar gefst því skemmtilegt tækifæri fyrir óperuunnendur sem og þá sem eru að byrja að feta þá braut til að kynna sér formið á stuttum en skemmtilegum tónleikum. Forever Young er yfirskrift annarra hádegistónleika Kúnstpásuraðar á þessu hausti en þar koma fram þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Bylgja Dís segir að dagskráin að þessu sinni sé nokkuð óhefðbundin en á efnisskránni verða nokkur fjölbreytt og falleg sönglög eftir bandarísk tónskáld frá 20. og 21. öld, m.a. tvö mögnuð lög eftir John Corigliano við ljóð Bobs Dylan; Chimes of Freedom og Forever Young. Áður en að þeim kemur verða flutt lög eftir nokkra af áhrifavöldum þeirra. Má þar nefna Samuel Barber, Aaron Copland og Kurt Weill. „Þessi tvö lög sem Corigliano samdi við ljóð Dylans eru tiltölulega nýsamin og lögin sem fljóta með eru áhrifavaldar þeirra laga. Corigliano hafði ekki heyrt lög Dylans þegar hann las ljóðin og það er gaman að því hvað þessi ljóð falla vel að tónmáli hans. Útkoman er þannig að maður sér þessi fallegu ljóð í aðeins nýju ljósi og það er alltaf skemmtilegt.“ Bylgja Dís segir að það hafi nú ekki verið planið að tengja saman efnisskrána og friðarþemað sem er í gangi í borginni um þessar mundir en að það sé þó tilvalið að gera það. „Chimes of Freedom er til að mynda þannig lag og texti að það fellur ákaflega vel að þessu þema. Þarna er ríkjandi sú tilfinning að finna til með þeim sem minna mega sín og það er okkur öllum hollt. Þessir tónleikar henta líka alltaf sérstaklega vel þeim sem eru að byrja að kynna sér óperutónlistina. Það er alltaf rosalega vel mætt og skemmtileg stemning á þessum tónleikum og Norðurljósasalurinn rammar þetta fallega inn. Það er hátíðlegt að koma í hádeginu, njóta listarinnar og anda aðeins í dagsins önn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október.
Menning Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist