Þegar vandræðin verða að grísku drama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2016 09:30 "Þetta er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem alltaf eiga erindi við okkur annað slagið,“ segir Hilmir Snær. Vísir/Ernir Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016. Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fárveik í París Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Horft frá brúnni, eftir Arthur Miller, hefur oft verið kallað eitt magnaðasta leikverk 20. aldar. Það verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og Hilmir Snær Guðnason er þar í aðalhlutverki. Hann kveðst hafa séð verkið á sviði „einhvern tíma í gamla daga“ en ekki muna mikið eftir því. „Þetta er ansi góð saga,“ segir hann sannfærandi og lýsir henni í nokkrum orðum. „Ég leik hafnarverkamanninn Eddie sem býr í New York með konu sinni og fósturdóttur og er af annarri kynslóð innflytjenda frá Ítalíu. Fósturdóttirin er systurdóttir konunnar hans og hann elur hana upp sem sína dóttur. Svo koma tveir ungir menn frá Ítalíu inn á heimilið og fá sér vinnu í borginni. Þeir eru ólöglegir innflytjendur. Í þessu ítalska samfélagi segja menn ekki hver til annars þótt þeir lifi ekki samkvæmt því sem lögin í landinu gera ráð fyrir. En þegar annar aðkomumannanna verður ástfanginn af ungu stúlkunni á heimilinu kemur í ljós að Eddie stendur alls ekki á sama um það og að kannski elskar hann þessa stúlku meira en góðu hófi gegnir. Þá byrja vandræðin og þau verða að grísku drama.“ Þýðingin er eftir Sigurð Pálsson, leikstjóri er Stefan Metz og sviðsmyndin er í höndum Sean Mackaoui sem með notkun ljóss og skugga skapar anda film noir kvikmynda eftirstríðsáranna. Hilmir Snær segir þó efnið falla vel að okkar tíma, enda sé mikið talað um ólöglega innflytjendur í dag. „Horft frá brúnni er eitt af þessum vel skrifuðu klassísku leikritum sem á alltaf erindi til okkar annað slagið,“ segir hann og bætir við: „Sagan er góð og sýningin stutt, 100 mínútur án hlés. Fólk sest í sætin og stundin er liðin áður en varir.“ Greinin birtist fyrst 30. september 2016.
Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fárveik í París Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira